Hera Björk og Birkir tennisfólk ársins 2017 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 20:45 Hera Björk og Birkir áttu gott ár. mynd/tsí Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um tennisfólk ársins af vefsíðu Tennissambandsins.Birkir Gunnarsson er gríðarlega öflugur tennisspilari og hefur verið meðal okkar fremstu spilara í mörg ár. Síðustu þrjú árin hefur Birkir verið við nám í Bandaríkjunum og kláraði nú í vor BA nám í Viðskiptafræði frá Auburn Montgomery University í Alabama þar sem hann var á tennisstyrk. Auburn Montgomery keppir í NCAA 2 deildinni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu spilaði Birkir 17 leiki fyrir skólann og vann 13 þeirra. Hann var valinn Most Improved Player 2017 hjá háskólanum. Margir háskólar í suðurríkjum eru með mjög sterk tennislið og samkeppnin því mikil. Birkir kom til Íslands til að taka þátt í Íslandsmóti innanhúss 2017 og vann það mót. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Bulgaríu. Birkir vann þar tvo leiki í einliðaleik og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslandhönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino. Undanfarin misseri hefur Birkir æft og spilað tennis í Los Angeles.Hera Björk Brynjarsdóttir hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðning og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn pari frá Kenýa. Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verslunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar. Fréttir ársins 2017 Tennis Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Tennissamband Íslands hefur valið tennismann og tenniskonu ársins 2017. Birkir Gunnarsson er tennismaður ársins og Hera Björk Brynjarsdóttir tenniskona ársins. Hér fyrir neðan má lesa umsögn um tennisfólk ársins af vefsíðu Tennissambandsins.Birkir Gunnarsson er gríðarlega öflugur tennisspilari og hefur verið meðal okkar fremstu spilara í mörg ár. Síðustu þrjú árin hefur Birkir verið við nám í Bandaríkjunum og kláraði nú í vor BA nám í Viðskiptafræði frá Auburn Montgomery University í Alabama þar sem hann var á tennisstyrk. Auburn Montgomery keppir í NCAA 2 deildinni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu spilaði Birkir 17 leiki fyrir skólann og vann 13 þeirra. Hann var valinn Most Improved Player 2017 hjá háskólanum. Margir háskólar í suðurríkjum eru með mjög sterk tennislið og samkeppnin því mikil. Birkir kom til Íslands til að taka þátt í Íslandsmóti innanhúss 2017 og vann það mót. Hann var fyrirliði landsliðs karla sem tók þátt í Davis Cup í Sozopolo, Bulgaríu. Birkir vann þar tvo leiki í einliðaleik og tapaði tveimur. Hann keppti einnig fyrir Íslandhönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marino. Undanfarin misseri hefur Birkir æft og spilað tennis í Los Angeles.Hera Björk Brynjarsdóttir hefur verið meðal okkar bestu tenniskvenna um árabil. Hún hefur átt gott ár og auk þess að hafa unnið Meistaramótið í lok árs 2016 vann hún Íslandsmótið Innanhúss 2017 og einnig fyrsta og annað Stórmót TSÍ á árinu. Í tvíliðaleik vann hún íslandsmeistaratitil utanhúss ásamt meðspilara sínum. Hera Björk var fyrirliði landsliðs kvenna sem fór á FED Cup í sumar til Chisnau, Moldavíu. Liðið stóð sig vel með hennar stuðning og vann Hera ásamt meðspilara sínum einn tvíliðaleik gegn pari frá Kenýa. Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó. Hera Björk kláraði Verslunarskóla Íslands í vor og flutti stuttu síðar til Frankfurt þar sem hún hefur verið að æfa stíft í SAFO Tennisclub. Hera Björk hefur nú hlotið fullan skólastyrk í Valdosta State University í Georgíu, Bandaríkjunum og mun hún flytja út í janúar.
Fréttir ársins 2017 Tennis Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira