Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Ingvar Þór Björnsson skrifar 6. janúar 2018 11:51 Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Vísir/Anton Brink Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikulokin á Rás 1 rétt í þessu. Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Unnur Brá segist hafa ákveðið þetta með það í huga að hún sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir hún að hún sé ekki tilbúin að fara úr kjördæminu sínu. „Á meðan ég er með hugann við landsmálin þá er ekki sanngjarnt gagnvart íbúum Reykjavíkur að vera í framboði þar. Maður verður að vera í þessu hundrað prósent.“Líklegt í ljósi sögunnar að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefniDavíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA og fyrrum formaður SUS, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag þar sem hann bendir á þann möguleika að auglýsa eftir borgarstjóra. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár,“ skrifaði Davíð. Lagði hann því til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Unnur segist ekki vera sammála því að það hafi verið kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í 24 ár. „Nei, ég er ekki sammála því. Við höfum átt mjög góða borgarfulltrúa og margir þeirra hefðu vel getað valdið því hlutverki að vera borgarstjórar,“ segir hún. Þá telur hún líklegt, í ljósi sögunnar, að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefni. „Það hvort auglýst verði eftir borgarstjóra eða boðið fram borgarstjóraefni fer eftir því hvað listinn og Vörður ákveður.“ Hún bendir á að fleiri sveitarfélög séu að ræða þennan möguleika núna en að sá háttur hafi verið á í Reykjavík hjá öllum flokkum alltaf að bjóða fram leiðtoga sem borgarstjóraefni. „Mér finnst því líklegt í ljósi sögunnar að boðið verði fram borgarstjóraefni,“ segir hún. „Ég hef fulla trú á því að þetta prófkjör muni skila öflugum lita og öflugum leiðtoga,“ segir Unnur. Unnur telur að aðalmálið í komandi kosningum sé að laga grunnþjónustuna í Reykjavík. „Það þarf að komast til valda fólk í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að laga grunnþjónustuna því hún er einfaldlega ekki nógu góð. Um það hljóta þessar kosningar að snúast. Ekki um fólk.“Áslaug María gefur kost á sérÁslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kjartan Magnússon hefur einnig gefið kost á sér. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ.Uppfært klukkan 16:15Áður sagði í fréttinni að Kjartan Magnússon væri orðaður við framboð en hann gaf út yfirlýsingu fyrir jól þar sem hann staðfesti það að hann vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Fréttin hefur verið uppfærð út frá þeim upplýsingum. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikulokin á Rás 1 rétt í þessu. Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Unnur Brá segist hafa ákveðið þetta með það í huga að hún sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir hún að hún sé ekki tilbúin að fara úr kjördæminu sínu. „Á meðan ég er með hugann við landsmálin þá er ekki sanngjarnt gagnvart íbúum Reykjavíkur að vera í framboði þar. Maður verður að vera í þessu hundrað prósent.“Líklegt í ljósi sögunnar að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefniDavíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA og fyrrum formaður SUS, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag þar sem hann bendir á þann möguleika að auglýsa eftir borgarstjóra. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár,“ skrifaði Davíð. Lagði hann því til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Unnur segist ekki vera sammála því að það hafi verið kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í 24 ár. „Nei, ég er ekki sammála því. Við höfum átt mjög góða borgarfulltrúa og margir þeirra hefðu vel getað valdið því hlutverki að vera borgarstjórar,“ segir hún. Þá telur hún líklegt, í ljósi sögunnar, að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefni. „Það hvort auglýst verði eftir borgarstjóra eða boðið fram borgarstjóraefni fer eftir því hvað listinn og Vörður ákveður.“ Hún bendir á að fleiri sveitarfélög séu að ræða þennan möguleika núna en að sá háttur hafi verið á í Reykjavík hjá öllum flokkum alltaf að bjóða fram leiðtoga sem borgarstjóraefni. „Mér finnst því líklegt í ljósi sögunnar að boðið verði fram borgarstjóraefni,“ segir hún. „Ég hef fulla trú á því að þetta prófkjör muni skila öflugum lita og öflugum leiðtoga,“ segir Unnur. Unnur telur að aðalmálið í komandi kosningum sé að laga grunnþjónustuna í Reykjavík. „Það þarf að komast til valda fólk í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að laga grunnþjónustuna því hún er einfaldlega ekki nógu góð. Um það hljóta þessar kosningar að snúast. Ekki um fólk.“Áslaug María gefur kost á sérÁslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kjartan Magnússon hefur einnig gefið kost á sér. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ.Uppfært klukkan 16:15Áður sagði í fréttinni að Kjartan Magnússon væri orðaður við framboð en hann gaf út yfirlýsingu fyrir jól þar sem hann staðfesti það að hann vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Fréttin hefur verið uppfærð út frá þeim upplýsingum.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?