Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 13:48 Kim og Rodman horfa saman á körfubolta í Norður-Kóreu. Rodman sagði þá vera vini fyrir lífstíð. vísir/afp Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hefur beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að skipa sig friðarerindreka gagnvart Norður-Kóreu. Rodman er góður vinur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og telur hann sig geta miðlað málum eftir að Norður-Kórea ákvað að koma á ferðabanni sem meinar Bandaríkjamönnum aðgangi inn í landið. Fréttaveita The Guardian greinir frá þessu. Rodman, sem var hluti af NBA-meistaraliðum Chicago Bulls og Detroit Pistons, telur að hann gæti róað ástandið sem hefur myndast. „Ef ég fer þangað yfir [til Norður-Kóreu] mun ég setjast niður með honum [Kim Jong-un] yfir kvöldverði og vínglasi [...] við munum hlæja og spjalla og ástandið mun róast.“ Rodman heimsótti Kim Jong-un í höfuðborg landsins, Pyongyang, árið 2013 og sagði hann eftir á að hann hefði eignast „vin fyrir lífstíð“. Hann segist hafa þrábeðið Trump um að hitta sig til þess að ræða tengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, án árangurs. Auk þess segist hann búa yfir vitneskju um það hverjar helstu óskir Norður-Kóreumanna séu og að vel sé hægt að verða við þeim án vandræða. Það hefur þó ekki myndast mikill vinskapur á milli Trump og Kim Jong-un. Þeir hafa skipst á skotum í garð hvors annars og hefur spennan á milli ríkjanna magnast óðum. Trump kallaði Kim „eldflaugamanninn“ (e. rocket man) fyrir skömmu en Kim sagði Trump vera elliæran. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09 Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30 Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hefur beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að skipa sig friðarerindreka gagnvart Norður-Kóreu. Rodman er góður vinur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og telur hann sig geta miðlað málum eftir að Norður-Kórea ákvað að koma á ferðabanni sem meinar Bandaríkjamönnum aðgangi inn í landið. Fréttaveita The Guardian greinir frá þessu. Rodman, sem var hluti af NBA-meistaraliðum Chicago Bulls og Detroit Pistons, telur að hann gæti róað ástandið sem hefur myndast. „Ef ég fer þangað yfir [til Norður-Kóreu] mun ég setjast niður með honum [Kim Jong-un] yfir kvöldverði og vínglasi [...] við munum hlæja og spjalla og ástandið mun róast.“ Rodman heimsótti Kim Jong-un í höfuðborg landsins, Pyongyang, árið 2013 og sagði hann eftir á að hann hefði eignast „vin fyrir lífstíð“. Hann segist hafa þrábeðið Trump um að hitta sig til þess að ræða tengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, án árangurs. Auk þess segist hann búa yfir vitneskju um það hverjar helstu óskir Norður-Kóreumanna séu og að vel sé hægt að verða við þeim án vandræða. Það hefur þó ekki myndast mikill vinskapur á milli Trump og Kim Jong-un. Þeir hafa skipst á skotum í garð hvors annars og hefur spennan á milli ríkjanna magnast óðum. Trump kallaði Kim „eldflaugamanninn“ (e. rocket man) fyrir skömmu en Kim sagði Trump vera elliæran.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09 Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30 Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15
Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09
Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30
Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10