Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 09:12 Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, eru nú stödd hér á landi. Þau munu meðal annars funda með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. Acheson og Wright eru fulltrúar ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, en samtökin eru handhafar friðarverðlauna Nóbels í ár. Acheson og Wright eru nú stödd hér á landi og komu hingað beint frá Osló þar sem þau voru viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna. Acheson og Wright munu á fundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag ræða um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Í sumar greiddu 122 þjóðir atkvæði með samningnum á allsherjarþingi SÞ en Ísland var ekki þar á meðal. Það segja þau Acheson og Wright mikil vonbrigði en Ísland skipaði sér í sveit með öðrum NATO-þjóðum og sniðgekk samninginn og atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu í sumar. Engin NATO-þjóð hefur skrifað undir samninginn. „Forsetar og forsætisráðherrar NATO-þjóðanna sýna ekki hugrekki heldur koma fram saman og eru ekki að hugsa raunverulega um öryggi þegna sinna. Það þarf aðeins einn leiðtoga til að vísa veginn og þá er ég viss um að að aðrir muni fylgja á eftir. Við vonumst til að nýi forsætisráðherrann hér, Katrín Jakobsdóttir, geti verið einhver sem vísi þennan veg,“ segir Wright í samtali við Vísi.Katrín skrifaði undir þingmannaheit ICAN Hann bendir á að áður en Katrín varð forsætisráðherra skrifaði hún undir svokallað Parliamentary Pledge hjá ICAN, eða þingmannaheit. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna að undirritun og fullgildingu samningsins í sínu heimalandi. Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Eins og áður segir munu Acheson og Wright ræða um samninginn um bann við kjarnorkuvopnum á þingi í Háskóla Íslands í dag. Þá munu þau einnig hitta Katrínu Jakobsdóttur og þingflokk Vinstri grænna auk þess sem þau munu hitta þingmenn Pírata. Á morgun munu Acheson og Wright síðan hitta skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ekki tök á að hitta fulltrúa ICAN, friðarverðlaunahafa Nóbels, á meðan þau eru hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Acheson og Wright úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en ítarlegra viðtal við þau birtist hér á Vísi síðar í vikunni. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem hún var ekki málfræðilega rétt í upphafi. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. Acheson og Wright eru fulltrúar ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, en samtökin eru handhafar friðarverðlauna Nóbels í ár. Acheson og Wright eru nú stödd hér á landi og komu hingað beint frá Osló þar sem þau voru viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna. Acheson og Wright munu á fundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag ræða um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Í sumar greiddu 122 þjóðir atkvæði með samningnum á allsherjarþingi SÞ en Ísland var ekki þar á meðal. Það segja þau Acheson og Wright mikil vonbrigði en Ísland skipaði sér í sveit með öðrum NATO-þjóðum og sniðgekk samninginn og atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu í sumar. Engin NATO-þjóð hefur skrifað undir samninginn. „Forsetar og forsætisráðherrar NATO-þjóðanna sýna ekki hugrekki heldur koma fram saman og eru ekki að hugsa raunverulega um öryggi þegna sinna. Það þarf aðeins einn leiðtoga til að vísa veginn og þá er ég viss um að að aðrir muni fylgja á eftir. Við vonumst til að nýi forsætisráðherrann hér, Katrín Jakobsdóttir, geti verið einhver sem vísi þennan veg,“ segir Wright í samtali við Vísi.Katrín skrifaði undir þingmannaheit ICAN Hann bendir á að áður en Katrín varð forsætisráðherra skrifaði hún undir svokallað Parliamentary Pledge hjá ICAN, eða þingmannaheit. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna að undirritun og fullgildingu samningsins í sínu heimalandi. Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Eins og áður segir munu Acheson og Wright ræða um samninginn um bann við kjarnorkuvopnum á þingi í Háskóla Íslands í dag. Þá munu þau einnig hitta Katrínu Jakobsdóttur og þingflokk Vinstri grænna auk þess sem þau munu hitta þingmenn Pírata. Á morgun munu Acheson og Wright síðan hitta skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ekki tök á að hitta fulltrúa ICAN, friðarverðlaunahafa Nóbels, á meðan þau eru hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Acheson og Wright úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en ítarlegra viðtal við þau birtist hér á Vísi síðar í vikunni. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem hún var ekki málfræðilega rétt í upphafi.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00
Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05
Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34