Trump deilir múslimahatri bresks öfgahóps Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 13:31 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump lýsir andúð á múslimum. Í kosningabaráttunni kallaði hann eftir að koma múslima til Bandaríkjanna yrði bönnuð. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun tíst áfram nokkrum myndböndum frá breskum hægriöfgaflokki sem eiga að draga upp dökka mynd af múslimum. Leiðtogi flokksins sem Trump áframtístir hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir að áreita konu á götu úti vegna trúar hennar. Þrjú myndbönd sem Trump tísti áfram í morgun til milljóna fylgjenda sinna koma öll frá bresku haturssamtökunum Bretland fyrst [e. Britain First]. Eitt þeirra er sagt sýna „múg múslima“ hrinda dreng fram af þaki húss og berja hann til dauða. Annað á að sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, persónu úr Biblíu kristinna manna. Jayda Fransen, einn leiðtoga Bretlands fyrst, var sakfelld í fyrra fyrir að áreita konu af trúarlegum ástæðum. Jós Fransen skammaryrðum yfir múslimakonu sem var klæddi í hijab fyrir framan fjögur börn hennar, að því er kom fram í frétt The Guardian frá því í fyrra. Fransen var klædd í einkennisbúning og tók þátt í því sem hópurinn kallaði „kristna vakt“ í Luton þegar atvikið átti sér stað.Eitt myndabandanna sem Trump áframtísti í morgun. Það á að sýna múg múslima hrinda unglingsdreng fram af húsi og berja til dauða. Sannleikisgildi þess er óstaðfest.SkjáskotWashington Post segir að samtökin hafi áður birt misvísandi myndbönd. Talsmenn Hvíta hússins hafi ekki viljað tjá sig um tíst forsetans þegar eftir því var leitað. Fransen tók stuðningi Trump hins vegar fagnandi enda ná samtök hennar til mun færra fólks á Twitter en Bandaríkjaforseti. „Donald Trump sjálfur hefur áframtíst þessum myndböndum og hefur um það bil 44 milljónir fylgjenda! Guð blessi þig, Trump! Guð blessi Bandaríkin!“ tísti Fransen í morgun.Britain First hefur áður deilt misvísandi myndböndum gegn múslimum.SkjáskotAðrir eru ekki eins hrifnir, þar á meðal Brendan Cox, eiginmaður bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Vitni sögðu að morðingi hennar hefði hrópað „Bretland fyrst!“ þegar hann réðist á hana með eggvopni úti á götu. „Trump hefur veitt öfgahægrinu lögmæti í sínu eigin landi, nú er hann að reyna að gera það í okkar. Það hefur afleiðingar að deila hatri og forsetinn ætti að skammast sín,“ tísti Cox.Trump has legitimised the far right in his own country, now he's trying to do it in ours. Spreading hatred has consequences & the President should be ashamed of himself.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) November 29, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun tíst áfram nokkrum myndböndum frá breskum hægriöfgaflokki sem eiga að draga upp dökka mynd af múslimum. Leiðtogi flokksins sem Trump áframtístir hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir að áreita konu á götu úti vegna trúar hennar. Þrjú myndbönd sem Trump tísti áfram í morgun til milljóna fylgjenda sinna koma öll frá bresku haturssamtökunum Bretland fyrst [e. Britain First]. Eitt þeirra er sagt sýna „múg múslima“ hrinda dreng fram af þaki húss og berja hann til dauða. Annað á að sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, persónu úr Biblíu kristinna manna. Jayda Fransen, einn leiðtoga Bretlands fyrst, var sakfelld í fyrra fyrir að áreita konu af trúarlegum ástæðum. Jós Fransen skammaryrðum yfir múslimakonu sem var klæddi í hijab fyrir framan fjögur börn hennar, að því er kom fram í frétt The Guardian frá því í fyrra. Fransen var klædd í einkennisbúning og tók þátt í því sem hópurinn kallaði „kristna vakt“ í Luton þegar atvikið átti sér stað.Eitt myndabandanna sem Trump áframtísti í morgun. Það á að sýna múg múslima hrinda unglingsdreng fram af húsi og berja til dauða. Sannleikisgildi þess er óstaðfest.SkjáskotWashington Post segir að samtökin hafi áður birt misvísandi myndbönd. Talsmenn Hvíta hússins hafi ekki viljað tjá sig um tíst forsetans þegar eftir því var leitað. Fransen tók stuðningi Trump hins vegar fagnandi enda ná samtök hennar til mun færra fólks á Twitter en Bandaríkjaforseti. „Donald Trump sjálfur hefur áframtíst þessum myndböndum og hefur um það bil 44 milljónir fylgjenda! Guð blessi þig, Trump! Guð blessi Bandaríkin!“ tísti Fransen í morgun.Britain First hefur áður deilt misvísandi myndböndum gegn múslimum.SkjáskotAðrir eru ekki eins hrifnir, þar á meðal Brendan Cox, eiginmaður bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Vitni sögðu að morðingi hennar hefði hrópað „Bretland fyrst!“ þegar hann réðist á hana með eggvopni úti á götu. „Trump hefur veitt öfgahægrinu lögmæti í sínu eigin landi, nú er hann að reyna að gera það í okkar. Það hefur afleiðingar að deila hatri og forsetinn ætti að skammast sín,“ tísti Cox.Trump has legitimised the far right in his own country, now he's trying to do it in ours. Spreading hatred has consequences & the President should be ashamed of himself.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) November 29, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00