Domino's Körfuboltakvöld: Þessi voru best í Domino's deildunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 08:00 Kári Jónsson og Danielle Rodriguez Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Kári Jónsson átti framúrskarandi leik þegar Haukar lögðu ÍR 97-87 á heimavelli á fimmtudagskvöld. Kári skoraði 29 stig, þar af fimm úr þriggja stiga skotum. Hann tók fimm fráköst, stal fjórum boltum og fiskaði fjórar villur. Haukamaðurinn var valinn leikmaður umferðarinnar af sérfræðingunum. Stjarnan fékk Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna og sigraði örugglega 75-53. Danielle Rodriguez var langbesti maður vallarins með 35 framlagspunkta og var hún valin leikmaður 12. umferðarinnar. Rodriguez skoraði 29 stig og unnu Stjarnan þær mínútur sem hún var inn á með 26 stigum, ekki að furða að hún hafi spilað tæpar 35 mínútur í leiknum. Hún tók átta vítaskot og hitti úr þeim öllum ásamt því að setja niður þrjá þrista og sex stig innan teigs. Stolnir boltar voru níu og fráköstin tíu, jafnframt sem hún fiskaði fimm villur á andstæðinginn.Í liði umferðarinnar hjá körlunum voru KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni, Paul Jones hinn þriðji frá Haukum, liðsfélagi hans Kári Jónsson og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Liðið þjálfar Ívar Ásgrímsson sem stýrði Haukum til glæsilegs sigurs á sjóðheitum ÍR-ingum. Paul Jones var með 77 prósenta skotnýtingu í leiknum, hitti 10 af 13 skotum sínum. Hann tók sjö fráköst og var með 26 framlagspunkta. Logi var einnig með 77 prósenta nýtingu. Af hans þrettán skotum voru þó tíu þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og fóru sjö þeirra ofan í körfuna. Hann kláraði sigur Njarðvíkinga á Tindastól með 29 stig og 30 í framlag. Tómas var stigahæstur Stjörnumanna í sigri þeirra á Keflavík suður með sjó með 22 stig og Pavel skoraði 17 í sigri KR á Hetti. Úrvalslið 12. umferðar Domino's deildar kvenna var skipað Haukakonunum Helenu Sverrisdóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur úr Val, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Danielle Rodriguez úr Stjörnunni. Helena var með hvorki meira né minna en 40 framlagspunkta í glæstum sigri Hauka á Breiðabliki. Hún skoraði 26 stig í leiknum. Anna Lóa skoraði „aðeins“ 15 stig en tímann sem hún var inni á vellinum unnu Haukar með 27 stigum. Keflavík vann mínúturnar sem Thelma Dís var inn á gegn Skallagrími með 26 stigum, hún skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og þremur stoðsendingum. Guðbjörg var stigahæst Valskvenna gegn Njarðvík með 22 stig. Hún tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Kári Jónsson átti framúrskarandi leik þegar Haukar lögðu ÍR 97-87 á heimavelli á fimmtudagskvöld. Kári skoraði 29 stig, þar af fimm úr þriggja stiga skotum. Hann tók fimm fráköst, stal fjórum boltum og fiskaði fjórar villur. Haukamaðurinn var valinn leikmaður umferðarinnar af sérfræðingunum. Stjarnan fékk Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna og sigraði örugglega 75-53. Danielle Rodriguez var langbesti maður vallarins með 35 framlagspunkta og var hún valin leikmaður 12. umferðarinnar. Rodriguez skoraði 29 stig og unnu Stjarnan þær mínútur sem hún var inn á með 26 stigum, ekki að furða að hún hafi spilað tæpar 35 mínútur í leiknum. Hún tók átta vítaskot og hitti úr þeim öllum ásamt því að setja niður þrjá þrista og sex stig innan teigs. Stolnir boltar voru níu og fráköstin tíu, jafnframt sem hún fiskaði fimm villur á andstæðinginn.Í liði umferðarinnar hjá körlunum voru KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni, Paul Jones hinn þriðji frá Haukum, liðsfélagi hans Kári Jónsson og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Liðið þjálfar Ívar Ásgrímsson sem stýrði Haukum til glæsilegs sigurs á sjóðheitum ÍR-ingum. Paul Jones var með 77 prósenta skotnýtingu í leiknum, hitti 10 af 13 skotum sínum. Hann tók sjö fráköst og var með 26 framlagspunkta. Logi var einnig með 77 prósenta nýtingu. Af hans þrettán skotum voru þó tíu þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og fóru sjö þeirra ofan í körfuna. Hann kláraði sigur Njarðvíkinga á Tindastól með 29 stig og 30 í framlag. Tómas var stigahæstur Stjörnumanna í sigri þeirra á Keflavík suður með sjó með 22 stig og Pavel skoraði 17 í sigri KR á Hetti. Úrvalslið 12. umferðar Domino's deildar kvenna var skipað Haukakonunum Helenu Sverrisdóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur úr Val, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Danielle Rodriguez úr Stjörnunni. Helena var með hvorki meira né minna en 40 framlagspunkta í glæstum sigri Hauka á Breiðabliki. Hún skoraði 26 stig í leiknum. Anna Lóa skoraði „aðeins“ 15 stig en tímann sem hún var inni á vellinum unnu Haukar með 27 stigum. Keflavík vann mínúturnar sem Thelma Dís var inn á gegn Skallagrími með 26 stigum, hún skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og þremur stoðsendingum. Guðbjörg var stigahæst Valskvenna gegn Njarðvík með 22 stig. Hún tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira