Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2017 19:45 Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. Andstæðingur Bjarka Þórs að þessu sinni er Steve O‘Keefe en sá er reyndur og hefur meðal annars barist við Conor McGregor en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Íranum eins og flestir. „Hann virkar mjög góður. Er með svart belti í jörðinni sem og í tækvondó. Bara öllum bardagaíþróttum sem hægt er að vera með svart belti í held ég,“ segir Bjarki Þór. „Hann hefur farið gegn þeim bestu úti eins og Conor en reyndar tapað fyrir þeim. Ég býst við ótrúlega góðum bardaga. Ég spái því að ég hengi hann í annarri lotu. Ég ætla aðeins að marinera hann fyrst eins og Bubbi sagði.“Hann verður frá 4-2 eftir laugardaginn Bjarki Ómarsson er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga en það hafa margir beðið eftir því að hann stígi stóra skrefið á sínum ferli og nú er loksins komið að því. „Ég er ekkert að horfa á þetta öðruvísi en þegar ég var að keppa sem áhugamaður. Ég ætla alla leið og þessi bardagi er ekkert öðruvísi en hinir,“ segir Bjarki en hann fær andstæðing sem er reynslumeiri en hann. „Hann er búinn með fimm bardaga og er 4-1. Hann verður aftur á móti 4-2 næsta laugardag. Það er bara svoleiðis. Ég held að þetta verði önnur lota. Ég prufa mig aðeins í fyrstu lotu og svo klára ég hann í annarri.“ Bjarkarnir nota ekki skírnarnafnið sitt á erlendri grundu og eru ekkert að lenda í því að fólk ruglist á þeim. „Þegar við erum úti þá er ég Thor en hann er Bjarki The Kid,“ segir Bjarki Þór en hefur hann ekkert rætt það við viðskiptajöfurinn Björgólf Thor sem notar líka Thor erlendis? „Jú, við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn,“ segir Bjarki Þór og hlær. Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan. MMA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. Andstæðingur Bjarka Þórs að þessu sinni er Steve O‘Keefe en sá er reyndur og hefur meðal annars barist við Conor McGregor en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Íranum eins og flestir. „Hann virkar mjög góður. Er með svart belti í jörðinni sem og í tækvondó. Bara öllum bardagaíþróttum sem hægt er að vera með svart belti í held ég,“ segir Bjarki Þór. „Hann hefur farið gegn þeim bestu úti eins og Conor en reyndar tapað fyrir þeim. Ég býst við ótrúlega góðum bardaga. Ég spái því að ég hengi hann í annarri lotu. Ég ætla aðeins að marinera hann fyrst eins og Bubbi sagði.“Hann verður frá 4-2 eftir laugardaginn Bjarki Ómarsson er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga en það hafa margir beðið eftir því að hann stígi stóra skrefið á sínum ferli og nú er loksins komið að því. „Ég er ekkert að horfa á þetta öðruvísi en þegar ég var að keppa sem áhugamaður. Ég ætla alla leið og þessi bardagi er ekkert öðruvísi en hinir,“ segir Bjarki en hann fær andstæðing sem er reynslumeiri en hann. „Hann er búinn með fimm bardaga og er 4-1. Hann verður aftur á móti 4-2 næsta laugardag. Það er bara svoleiðis. Ég held að þetta verði önnur lota. Ég prufa mig aðeins í fyrstu lotu og svo klára ég hann í annarri.“ Bjarkarnir nota ekki skírnarnafnið sitt á erlendri grundu og eru ekkert að lenda í því að fólk ruglist á þeim. „Þegar við erum úti þá er ég Thor en hann er Bjarki The Kid,“ segir Bjarki Þór en hefur hann ekkert rætt það við viðskiptajöfurinn Björgólf Thor sem notar líka Thor erlendis? „Jú, við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn,“ segir Bjarki Þór og hlær. Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan.
MMA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira