Ungu strákarnir þurfa að slá þá eldri út Tómas Þór Þórðarson og Henry Birgir Gunnarsson skrifa 24. nóvember 2017 06:00 Hlynur Bæringsson er einn af reynsluboltunum í landsliðinu og það mun mæða mikið á honum í leik dagsins. vísir/ernir „Mér líður vel með þennan hóp. Ég held að við séum með lið sem er góð blanda,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en hann verður án margra lykilmanna er Íslendingar mæta Tékkum ytra í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2019. Í íslenska liðið vantar Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hörð Axel Vilhjálmsson, Elvar Má Friðriksson, Ægi Þór Steinarsson og Tryggva Snæ Hlinason. Það munar um minna. „Við erum með leiðtoga þarna í Hlyni, Martin og Hauki Helga. Leikur liðsins verður svolítið byggður upp á þeim og við höfum gert það áður. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við spilum saman eftir stuttan undirbúning,“ segir Pedersen sem hefur verið með liðið í höndunum í Tékklandi síðan á mánudag. Stærstu menn íslenska hópsins eru aðeins 200 sentimetrar að hæð en hinn 216 sentimetra hái Tryggvi Snær Hlinason er ekki með þar sem félag hans, Valencia, er að leika Evrópuleik sama kvöld. Það er ekkert samstarf á milli Evrópudeildarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins, FIBA, sem gerir það að verkum að Evrópuleikir eru spilaðir sömu kvöld og landsleikir með tilheyrandi veseni fyrir landsliðin. „Tryggvi getur breytt hlutunum hjá okkur á báðum endum vallarins. Við erum samt að reyna að vera jákvæðir fyrir þessari stöðu hans og höfum átt góð samtöl við hans félag. Vonandi fær hann að koma heim um helgina og spila með okkur heimaleikinn gegn Búlgaríu á mánudag.Craig Pedersen.vísir/ernirYngri þurfa að slá eldri út Það eru margir leikmenn að fá tækifæri núna og hópurinn er mikið breyttur frá EM síðasta sumar. Í hvaða átt vill Pedersen fara með liðið næstu árin? „Við erum að reyna að koma ungu kynslóðinni að en ég hef alltaf haft þá sýn að þeir þurfi að slá eldri mennina út. Við höfum rætt hvort við viljum byggja upp aftur eða reyna að komast áfram á lokamót. Við viljum frekar reyna að komast á lokamót í stað þess að falla langt niður er við förum í uppbyggingarferli. Nú finnst mér vera góð blanda í hópnum þar sem eldri mennirnir geta kennt þeim ungu mikið,“ segir Pedersen en hann býst við því að hans lið mæti jákvætt til leiks í dag. „Ég er að vona að liðið mæti ferskt til leiks. Síðasta sumar var erfitt með miklum ferðalögum og ég vona að strákarnir líti á þetta sem frí með vinum sínum þó svo við séum að keppa. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að koma mönnum í form því það eru allir í toppformi.Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu á EM.Vísir/GettyDraumur að vinna báða leiki Pedersen segist renna frekar blint í sjóinn með þessa fyrstu tvo leiki en strákarnir eiga heimaleik gegn Búlgaríu á mánudag. „Það væri auðvitað algjör draumur að vinna báða leikina en ég held að ef við spilum vel þá sé allt hægt. Eins og í öllum íþróttum er gríðarlega mikilvægt að vinna sína heimaleiki en við tökum þetta einn leik í einu,“ segir þjálfarinn en hann er að vonum ánægður með að hafa náð góðum undirbúningi í Tékklandi fyrir leikinn. „Það var ákveðið að gera þetta svona fyrir nokkru til þess að minnka álagið á strákunum sem spila í Evrópu. Spara þeim að þurfa að fljúga heim og svo aftur út tveimur dögum síðar. Þá ættu þeir að vera ferskari. Svo kom auðvitað í ljós að þrír þeirra geta ekki spilað með okkur en þetta gefur okkur samt aukaæfingar ytra og vonandi gerir það gæfumuninn fyrir okkur,“ segir Pedersen en leikurinn hefst klukkan 17.00. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
„Mér líður vel með þennan hóp. Ég held að við séum með lið sem er góð blanda,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en hann verður án margra lykilmanna er Íslendingar mæta Tékkum ytra í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2019. Í íslenska liðið vantar Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hörð Axel Vilhjálmsson, Elvar Má Friðriksson, Ægi Þór Steinarsson og Tryggva Snæ Hlinason. Það munar um minna. „Við erum með leiðtoga þarna í Hlyni, Martin og Hauki Helga. Leikur liðsins verður svolítið byggður upp á þeim og við höfum gert það áður. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við spilum saman eftir stuttan undirbúning,“ segir Pedersen sem hefur verið með liðið í höndunum í Tékklandi síðan á mánudag. Stærstu menn íslenska hópsins eru aðeins 200 sentimetrar að hæð en hinn 216 sentimetra hái Tryggvi Snær Hlinason er ekki með þar sem félag hans, Valencia, er að leika Evrópuleik sama kvöld. Það er ekkert samstarf á milli Evrópudeildarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins, FIBA, sem gerir það að verkum að Evrópuleikir eru spilaðir sömu kvöld og landsleikir með tilheyrandi veseni fyrir landsliðin. „Tryggvi getur breytt hlutunum hjá okkur á báðum endum vallarins. Við erum samt að reyna að vera jákvæðir fyrir þessari stöðu hans og höfum átt góð samtöl við hans félag. Vonandi fær hann að koma heim um helgina og spila með okkur heimaleikinn gegn Búlgaríu á mánudag.Craig Pedersen.vísir/ernirYngri þurfa að slá eldri út Það eru margir leikmenn að fá tækifæri núna og hópurinn er mikið breyttur frá EM síðasta sumar. Í hvaða átt vill Pedersen fara með liðið næstu árin? „Við erum að reyna að koma ungu kynslóðinni að en ég hef alltaf haft þá sýn að þeir þurfi að slá eldri mennina út. Við höfum rætt hvort við viljum byggja upp aftur eða reyna að komast áfram á lokamót. Við viljum frekar reyna að komast á lokamót í stað þess að falla langt niður er við förum í uppbyggingarferli. Nú finnst mér vera góð blanda í hópnum þar sem eldri mennirnir geta kennt þeim ungu mikið,“ segir Pedersen en hann býst við því að hans lið mæti jákvætt til leiks í dag. „Ég er að vona að liðið mæti ferskt til leiks. Síðasta sumar var erfitt með miklum ferðalögum og ég vona að strákarnir líti á þetta sem frí með vinum sínum þó svo við séum að keppa. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að koma mönnum í form því það eru allir í toppformi.Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu á EM.Vísir/GettyDraumur að vinna báða leiki Pedersen segist renna frekar blint í sjóinn með þessa fyrstu tvo leiki en strákarnir eiga heimaleik gegn Búlgaríu á mánudag. „Það væri auðvitað algjör draumur að vinna báða leikina en ég held að ef við spilum vel þá sé allt hægt. Eins og í öllum íþróttum er gríðarlega mikilvægt að vinna sína heimaleiki en við tökum þetta einn leik í einu,“ segir þjálfarinn en hann er að vonum ánægður með að hafa náð góðum undirbúningi í Tékklandi fyrir leikinn. „Það var ákveðið að gera þetta svona fyrir nokkru til þess að minnka álagið á strákunum sem spila í Evrópu. Spara þeim að þurfa að fljúga heim og svo aftur út tveimur dögum síðar. Þá ættu þeir að vera ferskari. Svo kom auðvitað í ljós að þrír þeirra geta ekki spilað með okkur en þetta gefur okkur samt aukaæfingar ytra og vonandi gerir það gæfumuninn fyrir okkur,“ segir Pedersen en leikurinn hefst klukkan 17.00.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira