Fjórði stærsti dagur ársins á bráðamóttökunni í gær Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 19:00 Mikið hefur verið um hálkuslys síðustu daga. Vísir/Daníel Síðustu dagar hafa verið annasamir á bráðadeild landspítalans. Alls komu 157 sjúklingar á deildina í gær og er það langt yfir meðaltali. Deildarstjóri bráða- og göngudeildar segir að mikið hafi verið um beinbrot og hálkuslys. Á venjulegum degi koma um 100 sjúklingar á bráða- og göngudeild landspítalans. Í gær voru þeir 157 og milli 8 og 16 í dag komu 88 manns. „Það er búið að vera mikið um hálkuslys. Þetta var fjórði stærsti dagurinn á árinu hjá okkur í gær í aðkomutölum. Það var mikið um brot og áverka. Einhverjir sem þurftu í aðgerð og það hélt bara áfram í dag,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildastjóri bráða- og göngudeildar, í samtali við Vísi.Er fólk að slasa sig alvarlega? „Já það er hægt að segja það. Það eru beinbrot og mikið um úlnliðsbrot. Mörg af þeim þarf að toga í og setja í réttar skorður. Þetta er heilmikið inngrip og mikið tjón fyrir fólk.“Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráða- og göngudeildar.Vísir/PjeturBryndís segir að komutölur á bráðadeildina taki alltaf kipp þegar hálkan lætur kræla á sér. Nánast sé hægt að sjá hversu annasamur dagurinn verður á veðurspám dagsins. „Sérstaklega þessir fyrstu hálkudagar. Það var strax núna í október þegar fyrsta hálkan kom, þá var mjög stór dagur. Þá voru yfir 130 manns að koma til okkar dag eftir dag. 160 var það mesta en eins og ég segi, þetta er alltaf þegar hálkan kemur.“ Hún segir að bæði sé um að ræða bílslys, aftanákeyrslur sem og slys þar sem fólk hreinlega dettur í hálku. „Það er bara að brýna fyrir fólki að nota mannbrodda, á svona dögum þá er það hreinlega það eina sem virkar.“ Heilbrigðismál Veður Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið annasamir á bráðadeild landspítalans. Alls komu 157 sjúklingar á deildina í gær og er það langt yfir meðaltali. Deildarstjóri bráða- og göngudeildar segir að mikið hafi verið um beinbrot og hálkuslys. Á venjulegum degi koma um 100 sjúklingar á bráða- og göngudeild landspítalans. Í gær voru þeir 157 og milli 8 og 16 í dag komu 88 manns. „Það er búið að vera mikið um hálkuslys. Þetta var fjórði stærsti dagurinn á árinu hjá okkur í gær í aðkomutölum. Það var mikið um brot og áverka. Einhverjir sem þurftu í aðgerð og það hélt bara áfram í dag,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildastjóri bráða- og göngudeildar, í samtali við Vísi.Er fólk að slasa sig alvarlega? „Já það er hægt að segja það. Það eru beinbrot og mikið um úlnliðsbrot. Mörg af þeim þarf að toga í og setja í réttar skorður. Þetta er heilmikið inngrip og mikið tjón fyrir fólk.“Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráða- og göngudeildar.Vísir/PjeturBryndís segir að komutölur á bráðadeildina taki alltaf kipp þegar hálkan lætur kræla á sér. Nánast sé hægt að sjá hversu annasamur dagurinn verður á veðurspám dagsins. „Sérstaklega þessir fyrstu hálkudagar. Það var strax núna í október þegar fyrsta hálkan kom, þá var mjög stór dagur. Þá voru yfir 130 manns að koma til okkar dag eftir dag. 160 var það mesta en eins og ég segi, þetta er alltaf þegar hálkan kemur.“ Hún segir að bæði sé um að ræða bílslys, aftanákeyrslur sem og slys þar sem fólk hreinlega dettur í hálku. „Það er bara að brýna fyrir fólki að nota mannbrodda, á svona dögum þá er það hreinlega það eina sem virkar.“
Heilbrigðismál Veður Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira