Segir Game of Thrones hefjast aftur 2019 Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2017 10:21 Sophie Turner. Vísir/GEtty Leikkonan Sophie Turner, sem er hvað þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, segir að áttunda og síðasta þáttaröð verði ekki sýnd fyrr en á árinu 2019. Þetta sagði Turner í viðtali við við Variety. Um er að ræða sex þætti og verður hver þeirra allt að einn og hálfur tími að lengd. Talsmaður HBO sagði þó við Polygon að fyrirtækið gæti ekki staðfest hvenær sýning þáttanna hefst, að svo stöddu. Fregnir hafa borist af því að tökur muni mögulega standa yfir til næsta sumars. Þáttum sem Game of Thrones fylgir mikil eftirvinnsla og kannski sérstaklega núna þegar drekunum og hinum dauðu er farið að bregða meira fyrir. Tökur munu fara fram hér á landi í febrúar. Búist er við því að þær muni taka nokkra daga en ekki er vitað hvar tökurnar fara fram. Það mun að einhverju leyti ráðast af snjó. Ljóst þykir að HBO hagnast á því að sýna þættina árið 2019. Eins og bent er á á vef Entertainment Weekly var sjöunda þáttaröð sýnd svo seint á árinu að hún er að keppa um Emmy verðlaun á næsta ári. Þá er HBO einnig að fara að sýna nýja þáttaröð Westworld á næsta ári og forsvarsmenn HBO vilja án efa ekki að þeir þættir séu í beinni samkeppni við Game of Thrones. Í áðurnefndu viðtali ræddi Turner einnig hvernig næsta þáttaröð verður fyrir Sönsu og þá með sérstöku tilliti til þess að hún og Arya Stark drápu (loksins) Petyr Baelish eða Littlefinger. „Þetta verður flókið fyrir hana, því við enda síðustu þáttaraðar fannst henni eins og hún hefði stillt öllu upp. Fjölskyldan hennar var komin aftur saman og þau stjórnuðu Norðrinu á ný. Þessa þáttaröð hefur ný ógn stungið upp kollinum og allt í einu er hún komin aftur í djúpu laugina og það án Littlefinger. Það verður prófraun fyrir hana að sjá hvort hún komist í gegnum þetta. Það verður erfitt fyrir hana án þess að hafa þennan kænskumeistara sér við hlið.“ Game of Thrones Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikkonan Sophie Turner, sem er hvað þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, segir að áttunda og síðasta þáttaröð verði ekki sýnd fyrr en á árinu 2019. Þetta sagði Turner í viðtali við við Variety. Um er að ræða sex þætti og verður hver þeirra allt að einn og hálfur tími að lengd. Talsmaður HBO sagði þó við Polygon að fyrirtækið gæti ekki staðfest hvenær sýning þáttanna hefst, að svo stöddu. Fregnir hafa borist af því að tökur muni mögulega standa yfir til næsta sumars. Þáttum sem Game of Thrones fylgir mikil eftirvinnsla og kannski sérstaklega núna þegar drekunum og hinum dauðu er farið að bregða meira fyrir. Tökur munu fara fram hér á landi í febrúar. Búist er við því að þær muni taka nokkra daga en ekki er vitað hvar tökurnar fara fram. Það mun að einhverju leyti ráðast af snjó. Ljóst þykir að HBO hagnast á því að sýna þættina árið 2019. Eins og bent er á á vef Entertainment Weekly var sjöunda þáttaröð sýnd svo seint á árinu að hún er að keppa um Emmy verðlaun á næsta ári. Þá er HBO einnig að fara að sýna nýja þáttaröð Westworld á næsta ári og forsvarsmenn HBO vilja án efa ekki að þeir þættir séu í beinni samkeppni við Game of Thrones. Í áðurnefndu viðtali ræddi Turner einnig hvernig næsta þáttaröð verður fyrir Sönsu og þá með sérstöku tilliti til þess að hún og Arya Stark drápu (loksins) Petyr Baelish eða Littlefinger. „Þetta verður flókið fyrir hana, því við enda síðustu þáttaraðar fannst henni eins og hún hefði stillt öllu upp. Fjölskyldan hennar var komin aftur saman og þau stjórnuðu Norðrinu á ný. Þessa þáttaröð hefur ný ógn stungið upp kollinum og allt í einu er hún komin aftur í djúpu laugina og það án Littlefinger. Það verður prófraun fyrir hana að sjá hvort hún komist í gegnum þetta. Það verður erfitt fyrir hana án þess að hafa þennan kænskumeistara sér við hlið.“
Game of Thrones Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira