„Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 22:00 Það var nóg skotið upp við Hallgrímskirkju á gamlárskvöld. vísir/egill Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. Há gildi hafi þannig mælst áramótin 2005-2006, 2006-2007, 2010, 2012 og svo síðastliðin tvö áramót. Aðalatriðið í hennar huga er að lokamarkmiðið sé að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum. „Það má ætla að þetta vandamál sé annað hvert ár. Stundum erum við heppin og þá mælast gildin lág en þetta er vandamál sem við verðum að horfast í augu við,“ sagði Hrund Ólöf þegar hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Og ég vil bara segja það að við erum þjóðfélag í breytingu. Kannski 2005/2006 voru kannski ekkert allir að spá í þetta mál en núna er algjörlega ljóst að svifryksmengun er mikið samfélagslegt vandamál. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þetta er helsta umhverfisvandamál heimsins í dag sem að dregur sjö milljón manns fyrr til dauða heldur en það myndi gera ella þá er þetta stórt vandamál,“ sagði Hrund Ólöf.Umhverfisgæði snúast um lífsgæði Hún sagði vandamálið sem betur fer ekki vera það að umhverfisgæðin væru af þeim toga að fólk detti niður dautt. Vandamálið væri að svifryk hefur margar uppsprettur í umhverfinu. Þannig væru til dæmis helstu uppspretturnar í Reykjavík bílaútblástur, dekkjaslit og gatnaslit og síðan jarðvegsfok og eldgos. „Þannig að svifryk er að koma til okkar og við erum að anda að okkur alls konar mismunandi gerðum af svifryki yfir okkar ævi. Áhrifin við að anda þessu eru kannski fyrst engin en það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem við erum að horfa til því við viljum auðvitað að sem flestir geti lifað lengi og átt góða ævi. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þetta mál alvarlega. Við viljum stuðla að sem mestum umhverfisgæðum því þau eru líka beintengd heilsu og þar af leiðandi okkar lífsgæðum.“ Varðandi það hvað sé hægt að gera til að auka gagnsæi á efnainnihaldi flugelda sagðist Hrund Ólöf telja að það ætti að vera tiltölulega létt. Hægt væri að setja til dæmis allar upplýsingar fram á vefsíðu. „En það sem mér finnst skipta öllu máli er að fólk hugsi málin til enda. Aðalatriðið er að lokamarkmiðið, endirinn, sé sá sá að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum.“ Hlusta má á viðtalið við Ólöfu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Flugeldar Tengdar fréttir Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. Há gildi hafi þannig mælst áramótin 2005-2006, 2006-2007, 2010, 2012 og svo síðastliðin tvö áramót. Aðalatriðið í hennar huga er að lokamarkmiðið sé að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum. „Það má ætla að þetta vandamál sé annað hvert ár. Stundum erum við heppin og þá mælast gildin lág en þetta er vandamál sem við verðum að horfast í augu við,“ sagði Hrund Ólöf þegar hún ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Og ég vil bara segja það að við erum þjóðfélag í breytingu. Kannski 2005/2006 voru kannski ekkert allir að spá í þetta mál en núna er algjörlega ljóst að svifryksmengun er mikið samfélagslegt vandamál. Þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að þetta er helsta umhverfisvandamál heimsins í dag sem að dregur sjö milljón manns fyrr til dauða heldur en það myndi gera ella þá er þetta stórt vandamál,“ sagði Hrund Ólöf.Umhverfisgæði snúast um lífsgæði Hún sagði vandamálið sem betur fer ekki vera það að umhverfisgæðin væru af þeim toga að fólk detti niður dautt. Vandamálið væri að svifryk hefur margar uppsprettur í umhverfinu. Þannig væru til dæmis helstu uppspretturnar í Reykjavík bílaútblástur, dekkjaslit og gatnaslit og síðan jarðvegsfok og eldgos. „Þannig að svifryk er að koma til okkar og við erum að anda að okkur alls konar mismunandi gerðum af svifryki yfir okkar ævi. Áhrifin við að anda þessu eru kannski fyrst engin en það eru þessi uppsöfnuðu áhrif sem við erum að horfa til því við viljum auðvitað að sem flestir geti lifað lengi og átt góða ævi. Þess vegna er svo mikilvægt að taka þetta mál alvarlega. Við viljum stuðla að sem mestum umhverfisgæðum því þau eru líka beintengd heilsu og þar af leiðandi okkar lífsgæðum.“ Varðandi það hvað sé hægt að gera til að auka gagnsæi á efnainnihaldi flugelda sagðist Hrund Ólöf telja að það ætti að vera tiltölulega létt. Hægt væri að setja til dæmis allar upplýsingar fram á vefsíðu. „En það sem mér finnst skipta öllu máli er að fólk hugsi málin til enda. Aðalatriðið er að lokamarkmiðið, endirinn, sé sá sá að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum.“ Hlusta má á viðtalið við Ólöfu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Flugeldar Tengdar fréttir Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45
Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. 4. janúar 2018 14:15
Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00