Uppselt á kattahóteli Kattholts yfir hátíðarnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 20:00 Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin. „Þetta er mjög vinsæll valkostur fyrir kattaeigendur. Fólki líður vel með að vita af kisunum sínum öruggum. Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla með hverju ári“ segir Halldóra Snorradóttir, ritari Kattavinafélags Íslands. Eins og staðan er í dag eru aðeins örfá hótelpláss laus yfir áramótin. „Ef fólk er á síðasta snúning þá er um að gera að hafa samband og tryggja sínum ketti pláss“ Í kattholti er nú einnig fjöldi katta í heimilisleit en þar búa kisur sem finnast á vergangi og eru týndar eða yfirgefnar. Sex kettlingar fundust til að mynda í pappakassa á víðavangi á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desember og dvelja nú í Kattholti. Einhver hafði skilið þá eftir aleina og yfirgefna. „Og það var bara fyrir tilviljun að þeir fundust annars hefðu þeir dáið úti. Fyrstu vikuna voru þetta tíðar pelagjafir og við vorum að koma hérna kvöld og morgna til að sinna þeim. En núna eru þeir farnir að lepja og borða sjálfir og eru afksaplega duglegir og hafa braggast vel,“ segir Halldóra en kettlingarnir fara svo í heimilisleit eftir áramótin. Óhætt er að segja að kettirnir í Kattholti séu í góðum höndum en þar er starfsmaður á vakt alla daga ársins að sögn Halldóru. „Um hátíðarnar fá kistunar rækjur og soðinn fisk í jólamatinn og mikið knús og klapp. Við pössum upp á að kisunum líði vel hérna alltaf“ Dýr Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin. „Þetta er mjög vinsæll valkostur fyrir kattaeigendur. Fólki líður vel með að vita af kisunum sínum öruggum. Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla með hverju ári“ segir Halldóra Snorradóttir, ritari Kattavinafélags Íslands. Eins og staðan er í dag eru aðeins örfá hótelpláss laus yfir áramótin. „Ef fólk er á síðasta snúning þá er um að gera að hafa samband og tryggja sínum ketti pláss“ Í kattholti er nú einnig fjöldi katta í heimilisleit en þar búa kisur sem finnast á vergangi og eru týndar eða yfirgefnar. Sex kettlingar fundust til að mynda í pappakassa á víðavangi á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desember og dvelja nú í Kattholti. Einhver hafði skilið þá eftir aleina og yfirgefna. „Og það var bara fyrir tilviljun að þeir fundust annars hefðu þeir dáið úti. Fyrstu vikuna voru þetta tíðar pelagjafir og við vorum að koma hérna kvöld og morgna til að sinna þeim. En núna eru þeir farnir að lepja og borða sjálfir og eru afksaplega duglegir og hafa braggast vel,“ segir Halldóra en kettlingarnir fara svo í heimilisleit eftir áramótin. Óhætt er að segja að kettirnir í Kattholti séu í góðum höndum en þar er starfsmaður á vakt alla daga ársins að sögn Halldóru. „Um hátíðarnar fá kistunar rækjur og soðinn fisk í jólamatinn og mikið knús og klapp. Við pössum upp á að kisunum líði vel hérna alltaf“
Dýr Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira