Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 19:07 Franken var grínisti áður en hann var kjörinn þingmaður Minnesota. Gamanið er þó tekið að kárna hjá honum eftir að tvær konur hafa stigið fram og sakað hann um áreitni. Vísir/AFP Nýja ásakanir um kynferðislega áreitni eru komnar fram gegn Al Franken, öldungadeildarþingmanni demókrata. Hann hafði áður beðist afsökunar á atviki sem gerðist áður en hann varð þingmaður. Nú hefur kona stigið fram sem segir hann hafa gripið í rass sinn á hátíð árið 2010 þegar hann var orðinn þingmaður. Lindsay Menz, sem nú er 33 ára gömul, segir við CNN-fréttastöðina að atvikið hafi átt sér stað á ríkishátíð Minnesota árið 2010. Þá hafði Franken verið öldungadeildarþingmaður í tvö ár. Þegar eiginmaður hennar hafi ætlað að taka mynd af henni með þingmanninum hafi Franken gripið þétt um hana og tekið í afturendann á henni. „Hún var þétt utan um rasskinnina á mér,“ fullyrðir Menz. Franken segir CNN að hann muni ekki eftir myndatökunni en að hann harmi að Menz hafi upplifað vanvirðingu. Eiginmaður Menz og faðir hennar segja hins vegar að hún hafi sagt þeim strax frá því sem gerðist. A woman tells CNN that Al Franken grabbed her buttocks while she was taking a photo with the sitting US senator in 2010. Franken says he doesn't remember the photo and feels “badly” that she felt disrespected. https://t.co/gG3PRDlRzj pic.twitter.com/KPMjiOLDat— CNN Politics (@CNNPolitics) November 20, 2017 Áður hafði hann beðið Leeann Tweeden, útvarpsfréttakonu í Kaliforníu, afsökunar á áreitni sem átti sér stað árið 2006. Tweeden sakaði Franken um að hafa kysst sig með valdi og þuklað á henni. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar og leiðtogi repúblikana í henni, lagði til að siðanefnd þingsins skoðaði mál Franken eftir ásakanir Tweeden. Franken fagnaði þeirri tillögu. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira
Nýja ásakanir um kynferðislega áreitni eru komnar fram gegn Al Franken, öldungadeildarþingmanni demókrata. Hann hafði áður beðist afsökunar á atviki sem gerðist áður en hann varð þingmaður. Nú hefur kona stigið fram sem segir hann hafa gripið í rass sinn á hátíð árið 2010 þegar hann var orðinn þingmaður. Lindsay Menz, sem nú er 33 ára gömul, segir við CNN-fréttastöðina að atvikið hafi átt sér stað á ríkishátíð Minnesota árið 2010. Þá hafði Franken verið öldungadeildarþingmaður í tvö ár. Þegar eiginmaður hennar hafi ætlað að taka mynd af henni með þingmanninum hafi Franken gripið þétt um hana og tekið í afturendann á henni. „Hún var þétt utan um rasskinnina á mér,“ fullyrðir Menz. Franken segir CNN að hann muni ekki eftir myndatökunni en að hann harmi að Menz hafi upplifað vanvirðingu. Eiginmaður Menz og faðir hennar segja hins vegar að hún hafi sagt þeim strax frá því sem gerðist. A woman tells CNN that Al Franken grabbed her buttocks while she was taking a photo with the sitting US senator in 2010. Franken says he doesn't remember the photo and feels “badly” that she felt disrespected. https://t.co/gG3PRDlRzj pic.twitter.com/KPMjiOLDat— CNN Politics (@CNNPolitics) November 20, 2017 Áður hafði hann beðið Leeann Tweeden, útvarpsfréttakonu í Kaliforníu, afsökunar á áreitni sem átti sér stað árið 2006. Tweeden sakaði Franken um að hafa kysst sig með valdi og þuklað á henni. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar og leiðtogi repúblikana í henni, lagði til að siðanefnd þingsins skoðaði mál Franken eftir ásakanir Tweeden. Franken fagnaði þeirri tillögu.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira
Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15
Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15