Loka vegum vegna veðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 22:24 Vindaspá Veðurstofu Íslands á miðnætti í kvöld. veðurstofa íslands Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt vegkorti á vef Vegagerðarinnar er einnig búið að loka veginum um Þverárfjall og þá verður veginum um Súðavíkurhlíð lokað á miðnætti og verður hann ekki skoðaður fyrr en í birtingu á morgun. „Það er smálægð skammt norður af Tjörnesi og það er hvasst vestan við hana, sem er frá Tröllaskaganum og vestur á Vestfirði en aftur á móti ekki hvasst í Þingeyjarsýslu. Þeir eru í einhvers konar svikalogni frá þessari smálægð en þetta gerist stundum í norðanátt, það að það koma svona smá hnútar með henni og þá lægir stundum á afmörkuðu svæði en herðir á annars staðar í staðinn,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er því hvassviðri eða stormur og áköf snjókoma á Norðvesturlandi og yfir á Vestfirði en að sögn Teits verður norðanáttin ríkjandi í þessari viku. „Það er svona misjafnlega hvöss norðanátt en þó alltaf þannig að hún verður verulega til trafala. Spáin gerir ráð fyrir því að þetta fari svona að ganga niður á laugardaginn,“ segir Teitur. Það sé því hvassviðri og snjókoma í kortunum norðanlands og þá gætu landsmenn sunnan heiða einnig fundið fyrir norðanáttum í öflugum vindstrengjum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðan 13-23 í kvöld, hvassast NV-til, en mun hægari á A-verðu landinu. Snjókoma á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars víða él.Norðaustan 15-23 með snjókomu og síðar éljum á morgun, en úrkomulítið á SV-lands. Dregur úr vindi norðan heiða síðdegis. Frost 0 til 7 stig.Á miðvikudag:Norðan og norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en þurrt sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.Á fimmtudag og föstudag:Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Áfram frost um allt land.Á laugardag:Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Frost 0 til 7 stig.Færð og aðstæður á vegum:Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi.Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi og eitthvað um éljagang. Snjóþekja og mjög mikil skafrenningur er á Holtavörðuheiði og slæmt ferðaveður. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi fer færð og veður versnandi. Hálka eða snjóþekja og éljagagnur eða skafrenningur á flestum leiðum á láglendi en þæfingur eða þungfært og skafreningur á fjallvegum og ekkert ferðaveður.Búast má við að færð spillist fljótlega eftir að þjónustu líkur á Norðurlandi og Vestfjörðum.Á Austur- og Suðausturlandi er víða hálka eða snjóþekja en greiðfært frá Norðfirði suður að Höfn. Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt vegkorti á vef Vegagerðarinnar er einnig búið að loka veginum um Þverárfjall og þá verður veginum um Súðavíkurhlíð lokað á miðnætti og verður hann ekki skoðaður fyrr en í birtingu á morgun. „Það er smálægð skammt norður af Tjörnesi og það er hvasst vestan við hana, sem er frá Tröllaskaganum og vestur á Vestfirði en aftur á móti ekki hvasst í Þingeyjarsýslu. Þeir eru í einhvers konar svikalogni frá þessari smálægð en þetta gerist stundum í norðanátt, það að það koma svona smá hnútar með henni og þá lægir stundum á afmörkuðu svæði en herðir á annars staðar í staðinn,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er því hvassviðri eða stormur og áköf snjókoma á Norðvesturlandi og yfir á Vestfirði en að sögn Teits verður norðanáttin ríkjandi í þessari viku. „Það er svona misjafnlega hvöss norðanátt en þó alltaf þannig að hún verður verulega til trafala. Spáin gerir ráð fyrir því að þetta fari svona að ganga niður á laugardaginn,“ segir Teitur. Það sé því hvassviðri og snjókoma í kortunum norðanlands og þá gætu landsmenn sunnan heiða einnig fundið fyrir norðanáttum í öflugum vindstrengjum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðan 13-23 í kvöld, hvassast NV-til, en mun hægari á A-verðu landinu. Snjókoma á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars víða él.Norðaustan 15-23 með snjókomu og síðar éljum á morgun, en úrkomulítið á SV-lands. Dregur úr vindi norðan heiða síðdegis. Frost 0 til 7 stig.Á miðvikudag:Norðan og norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en þurrt sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.Á fimmtudag og föstudag:Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Áfram frost um allt land.Á laugardag:Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Frost 0 til 7 stig.Færð og aðstæður á vegum:Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi.Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi og eitthvað um éljagang. Snjóþekja og mjög mikil skafrenningur er á Holtavörðuheiði og slæmt ferðaveður. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi fer færð og veður versnandi. Hálka eða snjóþekja og éljagagnur eða skafrenningur á flestum leiðum á láglendi en þæfingur eða þungfært og skafreningur á fjallvegum og ekkert ferðaveður.Búast má við að færð spillist fljótlega eftir að þjónustu líkur á Norðurlandi og Vestfjörðum.Á Austur- og Suðausturlandi er víða hálka eða snjóþekja en greiðfært frá Norðfirði suður að Höfn.
Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira