Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2017 19:32 Paulo Macchiarini. Vísir/afp Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar skýringum Tómasar Guðbjartssonar læknis um að hafi hann hafi blekkt Tómas í aðdraganda plastbarkaígræðslu sem Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir í Stokkhólmi árið 2011. Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam. Þetta kemur fram í frétt RÚV en rætt er við Macchiarini í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Óháð rannsóknarnefnd, sem falið var að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að plastbarkamálinu og skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans, kynnti skýrslu sína í október síðastliðinn. Var þáttur læknanna í aðgerðinni skoðaður, sem og í meðferðinni eftir aðgerð og aðkomu þeirra að vísindagrein sem birtist í læknatímaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmSegir Macchiarini hafa blekkt sig Í svörum sínum til nefndarinnar sagði Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig og að hann hafi ekki haft vitneskju um að ætlunin væri að græða plastbarka í Andemariam, sem sendur var frá Íslandi til meðferðar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Macchiarini segir í samtali sínu við RÚV að Tómas segi þar ekki satt og rétt frá. Macchiarini kveðst hafa beðið Tómas um allar „nauðsynlegar mælingar á barkanum, svo hægt væri að gera ígræðslu, en það [hafi] alltaf [verið] plan B. Tómas vissi vel að við gætum reynt að fjarlægja æxlið og græða barkann saman, en ef það gengi ekki þá þyrftum við að gera eitthvað annað,“ segir Macchiarini í samtali við RÚV. Macchiarini gagnrýnir sömuleiðis að íslenska rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband við sig og gefa sér færi á að segja sína hlið málsins. Í skýrslum sem gerðar hafa verið um plastbarkamálið hefur því ítrekað verið varpað fram að Macchiarini hafi orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar skýringum Tómasar Guðbjartssonar læknis um að hafi hann hafi blekkt Tómas í aðdraganda plastbarkaígræðslu sem Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir í Stokkhólmi árið 2011. Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam. Þetta kemur fram í frétt RÚV en rætt er við Macchiarini í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Óháð rannsóknarnefnd, sem falið var að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að plastbarkamálinu og skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans, kynnti skýrslu sína í október síðastliðinn. Var þáttur læknanna í aðgerðinni skoðaður, sem og í meðferðinni eftir aðgerð og aðkomu þeirra að vísindagrein sem birtist í læknatímaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmSegir Macchiarini hafa blekkt sig Í svörum sínum til nefndarinnar sagði Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig og að hann hafi ekki haft vitneskju um að ætlunin væri að græða plastbarka í Andemariam, sem sendur var frá Íslandi til meðferðar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Macchiarini segir í samtali sínu við RÚV að Tómas segi þar ekki satt og rétt frá. Macchiarini kveðst hafa beðið Tómas um allar „nauðsynlegar mælingar á barkanum, svo hægt væri að gera ígræðslu, en það [hafi] alltaf [verið] plan B. Tómas vissi vel að við gætum reynt að fjarlægja æxlið og græða barkann saman, en ef það gengi ekki þá þyrftum við að gera eitthvað annað,“ segir Macchiarini í samtali við RÚV. Macchiarini gagnrýnir sömuleiðis að íslenska rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband við sig og gefa sér færi á að segja sína hlið málsins. Í skýrslum sem gerðar hafa verið um plastbarkamálið hefur því ítrekað verið varpað fram að Macchiarini hafi orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00
Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30