Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2017 06:00 "Jerúsalem er höfuðborg Palestínu,“ sagði á borða þessara Palestínumanna sem mótmæltu áformum Bandaríkjaforseta í gær. Þeir brenndu jafnframt ísraelska fánann og mynd af Trump forseta. vísir/afp Bandaríkjamenn ætla að færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Í flutningunum er fólgin viðurkenning á því að hin sögufræga borg sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. Með þessu skrefi yrðu Bandaríkin eina ríkið með sendiráð í Jerúsalem. Eins og stendur eru hins vegar 86 sendiráð í Tel Avív. Leiðtogar múslimaríkja og Vesturlanda vöruðu í gær við skrefinu. Sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til dæmis að hann hefði áhyggjur af ákvörðun Trumps. Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 að skipta landsvæðinu á milli Araba og Ísraela var fyrirhugað að Jerúsalem yrði utan þess samkomulags. Hún yrði alþjóðleg borg. Þegar átökunum sem fylgdu í kjölfarið lauk árið 1949 voru Ísraelar hins vegar búnir að taka vesturhluta borgarinnar og Jórdanir stýrðu austurhlutanum. Þannig var staðan í átján ár allt þar til Ísraelar tóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Allar götur síðan hafa Ísraelar stýrt borginni í heild þótt Palestínumenn sjálfir, sem og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Ýmislegt hefur þó gerst undanfarin fimmtíu ár þótt Ísraelar hafi ekki misst tökin á Jerúsalem. Árið 1980 samþykkti ísraelska þingið frumvarp um að Jerúsalem yrði formlega höfuðborg ríkisins. Í kjölfarið færðu þau fáu ríki sem þar höfðu sendiráð aðstöðu sína til Tel Avív í mótmælaskyni. Kostaríka og El Salvador voru síðustu ríkin til þess árið 2006. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Sú lausn gengur út á að báðar þjóðir fái sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist hvort annars. Nákvæmlega hvar þau landamæri muni liggja er deiluefni. Manuel Hassassian, ræðismaður Palestínumanna á Bretlandi, sagði við BBC að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri dauðadómur yfir tveggja ríkja lausninni. Trump forseti lofaði í kosningabaráttu sinni að færa sendiráðið til Jerúsalem og segir ríkisstjórnin að með þessu skrefi sé einfaldlega verið að horfast í augu við raunveruleikann. Ákvörðunin muni á engan hátt skipta sköpum fyrir friðarviðræður. En Trump er langt frá því að vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vill flytja sendiráðið til Jerúsalem. Árið 1995 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem skuldbatt Bandaríkin til þess að flytja sendiráðið. Það var hins vegar aldrei gert og beittu þeir forsetar sem verið hafa við völd síðan, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, valdi sínu á hálfs árs fresti til þess að koma í veg fyrir flutningana. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla að færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Í flutningunum er fólgin viðurkenning á því að hin sögufræga borg sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. Með þessu skrefi yrðu Bandaríkin eina ríkið með sendiráð í Jerúsalem. Eins og stendur eru hins vegar 86 sendiráð í Tel Avív. Leiðtogar múslimaríkja og Vesturlanda vöruðu í gær við skrefinu. Sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til dæmis að hann hefði áhyggjur af ákvörðun Trumps. Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 að skipta landsvæðinu á milli Araba og Ísraela var fyrirhugað að Jerúsalem yrði utan þess samkomulags. Hún yrði alþjóðleg borg. Þegar átökunum sem fylgdu í kjölfarið lauk árið 1949 voru Ísraelar hins vegar búnir að taka vesturhluta borgarinnar og Jórdanir stýrðu austurhlutanum. Þannig var staðan í átján ár allt þar til Ísraelar tóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Allar götur síðan hafa Ísraelar stýrt borginni í heild þótt Palestínumenn sjálfir, sem og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Ýmislegt hefur þó gerst undanfarin fimmtíu ár þótt Ísraelar hafi ekki misst tökin á Jerúsalem. Árið 1980 samþykkti ísraelska þingið frumvarp um að Jerúsalem yrði formlega höfuðborg ríkisins. Í kjölfarið færðu þau fáu ríki sem þar höfðu sendiráð aðstöðu sína til Tel Avív í mótmælaskyni. Kostaríka og El Salvador voru síðustu ríkin til þess árið 2006. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Sú lausn gengur út á að báðar þjóðir fái sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist hvort annars. Nákvæmlega hvar þau landamæri muni liggja er deiluefni. Manuel Hassassian, ræðismaður Palestínumanna á Bretlandi, sagði við BBC að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri dauðadómur yfir tveggja ríkja lausninni. Trump forseti lofaði í kosningabaráttu sinni að færa sendiráðið til Jerúsalem og segir ríkisstjórnin að með þessu skrefi sé einfaldlega verið að horfast í augu við raunveruleikann. Ákvörðunin muni á engan hátt skipta sköpum fyrir friðarviðræður. En Trump er langt frá því að vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vill flytja sendiráðið til Jerúsalem. Árið 1995 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem skuldbatt Bandaríkin til þess að flytja sendiráðið. Það var hins vegar aldrei gert og beittu þeir forsetar sem verið hafa við völd síðan, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, valdi sínu á hálfs árs fresti til þess að koma í veg fyrir flutningana.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira