Flugvirkjar óttast lagasetningu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. desember 2017 12:25 Flugvirkjar segjast hafa dregið af sínum kröfum. Vísir/sigurjón Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. Annar dagur verkfalls flugvirkja hjá Iclandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda flugfarþegar og snemma í morgun var röð farin að myndast utan við söluskrifstofur Icelandair á keflavíkurflugvelli þar sem fólk reyndi að fá úrlausn sinna mála. Sjö flugferðum til og frá Evrópu og ellefu ferðum til og frá Ameríku og Kanada hefur verið aflýst.Samningafundi Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands var slitið um klukkan fjögur í nótt án þess að viðræður höfðu borið árangur og segir formaður Flugvirkjafélagins að félagið hafa svarað tilboði Icelandair en því hafi verið hafnað.Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við höfum hnikað verulega frá okkar upphaflegu kröfu, það er alveg ljóst. Við lögðum fram tilboð sem var svar okkar við því tilboði sem við fengum frá viðsemjendum okkar og það innihélt svona mestmegnis þær kröfur sem að við höfum verið með en það var búið að lengja í samningstímanum og við töldum það vera leið til sátta,“ segir Óskar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skoða verði heildarmyndina þegar samið verði við flugvirkja og að þeirra samningur muni hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Allar hækkanir sem fram koma í samningi SA við Flugvirkjafélagið munu flæða yfir í aðra kjarasamninga hvern á fætur öðrum þangað til síðasta vígi efnahagslegs stöðugleika verður fallið. Þetta er ástæða þess að Samtök atvinnulífsins verða að standa í lappirnar,“ segir Halldór. Formaður Flugvirkjafélagsins segist telja að Samtök atvinnulífsins og Icelandair bíði eftir að stjórnvöld grípi inn í deiluna og setji lög á verkfallið.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gva„Eftir nóttina í nótt þá svona lyktar umhverfið allt í þá átt. Ég myndi segja það að það væri hugsanlega það sem okkar viðsemjendur eru að vona að geta beitt,“ segir Óskar Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að grunur leikur á að verkfallsbrot hafi verið fram þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst gær morgun og segir Óskar að það sé í skoðun hjá félaginu. „Það hefur ekki komið formlega komið inn á okkar borð en vissulega höfum við frétt af því,“ segir Óskar. „Það er einhver grunur um það að menn sem að eru allavega að vinna innan tæknideildarinnar hafi sést á vettvangi þar sem þeir eru vanir að vera dags daglega.“ Óskar segir verkfallið farið að kosta Icelandair verulega fjármuni. „Þetta er farið að kosta þá allavega mun meira heldur en ber á milli, það er alveg ljóst. Það eru einhverjar undarlegar hvatir sem eru á bak við þetta á þessum tímapunkti,“ segir Óskar. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. Annar dagur verkfalls flugvirkja hjá Iclandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda flugfarþegar og snemma í morgun var röð farin að myndast utan við söluskrifstofur Icelandair á keflavíkurflugvelli þar sem fólk reyndi að fá úrlausn sinna mála. Sjö flugferðum til og frá Evrópu og ellefu ferðum til og frá Ameríku og Kanada hefur verið aflýst.Samningafundi Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands var slitið um klukkan fjögur í nótt án þess að viðræður höfðu borið árangur og segir formaður Flugvirkjafélagins að félagið hafa svarað tilboði Icelandair en því hafi verið hafnað.Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við höfum hnikað verulega frá okkar upphaflegu kröfu, það er alveg ljóst. Við lögðum fram tilboð sem var svar okkar við því tilboði sem við fengum frá viðsemjendum okkar og það innihélt svona mestmegnis þær kröfur sem að við höfum verið með en það var búið að lengja í samningstímanum og við töldum það vera leið til sátta,“ segir Óskar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skoða verði heildarmyndina þegar samið verði við flugvirkja og að þeirra samningur muni hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Allar hækkanir sem fram koma í samningi SA við Flugvirkjafélagið munu flæða yfir í aðra kjarasamninga hvern á fætur öðrum þangað til síðasta vígi efnahagslegs stöðugleika verður fallið. Þetta er ástæða þess að Samtök atvinnulífsins verða að standa í lappirnar,“ segir Halldór. Formaður Flugvirkjafélagsins segist telja að Samtök atvinnulífsins og Icelandair bíði eftir að stjórnvöld grípi inn í deiluna og setji lög á verkfallið.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gva„Eftir nóttina í nótt þá svona lyktar umhverfið allt í þá átt. Ég myndi segja það að það væri hugsanlega það sem okkar viðsemjendur eru að vona að geta beitt,“ segir Óskar Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að grunur leikur á að verkfallsbrot hafi verið fram þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst gær morgun og segir Óskar að það sé í skoðun hjá félaginu. „Það hefur ekki komið formlega komið inn á okkar borð en vissulega höfum við frétt af því,“ segir Óskar. „Það er einhver grunur um það að menn sem að eru allavega að vinna innan tæknideildarinnar hafi sést á vettvangi þar sem þeir eru vanir að vera dags daglega.“ Óskar segir verkfallið farið að kosta Icelandair verulega fjármuni. „Þetta er farið að kosta þá allavega mun meira heldur en ber á milli, það er alveg ljóst. Það eru einhverjar undarlegar hvatir sem eru á bak við þetta á þessum tímapunkti,“ segir Óskar.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57