Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2017 15:32 Atla Rafn Sigurðarsyni hefur verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Vísir/Ernir Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu, sem hann segir þarfa umræðu í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atla Rafni. Hann segir að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar séu, frá hvaða tíma, hverjir eigi í hlut né nokkuð annað sem geri það að verkum að hann geti tjáð sig um þær. Þess vegna muni hann ekki tjá sig frekar um málið. Hann þakkar starfsfólki Borgarleikhússins fyrir samstarfið og segist harma að það hafi endað á þessum nótum. Vísir greindi frá því í morgun að Atla Rafni hefði verið sagt upp störfum vegna ásakana sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna.Jólasýningunni frestað Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið sendi frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns fyrr í dag. Þar segir að ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og staðfestir leikhúsið í tilkynningunni að það sé vegna breytingar á leikarahópi Medeu og að einum af aðalleikurum sýningarinnar hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Ný dagsetning á frumsýningu Medeu verður tilkynnt síðar.Yifrlýsing Atla Rafns:Í fjölmiðlum í dag kom fram að mér hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Brottreksturinn kemur til vegna nafnlausra ásakana á hendur mér, sem tengjast þeirri þörfu umræðu í samfélaginu sem kennd er við „Me Too“.Mér hefur ekki verið greint frá því hvers eðlis þær ásakanir eru, frá hvaða tíma, hverjir eiga í hlut, né nokkuð annað sem getur gert það að verkum að ég geti tjáð mig um þær. Vegna þess mun ég ekki tjá mig frekar um málið.Ég þakka starfsfólki Borgarleikhússins kærlega fyrir samstarfið og harma að það hafi endað á þessum nótum. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu MeToo Tengdar fréttir Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu, sem hann segir þarfa umræðu í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atla Rafni. Hann segir að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar séu, frá hvaða tíma, hverjir eigi í hlut né nokkuð annað sem geri það að verkum að hann geti tjáð sig um þær. Þess vegna muni hann ekki tjá sig frekar um málið. Hann þakkar starfsfólki Borgarleikhússins fyrir samstarfið og segist harma að það hafi endað á þessum nótum. Vísir greindi frá því í morgun að Atla Rafni hefði verið sagt upp störfum vegna ásakana sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna.Jólasýningunni frestað Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið sendi frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns fyrr í dag. Þar segir að ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og staðfestir leikhúsið í tilkynningunni að það sé vegna breytingar á leikarahópi Medeu og að einum af aðalleikurum sýningarinnar hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Ný dagsetning á frumsýningu Medeu verður tilkynnt síðar.Yifrlýsing Atla Rafns:Í fjölmiðlum í dag kom fram að mér hafi verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Brottreksturinn kemur til vegna nafnlausra ásakana á hendur mér, sem tengjast þeirri þörfu umræðu í samfélaginu sem kennd er við „Me Too“.Mér hefur ekki verið greint frá því hvers eðlis þær ásakanir eru, frá hvaða tíma, hverjir eiga í hlut, né nokkuð annað sem getur gert það að verkum að ég geti tjáð mig um þær. Vegna þess mun ég ekki tjá mig frekar um málið.Ég þakka starfsfólki Borgarleikhússins kærlega fyrir samstarfið og harma að það hafi endað á þessum nótum.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu MeToo Tengdar fréttir Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00
Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32