Útgjöld ríkisins aukast um tvö prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Bjarni Benediktsson greindi frá því í gær að ríkisstjórnin myndi leggja fram nýja fjármálaáætlun. Í henni er gert ráð fyrir að afkoman fyrir ríkissjóð verði ekki lægri en 1,2 prósent af landsframleiðslu. vísir/Ernir Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2018 eru áætluð um 805 milljarðar króna í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í gær. Það eru fimmtán milljarðar umfram það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ráðgert. Áætlað er að afgangur af fjárlögunum verði 35 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs fer til félags-, húsnæðis- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 209 milljarðar króna og útgjöld til félags, húsnæðis- og tryggingarmála eru áætluð 211 milljarðar. Samtals nema þessi útgjöld meira en helmingi af heildarútgjöldum ríkissjóðs.Ágúst Ólafur Ágústsson„Það er verulegar viðbætur í heilbrigðismál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fé væri lagt í umtalsverðar umbætur í heilsugæslu sem hann segir að verið sé að styrkja verulega þessi árin. „Það er töluvert mikið inn í rekstur Landspítalans og annarra sjúkrastofnana víðsvegar um landið sem nemur 8,5 milljörðum þegar saman er tekið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Samkvæmt nýja frumvarpinu eru útgjöld til mennta- og menningarmála áætluð 99 milljarðar eða um 12% af heildarútgjöldum ríkisins. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið. „Þetta er ekki skynsamlegasta blandan að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma. Ég myndi að minnsta kosti ekki panta mér þennan kokteil á bar. Hann gæti orðið bitur og súr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nýja frumvarpið vera svik við kjósendur. „Það er alveg ljóst að Vinstri græn hafa selt sig afskaplega ódýrt til að fá þrjá ráðherrastóla. Það er engin innspýting í innviði eins og Vinstri grænir lofuðu,“ segir hann. „Þetta er 98 prósent eins og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu harðlega,“ segir Ágúst og bætir við að tekjuöflunin sé veik. „Það eru engar tekjur af erlendum ferðamönnum, sjávarútvegurinn er áfram stikkfrí, það er ekki talað um auðlegðarskatt eins og Vinstri græn lögðu áherslu á. Auknar arðgreiðslur úr bönkunum sjást hvergi. Þannig að það er ekki bara að velferðarmálin og menntamálin fá lítið heldur eru tekjuleiðirnar ekki nýttar eins og ætti að gera á hátindi uppsveiflunnar. Þannig að þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur og fær algjöra falleinkunn.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2018 eru áætluð um 805 milljarðar króna í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í gær. Það eru fimmtán milljarðar umfram það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ráðgert. Áætlað er að afgangur af fjárlögunum verði 35 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs fer til félags-, húsnæðis- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 209 milljarðar króna og útgjöld til félags, húsnæðis- og tryggingarmála eru áætluð 211 milljarðar. Samtals nema þessi útgjöld meira en helmingi af heildarútgjöldum ríkissjóðs.Ágúst Ólafur Ágústsson„Það er verulegar viðbætur í heilbrigðismál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fé væri lagt í umtalsverðar umbætur í heilsugæslu sem hann segir að verið sé að styrkja verulega þessi árin. „Það er töluvert mikið inn í rekstur Landspítalans og annarra sjúkrastofnana víðsvegar um landið sem nemur 8,5 milljörðum þegar saman er tekið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Samkvæmt nýja frumvarpinu eru útgjöld til mennta- og menningarmála áætluð 99 milljarðar eða um 12% af heildarútgjöldum ríkisins. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið. „Þetta er ekki skynsamlegasta blandan að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma. Ég myndi að minnsta kosti ekki panta mér þennan kokteil á bar. Hann gæti orðið bitur og súr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nýja frumvarpið vera svik við kjósendur. „Það er alveg ljóst að Vinstri græn hafa selt sig afskaplega ódýrt til að fá þrjá ráðherrastóla. Það er engin innspýting í innviði eins og Vinstri grænir lofuðu,“ segir hann. „Þetta er 98 prósent eins og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu harðlega,“ segir Ágúst og bætir við að tekjuöflunin sé veik. „Það eru engar tekjur af erlendum ferðamönnum, sjávarútvegurinn er áfram stikkfrí, það er ekki talað um auðlegðarskatt eins og Vinstri græn lögðu áherslu á. Auknar arðgreiðslur úr bönkunum sjást hvergi. Þannig að það er ekki bara að velferðarmálin og menntamálin fá lítið heldur eru tekjuleiðirnar ekki nýttar eins og ætti að gera á hátindi uppsveiflunnar. Þannig að þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur og fær algjöra falleinkunn.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira