„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2018 10:34 Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Potturinn hafnaði á lóð leikskólans Kórs. Leikskólinn Kór Magnús Hákonarson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. Mikil mildi var að potturinn, sem fauk af svölunum, skyldi lenda á lóð leikskólans Kórs. Engum varð meint af. Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Lögregla og eigandi íbúðarinnar á efstu hæð Hörðukórs 3 voru mætt á vettvang þegar Magnús og kollega bar að garði snemma í morgun. Magnús Hákonarson björgunarsveitarmaður.Vísir/Pjetur Varla stætt á svölunum „Við komum þarna að og ákváðum að reyna að festa pottinn. Hann var laus, byrjaður að dingla eitthvað, og ég var búinn að krækja í hann þegar ég ákvað að það væri skynsamlegra að krækja fyrst í svalirnar og svo í pottinn,“ segir Magnús. „Í þann mund sem ég kræki í svalirnar þá fýkur hann.“Magnús segir varla hafa verið stætt á svölunum. Þeir séu í mikilli hæð þarna uppi„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum,“ segir Magnús sem gætti þó fyllsta öryggis og telur þá ekki hafa verið í hættu. Þeir félagarnir voru í línu þegar þeir horfðu á eftir pottinum fjúka af svölunum.Þeir horfðu á eftir pottinum fljúga yfir vegg og hverfa. Svo kom í ljós að hann lenti á fyrrnefndri leikskólalóð og mölbrotnaði. Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, sagði starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.Hefði auðveldlega getað farið í hausMagnús segir um hefðbundið óveðursverkefni að ræða en það hafi þó verið sérstök tilfinning að horfa á eftir þessum þunga potti fljúka í burtu.„Þú vilt ekkert sjá það. Hann hefði svo auðveldlega getað farið í hausinn á einhverjum.“Sigríður Hafdís Þórðardóttir, formaður húsfélagsins í Hörðukór 3, segir að vandamál hafi verið með heita pottinn í lægðarbylgjunni sem gekk yfir landið fyrir tveimur árum. Þá hafi björgunarsveitarmenn sömuleiðis þurft að mæta á vettvang til að eiga við pottinn. Í því tilfelli var enginn heima þegar stormurinn gekk yfir. Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Magnús Hákonarson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. Mikil mildi var að potturinn, sem fauk af svölunum, skyldi lenda á lóð leikskólans Kórs. Engum varð meint af. Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Lögregla og eigandi íbúðarinnar á efstu hæð Hörðukórs 3 voru mætt á vettvang þegar Magnús og kollega bar að garði snemma í morgun. Magnús Hákonarson björgunarsveitarmaður.Vísir/Pjetur Varla stætt á svölunum „Við komum þarna að og ákváðum að reyna að festa pottinn. Hann var laus, byrjaður að dingla eitthvað, og ég var búinn að krækja í hann þegar ég ákvað að það væri skynsamlegra að krækja fyrst í svalirnar og svo í pottinn,“ segir Magnús. „Í þann mund sem ég kræki í svalirnar þá fýkur hann.“Magnús segir varla hafa verið stætt á svölunum. Þeir séu í mikilli hæð þarna uppi„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum,“ segir Magnús sem gætti þó fyllsta öryggis og telur þá ekki hafa verið í hættu. Þeir félagarnir voru í línu þegar þeir horfðu á eftir pottinum fjúka af svölunum.Þeir horfðu á eftir pottinum fljúga yfir vegg og hverfa. Svo kom í ljós að hann lenti á fyrrnefndri leikskólalóð og mölbrotnaði. Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, sagði starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.Hefði auðveldlega getað farið í hausMagnús segir um hefðbundið óveðursverkefni að ræða en það hafi þó verið sérstök tilfinning að horfa á eftir þessum þunga potti fljúka í burtu.„Þú vilt ekkert sjá það. Hann hefði svo auðveldlega getað farið í hausinn á einhverjum.“Sigríður Hafdís Þórðardóttir, formaður húsfélagsins í Hörðukór 3, segir að vandamál hafi verið með heita pottinn í lægðarbylgjunni sem gekk yfir landið fyrir tveimur árum. Þá hafi björgunarsveitarmenn sömuleiðis þurft að mæta á vettvang til að eiga við pottinn. Í því tilfelli var enginn heima þegar stormurinn gekk yfir.
Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira