180.000 króna rafmagnsreikningur Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 10:37 Nett sería á svalirnar þarf hvorki að vera dýr né fyrirferðarmikil en er ljómandi innlegg í hátíðirnar og baráttuna við myrkrið. Jólaljós draga vissulega úr áhrifum myrkasta skammdegisins en það er þó hægt að ganga of langt. Bandaríkjamaður að nafni Clark Griswold arkaði mun lengra en það árið 1989 þegar hann þakti húsið sitt í úthverfi Chicagoborgar með 25.000 hvítum ljósaperum, nágrönnunum til mikillar gremju.10 kílóvatta gamanDetti einhverjum hugulsömum Íslendingi í hug að gera slíkt hið sama er mikilvægt að muna eftir rafmagnsreikningnum. Þó perurnar verði eflaust rándýrar og uppsetningin tímafrek, myndu perur á borð við þær sem settar voru upp í umræddri kvikmynd, Christmas Vacation eftir John Hughes, eyða um það bil 10 kílóvöttum og þá er mælirinn í kjallaranum farinn að snúast ansi hratt.Muna að spara!Verði perurnar látnar lýsa allan sólarhringinn í heilan mánuð (minna má það nú varla vera) má áætla að reikningurinn verði um 180.560 krónur. Til að spara fyrir því þarf fjölskyldan að muna að stilla mánaðalegan sparnað að upphæð 15.000 krónur í netbankanum.En LED?En er eitthvað að marka þessa orkunotkun nú þegar flestir hafa skipt yfir í ljósdíóður (LED ljós)? Vissulega lítur dæmið allt öðruvísi út og orkureikningurinn fer niður fyrir 20.000 krónur. Hins vegar kosta LED perur um fimmfalt meira en þær gömlu, en ættu þó að endast mun lengur. Þeir sem ekki hafa enn misst þráðinn mega að sjálfsögðu reyna að reikna dæmið til enda og samspil stofnkostnaðar, endingar og orkunotkunar, en þá mætti endilega gera ráð fyrir myrkvunargluggatjöldum fyrir grannana í leiðinni.Hofundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nett sería á svalirnar þarf hvorki að vera dýr né fyrirferðarmikil en er ljómandi innlegg í hátíðirnar og baráttuna við myrkrið. Jólaljós draga vissulega úr áhrifum myrkasta skammdegisins en það er þó hægt að ganga of langt. Bandaríkjamaður að nafni Clark Griswold arkaði mun lengra en það árið 1989 þegar hann þakti húsið sitt í úthverfi Chicagoborgar með 25.000 hvítum ljósaperum, nágrönnunum til mikillar gremju.10 kílóvatta gamanDetti einhverjum hugulsömum Íslendingi í hug að gera slíkt hið sama er mikilvægt að muna eftir rafmagnsreikningnum. Þó perurnar verði eflaust rándýrar og uppsetningin tímafrek, myndu perur á borð við þær sem settar voru upp í umræddri kvikmynd, Christmas Vacation eftir John Hughes, eyða um það bil 10 kílóvöttum og þá er mælirinn í kjallaranum farinn að snúast ansi hratt.Muna að spara!Verði perurnar látnar lýsa allan sólarhringinn í heilan mánuð (minna má það nú varla vera) má áætla að reikningurinn verði um 180.560 krónur. Til að spara fyrir því þarf fjölskyldan að muna að stilla mánaðalegan sparnað að upphæð 15.000 krónur í netbankanum.En LED?En er eitthvað að marka þessa orkunotkun nú þegar flestir hafa skipt yfir í ljósdíóður (LED ljós)? Vissulega lítur dæmið allt öðruvísi út og orkureikningurinn fer niður fyrir 20.000 krónur. Hins vegar kosta LED perur um fimmfalt meira en þær gömlu, en ættu þó að endast mun lengur. Þeir sem ekki hafa enn misst þráðinn mega að sjálfsögðu reyna að reikna dæmið til enda og samspil stofnkostnaðar, endingar og orkunotkunar, en þá mætti endilega gera ráð fyrir myrkvunargluggatjöldum fyrir grannana í leiðinni.Hofundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar