Móttaka flóttamanna talin þróunarsamvinna Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Kostnaður við komu hælisleitenda hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. vísir/eyþór Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Af þeim sjö milljörðum sem Íslendingar veittu til þróunarmála í fyrra er kostnaður við móttöku hælisleitenda um 1,6 milljarðar króna. Árið 2015 vörðu Íslendingar 5,2 milljörðum króna til þróunarsamvinnumála. Ári seinna voru framlög stjórnvalda komin upp í sjö milljarða. Hækkun málaflokksins ræðst að miklu leyti af þremur liðum. Móttaka hælisleitenda hækkaði um 1.150 milljónir milli ára en einnig varð hækkun í málaflokknum um móttöku flóttafólks. Í þriðja lagi greiddi íslenska ríkið 150 milljónir króna í stofnframlag asíska þróunarbankans AIIB.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir flest öll ríki innan nefndar OECD um þróunarsamvinnumál fara eins að í þessum efnum. „Þróunarsamvinnunefnd OECD setur reglur hvað þetta varðar. Langflest lönd innan nefndarinnar hafa þennan háttinn á. Við verðum að vera samanburðarhæf hvað tölurnar varðar,“ segir Guðlaugur Þór. „Við getum líka fært rök fyrir því að móttaka flóttamanna frá öðrum svæðum heimsins er að sönnu þróunaraðstoð þar sem íslensk stjórnvöld veita einstaklingum betra líf og betri aðstæður en þeir ella hefðu fengið án aðstoðar íslenskra stjórnvalda.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúi VG í þróunarsamvinnunefnd utanríkisráðuneytisins, segir Ísland ekki gera nægilega vel í þessum efnum. „Þetta er eitt af því sem rætt hefur verið í nefndinni. En þetta er leyfilegt samkvæmt reglunum. Ég hef bent á að þó það sé leyfilegt þýði það ekki endilega að það eigi að viðhafa þessi vinnubrögð. Ég setti spurningamerki við þetta vinnulag. Því þarna þurfum við að gera betur.“ Framlög til hælisleitenda hafa því hækkað framlög okkar til þróunarsamvinnu án þess að pólitískur vilji sé endilega fyrir þeirri hækkun. Ísland hefur samt sem áður skuldbundið sig til að hækka framlögin upp í 0,7 prósent af vergri landsframleiðslu eða á annan tug milljarða króna að núvirði. „Þjóðartekjur okkar hafa aukist gríðarlega á síðustu árum og því er ekki raunhæft að ætla á mjög skömmum tíma að komast að umræddu viðmiði um að leggja 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Útgjöld til þróunarmála hafa að sama skapi aukist gríðarlega á mjög skömmum tíma, eða úr þremur milljörðum í sjö á fáum árum. Ef við ætluðum að ná markmiðinu þyrftum við að auka framlögin um þrettán milljarða króna sem er nánast sama upphæð og við leggjum til alls málaflokksins sem er utanríkismál. Því þurfum við að gera þetta í skrefum og markmið okkar eru klár í þeim efnum,“ segir hann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Af þeim sjö milljörðum sem Íslendingar veittu til þróunarmála í fyrra er kostnaður við móttöku hælisleitenda um 1,6 milljarðar króna. Árið 2015 vörðu Íslendingar 5,2 milljörðum króna til þróunarsamvinnumála. Ári seinna voru framlög stjórnvalda komin upp í sjö milljarða. Hækkun málaflokksins ræðst að miklu leyti af þremur liðum. Móttaka hælisleitenda hækkaði um 1.150 milljónir milli ára en einnig varð hækkun í málaflokknum um móttöku flóttafólks. Í þriðja lagi greiddi íslenska ríkið 150 milljónir króna í stofnframlag asíska þróunarbankans AIIB.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir flest öll ríki innan nefndar OECD um þróunarsamvinnumál fara eins að í þessum efnum. „Þróunarsamvinnunefnd OECD setur reglur hvað þetta varðar. Langflest lönd innan nefndarinnar hafa þennan háttinn á. Við verðum að vera samanburðarhæf hvað tölurnar varðar,“ segir Guðlaugur Þór. „Við getum líka fært rök fyrir því að móttaka flóttamanna frá öðrum svæðum heimsins er að sönnu þróunaraðstoð þar sem íslensk stjórnvöld veita einstaklingum betra líf og betri aðstæður en þeir ella hefðu fengið án aðstoðar íslenskra stjórnvalda.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúi VG í þróunarsamvinnunefnd utanríkisráðuneytisins, segir Ísland ekki gera nægilega vel í þessum efnum. „Þetta er eitt af því sem rætt hefur verið í nefndinni. En þetta er leyfilegt samkvæmt reglunum. Ég hef bent á að þó það sé leyfilegt þýði það ekki endilega að það eigi að viðhafa þessi vinnubrögð. Ég setti spurningamerki við þetta vinnulag. Því þarna þurfum við að gera betur.“ Framlög til hælisleitenda hafa því hækkað framlög okkar til þróunarsamvinnu án þess að pólitískur vilji sé endilega fyrir þeirri hækkun. Ísland hefur samt sem áður skuldbundið sig til að hækka framlögin upp í 0,7 prósent af vergri landsframleiðslu eða á annan tug milljarða króna að núvirði. „Þjóðartekjur okkar hafa aukist gríðarlega á síðustu árum og því er ekki raunhæft að ætla á mjög skömmum tíma að komast að umræddu viðmiði um að leggja 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Útgjöld til þróunarmála hafa að sama skapi aukist gríðarlega á mjög skömmum tíma, eða úr þremur milljörðum í sjö á fáum árum. Ef við ætluðum að ná markmiðinu þyrftum við að auka framlögin um þrettán milljarða króna sem er nánast sama upphæð og við leggjum til alls málaflokksins sem er utanríkismál. Því þurfum við að gera þetta í skrefum og markmið okkar eru klár í þeim efnum,“ segir hann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira