Tilkynningarnar meðal annars frá starfsfólki Borgarleikhússins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2017 14:33 Kristín Eysteinsdóttir vék Atla Rafni fyrirvaralaust frá störfum á dögunum. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir það ekki rétt að brottrekstur Atla Rafns Sigurðarsonar hafi verið byggður á nafnlausum sögum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Atla Rafni í gær. Hún segist hafa verið að bregðast við beinum tilkynningum. RÚV greinir frá. „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Atla Rafni var vikið frá störfum á dögunum vegna áskana sem snúa að MeToo byltingunni svokölluðu. Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana og að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut.Málið flókið og viðkvæmt Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli Rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Vísir náði tali af Hörpu í morgun en hún vildi lítið tjá sig um málið og sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristínu og Atla Rafni í dag og í gær en án árangurs.Uppfært klukkan 16:10Kristín Eysteinsdóttir svaraði skilaboðum fréttastofu á fjórða tímanum. Þar segist hún ekki hafa neinu við það að bæta sem komið hafi fram í tilkynningu frá leikhúsinu í gær og hún sagði við RÚV síðdegis. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Kristín. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12 Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir það ekki rétt að brottrekstur Atla Rafns Sigurðarsonar hafi verið byggður á nafnlausum sögum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Atla Rafni í gær. Hún segist hafa verið að bregðast við beinum tilkynningum. RÚV greinir frá. „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Atla Rafni var vikið frá störfum á dögunum vegna áskana sem snúa að MeToo byltingunni svokölluðu. Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana og að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut.Málið flókið og viðkvæmt Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli Rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Vísir náði tali af Hörpu í morgun en hún vildi lítið tjá sig um málið og sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristínu og Atla Rafni í dag og í gær en án árangurs.Uppfært klukkan 16:10Kristín Eysteinsdóttir svaraði skilaboðum fréttastofu á fjórða tímanum. Þar segist hún ekki hafa neinu við það að bæta sem komið hafi fram í tilkynningu frá leikhúsinu í gær og hún sagði við RÚV síðdegis. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Kristín.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12 Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12
Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32
Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32