Hamas kalla eftir árásum á Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 10:34 Frá mótmælum í Palestínu í morgun. Vísir/AFP Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, kallar eftir árásum á, eða „uppreisn“ gegn Ísrael. Það gerir hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Haniyeh ræddi við stuðningsmenn Hamas á Gaza í morgun og sagði hann ákvörðun Trump vera „árás á fólk okkar og stríð gegn helgidómum okkar“, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann kallaði eftir því að árásirnar myndu hefjast á morgun, föstudag. Þá vill Haniyeh að árásirnar endist til að fá Trump og hernámsliðinu til að sjá eftir ákvörðuninni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst máliðÍsrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael. „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu. Sameinuð Jerúsalem er arabísk og íslömsk, og hún er höfuðborg Palestínu. Allrar Palestínu,“ sagði Haniyeh í morgun samkvæmt Reuters.Hann kallaði einnig eftir því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hætti allri friðarviðleitni við Ísrael og að Arabaríki slitu samskiptum sínum við ríkisstjórn Donald Trump.Umdeild ákvörðun innan Bandaríkjanna Mike Pence, varaforseti, studdi ákvörðunina, og sagði Trump að hans helstu stuðningsmenn myndu taka henni fagnandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, varnarmálaráðherra, voru báðir andvígir ákvörðun Trump. Samkvæmt frétt Washington Post, reyndu þeir báðir að fá forsetann til að skipta um skoðun. Tillerson varaði við því að afleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar.Þá báðu þeir um tíma til að skoða starfsstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og jafnvel víggirða þeir ef þörf þyki. Einn heimildarmaður Washington Post sagði Trump engan veginn gera sér grein fyrir afleiðingunum sem þessi ákvörðun gæti haft. Þegar væri mikil ólga á svæðinu vegna pólitískra aðgerða Sádi-Arabíu og sífellt sterkari stöðu Íran. Samkvæmt mörgum heimildarmönnum miðilsins tók forsetinn ákvörðunina eingöngu til þess að standa við kosningaloforð sitt og með engu tilliti til aðstæðna á svæðinu. Donald Trump Mið-Austurlönd Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, kallar eftir árásum á, eða „uppreisn“ gegn Ísrael. Það gerir hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Haniyeh ræddi við stuðningsmenn Hamas á Gaza í morgun og sagði hann ákvörðun Trump vera „árás á fólk okkar og stríð gegn helgidómum okkar“, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann kallaði eftir því að árásirnar myndu hefjast á morgun, föstudag. Þá vill Haniyeh að árásirnar endist til að fá Trump og hernámsliðinu til að sjá eftir ákvörðuninni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst máliðÍsrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael. „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu. Sameinuð Jerúsalem er arabísk og íslömsk, og hún er höfuðborg Palestínu. Allrar Palestínu,“ sagði Haniyeh í morgun samkvæmt Reuters.Hann kallaði einnig eftir því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hætti allri friðarviðleitni við Ísrael og að Arabaríki slitu samskiptum sínum við ríkisstjórn Donald Trump.Umdeild ákvörðun innan Bandaríkjanna Mike Pence, varaforseti, studdi ákvörðunina, og sagði Trump að hans helstu stuðningsmenn myndu taka henni fagnandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, varnarmálaráðherra, voru báðir andvígir ákvörðun Trump. Samkvæmt frétt Washington Post, reyndu þeir báðir að fá forsetann til að skipta um skoðun. Tillerson varaði við því að afleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar.Þá báðu þeir um tíma til að skoða starfsstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og jafnvel víggirða þeir ef þörf þyki. Einn heimildarmaður Washington Post sagði Trump engan veginn gera sér grein fyrir afleiðingunum sem þessi ákvörðun gæti haft. Þegar væri mikil ólga á svæðinu vegna pólitískra aðgerða Sádi-Arabíu og sífellt sterkari stöðu Íran. Samkvæmt mörgum heimildarmönnum miðilsins tók forsetinn ákvörðunina eingöngu til þess að standa við kosningaloforð sitt og með engu tilliti til aðstæðna á svæðinu.
Donald Trump Mið-Austurlönd Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira