Fordæmdi fréttir um dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Skúli Magnússon er ekki sáttur við umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör dómara. Vísir/anton brink Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands vandaði fjölmiðlum ekki kveðjurnar á aðalfundi félagsins sem fram fór í Safnahúsinu í gær. Varði hann stærstum hluta setningarræðu sinnar í umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör og fjárhagslega hagsmuni dómara í lok ársins 2015 og á fyrrihluta árs 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins af launahækkunum hefðu verið rangar, þrátt fyrir að bæði Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd Blaðamanna hafi fjallað um þær í kjölfar kæru Dómarafélagsins og úrskurðað Fréttablaðinu í vil í báðum tilvikum. Um fréttir Fréttablaðsins af launahækkunum dómara sagði Skúli: „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkana dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í ársbyrjun 2015 hafði numið 6-7 prósentum.“ Umfjöllun þessa sagði Skúli þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhverskonar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram og sagði: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara,“ sagði Skúli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, þann 19. apríl 2016 um kæru Skúla og Dómarafélagsins, að fréttaflutningur blaðsins hefði verið efnislega réttur og blaðið því ekki brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Skúli kvartaði einnig til Fjölmiðlanefndar vegna umfjöllunar blaðsins. Í svari hennar kom fram að ágreiningslaust væri að grunnlaun og þar með eftirlaun dómara hefði hækkað um annars vegar 38 prósent á árinu 2015 og að hlutfallsleg hækkun á grunnlaunum og þar með eftirlaunum hefðu numið 26 prósentum með ákvörðun kjararáðs 18. desember 2016. Umræddar fréttir blaðsins hafi því ekki innihaldið efnislegar rangfærslur. Skúli gerði umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafjáreign dómara einnig að sérstöku umtalsefni á fundinum og vísaði til umfjöllunar blaðsins frá því í desember í fyrra. „Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti,“ sagði Skúli og bætti við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum þess banka sem þeir áttu þessi hlutabréf í og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. „Og enn og aftur var boltinn gefinn upp um að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væri með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að hjá dómstólunum,“ sagði Skúli. Af ummælum Reimars Péturssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, verður ekki annað ráðið en hann álíti fréttaflutning Fréttablaðsins á rökum reistan, en hann ávarpaði einnig fund dómaranna og brást að nokkru leyti við erindi formannsins. „Meðferð nefndar um dómara og hagsmunaskráningu virðist hafa verið ófullnægjandi og einstakir dómarar vanræktu tilkynningarskyldu sína. Ýmis álitaefni eru uppi um hæfi dómara í einstaka málum. Um þetta þarf að fjalla,“ sagði Reimar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands vandaði fjölmiðlum ekki kveðjurnar á aðalfundi félagsins sem fram fór í Safnahúsinu í gær. Varði hann stærstum hluta setningarræðu sinnar í umfjöllun Fréttablaðsins um launakjör og fjárhagslega hagsmuni dómara í lok ársins 2015 og á fyrrihluta árs 2016. Formaðurinn fullyrti að fréttir blaðsins af launahækkunum hefðu verið rangar, þrátt fyrir að bæði Fjölmiðlanefnd og Siðanefnd Blaðamanna hafi fjallað um þær í kjölfar kæru Dómarafélagsins og úrskurðað Fréttablaðinu í vil í báðum tilvikum. Um fréttir Fréttablaðsins af launahækkunum dómara sagði Skúli: „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkana dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði kjararáðs í ársbyrjun 2015 hafði numið 6-7 prósentum.“ Umfjöllun þessa sagði Skúli þjóna „þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhverskonar forréttindafólk“. Skúli hélt áfram og sagði: „Það var ekki fyrr en skrif blaðsins voru kærð til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti en þá var nýr þráður fundinn hjá Fréttablaðinu til að rægja dómara,“ sagði Skúli. Siðanefnd Blaðamannafélagsins komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, þann 19. apríl 2016 um kæru Skúla og Dómarafélagsins, að fréttaflutningur blaðsins hefði verið efnislega réttur og blaðið því ekki brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Skúli kvartaði einnig til Fjölmiðlanefndar vegna umfjöllunar blaðsins. Í svari hennar kom fram að ágreiningslaust væri að grunnlaun og þar með eftirlaun dómara hefði hækkað um annars vegar 38 prósent á árinu 2015 og að hlutfallsleg hækkun á grunnlaunum og þar með eftirlaunum hefðu numið 26 prósentum með ákvörðun kjararáðs 18. desember 2016. Umræddar fréttir blaðsins hafi því ekki innihaldið efnislegar rangfærslur. Skúli gerði umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafjáreign dómara einnig að sérstöku umtalsefni á fundinum og vísaði til umfjöllunar blaðsins frá því í desember í fyrra. „Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þar á meðal forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum en sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, að minnsta kosti að öllu verulegu leyti,“ sagði Skúli og bætti við að næst hefði blaðið hafið umfjöllun um vanhæfi dómara í málum þess banka sem þeir áttu þessi hlutabréf í og þátttöku þeirra í afgreiðslu þeirra mála. „Og enn og aftur var boltinn gefinn upp um að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væri með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að hjá dómstólunum,“ sagði Skúli. Af ummælum Reimars Péturssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, verður ekki annað ráðið en hann álíti fréttaflutning Fréttablaðsins á rökum reistan, en hann ávarpaði einnig fund dómaranna og brást að nokkru leyti við erindi formannsins. „Meðferð nefndar um dómara og hagsmunaskráningu virðist hafa verið ófullnægjandi og einstakir dómarar vanræktu tilkynningarskyldu sína. Ýmis álitaefni eru uppi um hæfi dómara í einstaka málum. Um þetta þarf að fjalla,“ sagði Reimar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira