Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 15:48 Félagið segir það vekja athygli að konur skipi 36 prósent af nefndarsætum en séu 38 prósent af þingmönnum. Vísir/Ernir Kvenréttindafélag Íslands hefur kært Alþingi til kærunefndar jafnréttismála og sakar Alþingi um brot á jafnréttislögum. Sérstaklega er vísað til skipanar í fjárlaganefnd Alþingis en í síðustu viku tóku átta karlar þar sæti og ein kona. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé skýrt brot á 15. grein jafnréttislaga. Þar sé kveðið á um að í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent af hvoru kyni. Í fjárlaganefnd eru hlutföllin 89 prósent gegn ellefu. „Kvenréttindafélag Íslands hefur margoft skorað á og hvatt Alþingi og stjórnvöld að gæta að kynjahlutföllum við skipan ríkisstjórnar og við skipan í nefndir og ráð, nánar tiltekið fjórum sinnum á síðastliðnu ári, síðast 14. nóvember síðastliðinn. Að mati Kvenréttindafélagsins hefur Alþingi nú sýnt í verki að jafnréttislög eru hreinlega virt að vettugi við skipan í nefndir og því taldi félagið ljóst að leita þyrfti annarra leiða en að senda út ályktanir og áskoranir,“ segir í tilkynningunni. Enn fremur segir félagið að þegar horft sé til annarra nefnda þingsins komi í ljós að fimm af átta séu ekki í samræmi við jafnréttislög og halli á konur í öllum nefndum nema einni. Þá veki athygli að konur skipi 36 prósent af nefndarsætum en séu 38 prósent af þingmönnum. „Kvenréttindafélag Íslands leggur fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna skipunar í þá nefnd sem kynjahlutföllin eru verst, fjárlaganefnd, og telur félagið að þetta sé í fyrsta sinn sem það er gert. Það er með engu ásættanlegt að löggjafinn fylgi ekki lögum. Við sættum okkur ekki lengur við það að konur eigi ekki sæti við borðið. Kynjajafnrétti og jöfn þátttaka kvenna og karla í ákvarðanatöku er grundvöllur lýðræðisins, sem og hagsældar og velferðar okkar allra.“Lesa má kæruna hér. Alþingi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands hefur kært Alþingi til kærunefndar jafnréttismála og sakar Alþingi um brot á jafnréttislögum. Sérstaklega er vísað til skipanar í fjárlaganefnd Alþingis en í síðustu viku tóku átta karlar þar sæti og ein kona. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé skýrt brot á 15. grein jafnréttislaga. Þar sé kveðið á um að í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent af hvoru kyni. Í fjárlaganefnd eru hlutföllin 89 prósent gegn ellefu. „Kvenréttindafélag Íslands hefur margoft skorað á og hvatt Alþingi og stjórnvöld að gæta að kynjahlutföllum við skipan ríkisstjórnar og við skipan í nefndir og ráð, nánar tiltekið fjórum sinnum á síðastliðnu ári, síðast 14. nóvember síðastliðinn. Að mati Kvenréttindafélagsins hefur Alþingi nú sýnt í verki að jafnréttislög eru hreinlega virt að vettugi við skipan í nefndir og því taldi félagið ljóst að leita þyrfti annarra leiða en að senda út ályktanir og áskoranir,“ segir í tilkynningunni. Enn fremur segir félagið að þegar horft sé til annarra nefnda þingsins komi í ljós að fimm af átta séu ekki í samræmi við jafnréttislög og halli á konur í öllum nefndum nema einni. Þá veki athygli að konur skipi 36 prósent af nefndarsætum en séu 38 prósent af þingmönnum. „Kvenréttindafélag Íslands leggur fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna skipunar í þá nefnd sem kynjahlutföllin eru verst, fjárlaganefnd, og telur félagið að þetta sé í fyrsta sinn sem það er gert. Það er með engu ásættanlegt að löggjafinn fylgi ekki lögum. Við sættum okkur ekki lengur við það að konur eigi ekki sæti við borðið. Kynjajafnrétti og jöfn þátttaka kvenna og karla í ákvarðanatöku er grundvöllur lýðræðisins, sem og hagsældar og velferðar okkar allra.“Lesa má kæruna hér.
Alþingi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira