Miklar annir á Alþingi á síðustu dögunum fyrir hátíðarnar Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 19:45 Miklar annir eru þessa dagana á Alþingi og keppst við að ljúka yfirferðum nefnda á helstu frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan reynir líka að koma sínum málum í gegn, meðal annars varðandi hag frjálsrar fjölmiðlunar og ráðstöfunartekjur eldri borgara. Það er eitt og annað rætt á síðustu dögunum fyrir jól og áramót á Alþingi. Í morgun fór fram sérstök umræða um húsnæðismál. Þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um að færa ákvörðunarvald um lögbann á fjölmiðla frá sýslumönnum til dómstóla og formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra fór fyrir umræðunni um húsnæðismálin og sagði nú þegar vanta tvö til fjögur þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en átta til níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Þá þyrfti að grípa til úrræða vegna húsnæðismála á landsbyggðinni sem og vegna leiguíbúða. „Hvernig mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lausn húsnæðisvandans. Hvaða leiðir mun hún kynna til að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fasteign,“ spurði Þorsteinn arftaka sinn Ásmund Einar Daðason í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra sagði margt gott hafa verið gert í tíð síðustu ríkisstjórna en nú þyrfti að greina vandann í heild sinni. „Það er mikill skortur á litlum íbúðum sem hefur torveldað íbúðarkaup hjá þeim sem hafa takmörkuð fjárráð og þeim sem þurfa minni íbúðir, meðal annars ungu fólki. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka framboð húsnæðis munu því sérstaklega miða að því að ýta undir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða,“ segir Ásmundur Einar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi sem hún sagði viðbrögð við lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun fjölmiðla á fjármálum Bjarna Benediktssonar rétt fyrir kosningar. „Að í stað þess að sýslumaður, fulltrúi framkvæmdavaldsins, taki fyrir lögbannskröfur á hendur umfjöllunar fjölmiðla muni dómarar taka að sér þetta hlutverk. Enda geti þeir betur vegið og metið þau mikilsverðu mannréttindi sem eru í húfi þegar setja á lögbann á tjáningu,“ sagði Þórhildur Sunnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um að skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara verði með öllu afnumin, sem ríkið muni fá til baka með skatttekjum. „Við erum að tala um eldri borgara sem eru komnir um og yfir sjötugt. Við erum að tala um fólkið okkar sem á ekki eftir að vinna í svo mörg ár og er að reyna núna á þessum tímapunkti að skaffa sér þokkalegt viðurværi þannig að einhver sómi sé að,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Miklar annir eru þessa dagana á Alþingi og keppst við að ljúka yfirferðum nefnda á helstu frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan reynir líka að koma sínum málum í gegn, meðal annars varðandi hag frjálsrar fjölmiðlunar og ráðstöfunartekjur eldri borgara. Það er eitt og annað rætt á síðustu dögunum fyrir jól og áramót á Alþingi. Í morgun fór fram sérstök umræða um húsnæðismál. Þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um að færa ákvörðunarvald um lögbann á fjölmiðla frá sýslumönnum til dómstóla og formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra fór fyrir umræðunni um húsnæðismálin og sagði nú þegar vanta tvö til fjögur þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en átta til níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Þá þyrfti að grípa til úrræða vegna húsnæðismála á landsbyggðinni sem og vegna leiguíbúða. „Hvernig mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lausn húsnæðisvandans. Hvaða leiðir mun hún kynna til að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fasteign,“ spurði Þorsteinn arftaka sinn Ásmund Einar Daðason í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra sagði margt gott hafa verið gert í tíð síðustu ríkisstjórna en nú þyrfti að greina vandann í heild sinni. „Það er mikill skortur á litlum íbúðum sem hefur torveldað íbúðarkaup hjá þeim sem hafa takmörkuð fjárráð og þeim sem þurfa minni íbúðir, meðal annars ungu fólki. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka framboð húsnæðis munu því sérstaklega miða að því að ýta undir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða,“ segir Ásmundur Einar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi sem hún sagði viðbrögð við lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun fjölmiðla á fjármálum Bjarna Benediktssonar rétt fyrir kosningar. „Að í stað þess að sýslumaður, fulltrúi framkvæmdavaldsins, taki fyrir lögbannskröfur á hendur umfjöllunar fjölmiðla muni dómarar taka að sér þetta hlutverk. Enda geti þeir betur vegið og metið þau mikilsverðu mannréttindi sem eru í húfi þegar setja á lögbann á tjáningu,“ sagði Þórhildur Sunnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um að skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara verði með öllu afnumin, sem ríkið muni fá til baka með skatttekjum. „Við erum að tala um eldri borgara sem eru komnir um og yfir sjötugt. Við erum að tala um fólkið okkar sem á ekki eftir að vinna í svo mörg ár og er að reyna núna á þessum tímapunkti að skaffa sér þokkalegt viðurværi þannig að einhver sómi sé að,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira