Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2017 13:44 Átökin áttu sér stað á Austurvelli um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Vísir/GVA Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. Lögreglan rannsakar nú myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við Austurvöll. „Það er öryggismyndavél þarna á vegum borgarinnar og lögreglu og svo er þarna myndavél frá Alþingi sem við höfum fengið að nota myndefni úr auk þess sem við erum að leita eftir því hvort að þarna séu einhverjar fleiri myndavélar sem hafa náð þessu. Þetta myndefni hjálpar okkur að átta okkur á atburðrásinni,“ segir Grímur. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvo Albani með hnífi þennan sunnudagsmorgun. Annar þeirra, Klevis Sula, lést í síðustu viku af sárum sínum en hann var aðeins tvítugur að aldri. Vinur hans sem var með honum var einnig stunginn en slasaðist minna. Grímur segir að um tíu manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins, þar á meðal vinur Klevis sem var með honum umræddan morgun. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Aðspurður vill Grímur ekki tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis eða frekar hver aðdragandinn að árásinni var. Maður sem grunaður er í málinu situr í gæsluvarðhaldi eins og áður segir. Það rennur út á föstudaginn og hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Þá á Grímur ekki von á því að manninum verði sleppt úr haldi lögreglu áður en varðhaldið rennur út. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. Lögreglan rannsakar nú myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við Austurvöll. „Það er öryggismyndavél þarna á vegum borgarinnar og lögreglu og svo er þarna myndavél frá Alþingi sem við höfum fengið að nota myndefni úr auk þess sem við erum að leita eftir því hvort að þarna séu einhverjar fleiri myndavélar sem hafa náð þessu. Þetta myndefni hjálpar okkur að átta okkur á atburðrásinni,“ segir Grímur. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvo Albani með hnífi þennan sunnudagsmorgun. Annar þeirra, Klevis Sula, lést í síðustu viku af sárum sínum en hann var aðeins tvítugur að aldri. Vinur hans sem var með honum var einnig stunginn en slasaðist minna. Grímur segir að um tíu manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins, þar á meðal vinur Klevis sem var með honum umræddan morgun. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Aðspurður vill Grímur ekki tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis eða frekar hver aðdragandinn að árásinni var. Maður sem grunaður er í málinu situr í gæsluvarðhaldi eins og áður segir. Það rennur út á föstudaginn og hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Þá á Grímur ekki von á því að manninum verði sleppt úr haldi lögreglu áður en varðhaldið rennur út.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29
Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53