Fær 800 þúsund í eingreiðslu Baldur Guðmundsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. akureyrarbær Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans. Í viðaukanum felst að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma. Launin taka breytingum samkvæmt vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og júlí. Laun Eiríks Björns voru 1.473 þúsund krónur á mánuði sumarið 2016 en hækkuðu, vegna ákvörðunar bæjarráðs í gærmorgun, í 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar 2017. Þau hækkuðu svo í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní og standa þar. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017 nemur 7,3 prósentustigum. Laun hans hafa hækkað um 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Bæjarstjórinn gæti átt von á annarri launahækkun um mánaðamótin en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan frá júní til október um 1,1 prósent. Ef vísitalan hækkar ekki meira síðustu tvo mánuði ársins nemur vænt hækkun á launum Eiríks rúmum 17 þúsund krónum. Fram kom í úttekt sem DV gerði á launum bæjarstjóra landsins í sumar að Eiríkur fengi að auki greitt fyrir notkun á eigin bifreið í þágu bæjarins. Fram kom að hann fengi ekki sérstaklega greitt fyrir setu á fundum nefnda, ráða eða bæjarstjórnar. Uppfært kl. 08:22: Upphaflega stóð í fréttinni að launin tækju breytingum skv. vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og desember. Það er ekki rétt heldur taka launin breytingum í janúar og júlí. Þetta hefur verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans. Í viðaukanum felst að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma. Launin taka breytingum samkvæmt vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og júlí. Laun Eiríks Björns voru 1.473 þúsund krónur á mánuði sumarið 2016 en hækkuðu, vegna ákvörðunar bæjarráðs í gærmorgun, í 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar 2017. Þau hækkuðu svo í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní og standa þar. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017 nemur 7,3 prósentustigum. Laun hans hafa hækkað um 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Bæjarstjórinn gæti átt von á annarri launahækkun um mánaðamótin en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan frá júní til október um 1,1 prósent. Ef vísitalan hækkar ekki meira síðustu tvo mánuði ársins nemur vænt hækkun á launum Eiríks rúmum 17 þúsund krónum. Fram kom í úttekt sem DV gerði á launum bæjarstjóra landsins í sumar að Eiríkur fengi að auki greitt fyrir notkun á eigin bifreið í þágu bæjarins. Fram kom að hann fengi ekki sérstaklega greitt fyrir setu á fundum nefnda, ráða eða bæjarstjórnar. Uppfært kl. 08:22: Upphaflega stóð í fréttinni að launin tækju breytingum skv. vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og desember. Það er ekki rétt heldur taka launin breytingum í janúar og júlí. Þetta hefur verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira