Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 09:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundarins í morgun. vísir/vilhelm Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, þegar hann kom til fundarins í morgun að óformlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks væru skammt á veg komnar og á þingflokksfundinum stæði til að ræða forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf þessara þriggja flokka. Aðspurður hvort að fyrir liggi grófar útlínur málefnasamnings á milli flokkanna sagði Bjarni svo ekki vera og á meðal þess sem ræða ætti á fundinum væri hvort að samstarf þessara flokka væri mögulegt og hvaða málefni flokkurinn leggi áherslu á. Þá liggur ekki fyrir hver yrði forsætisráðherra ef þessir þrír flokkar fara saman í ríkisstjórn.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún kom í Valhöll í morgun.Vísir/vilhelmBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu í samtali við fréttastofu þegar þau komu í Valhöll að fyrirfram litist þeim vel á samstarf þessara þriggja flokka. Brynjar sagði betra að hafa færri en fleiri flokka í ríkisstjórn en málefnin væru það sem skipti höfuðmáli og ef málefnasamningurinn væri góður væri samstarf flokkanna þriggja raunhæft.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þegar hún kom til fundarins í morgun.vísir/vilhelmÞingflokkur Vinstri grænna kom einnig saman nú í morgunsárið en fundur þeirra hófst á níunda tímanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, vildi ekkert ræða við fjölmiðlamenn þegar hún kom í þinghúsið til fundar. Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, þegar hann kom til fundarins í morgun að óformlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks væru skammt á veg komnar og á þingflokksfundinum stæði til að ræða forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf þessara þriggja flokka. Aðspurður hvort að fyrir liggi grófar útlínur málefnasamnings á milli flokkanna sagði Bjarni svo ekki vera og á meðal þess sem ræða ætti á fundinum væri hvort að samstarf þessara flokka væri mögulegt og hvaða málefni flokkurinn leggi áherslu á. Þá liggur ekki fyrir hver yrði forsætisráðherra ef þessir þrír flokkar fara saman í ríkisstjórn.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún kom í Valhöll í morgun.Vísir/vilhelmBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu í samtali við fréttastofu þegar þau komu í Valhöll að fyrirfram litist þeim vel á samstarf þessara þriggja flokka. Brynjar sagði betra að hafa færri en fleiri flokka í ríkisstjórn en málefnin væru það sem skipti höfuðmáli og ef málefnasamningurinn væri góður væri samstarf flokkanna þriggja raunhæft.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þegar hún kom til fundarins í morgun.vísir/vilhelmÞingflokkur Vinstri grænna kom einnig saman nú í morgunsárið en fundur þeirra hófst á níunda tímanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, vildi ekkert ræða við fjölmiðlamenn þegar hún kom í þinghúsið til fundar. Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30