Ætla að bjóða gjaldfrjáls námsgögn á næsta skólaári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 15:21 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, mælir nú fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar á fundi borgarstjórnar. Vísir/anton Meirihluti borgarstjórnar hefur lagt til að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum borgarinnar á næsta skólaári, 2018 til 2019. Verði þessi tillaga samþykkt , sem yfirgnæfandi líkur eru á, á fundi borgarstjórnar í dag bætist Reykjavíkurborg í hóp sveitarfélaga sem bjóða grunnskólabörnum gjaldfrjáls námsgögn. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá þessari tillögu í ræðu sem hann hélt á fundi borgarstjórnar í dag þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er nú til umræðu. „Með þessu er verið að bregðast meðal annars við ákalli Barnaheilla og foreldrafélaganna í Breiðholti og líka Framsóknar og flugvallarvina sem lögðu þetta til fyrr á þessu ári,“ sagði Dagur í ræðu sinni. Farið verður í útboð fyrir alla grunnskóla í Reykjavík og verður fjárheimildum skóla-og frístundasviðs breytt í samræmi við niðurstöður útboðsins, segir í tillögu meirihlutans. Þó nokkur umræða hefur farið fram undanfarin ár um gjaldfrjáls námsgögn og hafa Barnaheill bent á það kostnaður foreldra og forráðamanna grunnskólabarna vegna námsgagna geti hlaupið á tugum þúsunda. Þá benti Barnaheill á það í maí í fyrra að innkaupalistar grunnskólabarna samræmist ekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem hann kveður á um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds og að ekki megi mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Á meðal sveitarfélaga sem bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn eru Akranes, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Blönduós og Akureyri en á vef Barnaheilla má finna nánari upplýsingar um það hvaða sveitarfélög bjóða upp á þessa þjónustu. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fundi borgarstjórnar í beinni. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02 Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00 Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar hefur lagt til að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum borgarinnar á næsta skólaári, 2018 til 2019. Verði þessi tillaga samþykkt , sem yfirgnæfandi líkur eru á, á fundi borgarstjórnar í dag bætist Reykjavíkurborg í hóp sveitarfélaga sem bjóða grunnskólabörnum gjaldfrjáls námsgögn. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá þessari tillögu í ræðu sem hann hélt á fundi borgarstjórnar í dag þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er nú til umræðu. „Með þessu er verið að bregðast meðal annars við ákalli Barnaheilla og foreldrafélaganna í Breiðholti og líka Framsóknar og flugvallarvina sem lögðu þetta til fyrr á þessu ári,“ sagði Dagur í ræðu sinni. Farið verður í útboð fyrir alla grunnskóla í Reykjavík og verður fjárheimildum skóla-og frístundasviðs breytt í samræmi við niðurstöður útboðsins, segir í tillögu meirihlutans. Þó nokkur umræða hefur farið fram undanfarin ár um gjaldfrjáls námsgögn og hafa Barnaheill bent á það kostnaður foreldra og forráðamanna grunnskólabarna vegna námsgagna geti hlaupið á tugum þúsunda. Þá benti Barnaheill á það í maí í fyrra að innkaupalistar grunnskólabarna samræmist ekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem hann kveður á um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds og að ekki megi mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Á meðal sveitarfélaga sem bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn eru Akranes, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Blönduós og Akureyri en á vef Barnaheilla má finna nánari upplýsingar um það hvaða sveitarfélög bjóða upp á þessa þjónustu. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fundi borgarstjórnar í beinni.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02 Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00 Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02
Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00
Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00