Ný verðlaun í íslenskri myndlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2017 10:45 Málverk eftir Jón Axel. Fréttablaðið/Pjetur Íslensku myndlistarverðlaunin verða í fyrsta skipti afhent í febrúar næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar á vefnum myndlistarsjodur.is. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins. Það er Myndlistarráð sem stendur að verðlaununum. Þau hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og er ætlað að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og styðja við myndsköpun þeirra. Aðalverðlaunin, ein milljón króna, verða veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistarmanni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað fram úr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á árinu 2017. Hvatningarverðlaunin, fimm hundruð þúsund krónur, verða veitt ungum starfandi myndlistarmanni sem lokið hefur grunnnámi á síðastliðnum fimm árum og sýnt opinberlega á þeim tíma. Dómnefnd er skipuð til eins árs í senn og í henni sitja árið 2017 til 2018 þau Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður, fyrir hönd SÍM, Sigrún Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Magnús Gestsson, formaður Listfræðafélags Íslands, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fulltrúi safnstjóra íslenskra safna, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður Myndlistarráðs. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslensku myndlistarverðlaunin verða í fyrsta skipti afhent í febrúar næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar á vefnum myndlistarsjodur.is. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins. Það er Myndlistarráð sem stendur að verðlaununum. Þau hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og er ætlað að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og styðja við myndsköpun þeirra. Aðalverðlaunin, ein milljón króna, verða veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistarmanni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað fram úr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á árinu 2017. Hvatningarverðlaunin, fimm hundruð þúsund krónur, verða veitt ungum starfandi myndlistarmanni sem lokið hefur grunnnámi á síðastliðnum fimm árum og sýnt opinberlega á þeim tíma. Dómnefnd er skipuð til eins árs í senn og í henni sitja árið 2017 til 2018 þau Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður, fyrir hönd SÍM, Sigrún Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Magnús Gestsson, formaður Listfræðafélags Íslands, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fulltrúi safnstjóra íslenskra safna, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður Myndlistarráðs.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira