Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 10. nóvember 2017 10:52 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við komuna í Valhöll í morgun. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. „Það er ekki gott að segja í dag,“ sagði Bjarni fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna í morgun en fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna funduðu einnig og er þeim fundum einnig lokið en engin ákvörðun hefur verið tekin um að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur og VG væru með góðan meirihluta á þingi en samtals eru flokkarnir með 35 þingmenn. „Ef þeir geta náð málefnalega saman, sem er alveg óreynt ennþá, þá væri það sterk ríkisstjórn. En við, eins og allir vita, erum ekki komin í neinar formlegar viðræður og eigum eftir að láta á slík samtöl reyna. Við erum hingað komin í Valhöll í dag fyrst og fremst bara til þess að halda áfram að viðra sjónarmið um framhaldið.“ Aðspurður hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn sagði Bjarni að það væri eitt af því sem þyrfti að ræða.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu.vísir/eyþórBæði þú og Katrín Jakobsdóttir hafið gert tilkall til þess, ekki satt? „Ja, ég held við skulum bara segja að það er eitt af því sem þarf að ræða,“ ítrekaði Bjarni. Þá sagði Bjarni að útlínur málefnasamnings í stórum dráttum lægju ekki fyrir. Áttu von á því að þið takið ákvörðun í dag eða þurfið þið lengri tíma til að ræða þetta? „Ég vonast til þess að dagurinn í dag nýtist til þess að minnsta kosti til svara því hvort að þessir flokkar vilji taka skref í viðbót í átt að því að slá einhvern ramma utan um slíkt mögulegt samstarf. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við erum að taka það skref.“Hver á að fá umboðið, hefur verið rætt um það í samtölum við forsetann, ef þetta verður að veruleika að þið ræðið saman formlega? „Það er bara matsatriði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áður en hann hélt ti fundar við þingflokk sinn í morgun.Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. „Það er ekki gott að segja í dag,“ sagði Bjarni fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna í morgun en fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna funduðu einnig og er þeim fundum einnig lokið en engin ákvörðun hefur verið tekin um að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur og VG væru með góðan meirihluta á þingi en samtals eru flokkarnir með 35 þingmenn. „Ef þeir geta náð málefnalega saman, sem er alveg óreynt ennþá, þá væri það sterk ríkisstjórn. En við, eins og allir vita, erum ekki komin í neinar formlegar viðræður og eigum eftir að láta á slík samtöl reyna. Við erum hingað komin í Valhöll í dag fyrst og fremst bara til þess að halda áfram að viðra sjónarmið um framhaldið.“ Aðspurður hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn sagði Bjarni að það væri eitt af því sem þyrfti að ræða.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu.vísir/eyþórBæði þú og Katrín Jakobsdóttir hafið gert tilkall til þess, ekki satt? „Ja, ég held við skulum bara segja að það er eitt af því sem þarf að ræða,“ ítrekaði Bjarni. Þá sagði Bjarni að útlínur málefnasamnings í stórum dráttum lægju ekki fyrir. Áttu von á því að þið takið ákvörðun í dag eða þurfið þið lengri tíma til að ræða þetta? „Ég vonast til þess að dagurinn í dag nýtist til þess að minnsta kosti til svara því hvort að þessir flokkar vilji taka skref í viðbót í átt að því að slá einhvern ramma utan um slíkt mögulegt samstarf. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við erum að taka það skref.“Hver á að fá umboðið, hefur verið rætt um það í samtölum við forsetann, ef þetta verður að veruleika að þið ræðið saman formlega? „Það er bara matsatriði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áður en hann hélt ti fundar við þingflokk sinn í morgun.Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58
Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38