Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 17:48 Hildur Lilliendahl. Vísir/Stefán Stofnun Árna Magnússonar, RÚV og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, stóðu fyrir kosningu á orði ársins 2017 á dögunum. Kosningu lauk í gær og var það orðið epalhommi sem hlaut flest atkvæði. Orðin leyndarhyggja, þyrilsnælda, falsfrétt, uppreist, örplast, hægvarp, líkamsvirðing, áreitni og innviðauppbygging komu einnig til greina. Hildur Lilliendahl notaði orðið fyrst þann 7. mars á þessu ári, þegar skrifaði um Sindra Sindrason fréttamann á Stöð 2. Segir í tilkynningu um valið: „Sindri Sindrason fréttamaður á Stöð 2 ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í tengslum við grasrótarhátíðina Truflandi tilvist 6. mars 2017. Tara Margrét sagði að maður í forréttindastöðu, eins og Sindri, gæti ekki sett sig í spor fólks í jaðarhópum sem verður fyrir fordómum annarra. Sindri taldi þá upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð á samfélagsmiðlum og meðal annars talaði Hildur Lilliendahl Viggósdóttir um kúgaða, hvíta, ófatlaða epalhommann og þar birtist orðið fyrst. Daginn eftir, 7. mars, birtist opnuauglýsing frá versluninni Epal í dagblöðum. Auglýsingin er einfaldlega mynd af sex þekktum hommum í verslun Epals og er hún án orða. Hér á vel við orðtakið þeir skilja sem vilja því að með þessari orðlausu auglýsingu var merkingu orðsins epalhommi snúið við. Það var sett fram í niðrandi merkingu en snúið upp í jákvæða. Í íslenskri nútímamálsorðabók á gáttinni málið.is er epalhommi sagt merkja samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun.“ Þess má geta að fyrr á árinu minnti Hildur á það á Twitter að hún hafi verið fyrst til að nota orðið epalhommi. Minni mildilega á þegar orð ársins verður valið að ég á bæði epalhommi og KÞBAVD — Hildur ♀ (@hillldur) May 25, 2017 Sindri óskaði Hildi til hamingju með orð ársins á Facebook í dag og óskaði hún honum til hamingju sömuleiðis. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30 Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Stofnun Árna Magnússonar, RÚV og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, stóðu fyrir kosningu á orði ársins 2017 á dögunum. Kosningu lauk í gær og var það orðið epalhommi sem hlaut flest atkvæði. Orðin leyndarhyggja, þyrilsnælda, falsfrétt, uppreist, örplast, hægvarp, líkamsvirðing, áreitni og innviðauppbygging komu einnig til greina. Hildur Lilliendahl notaði orðið fyrst þann 7. mars á þessu ári, þegar skrifaði um Sindra Sindrason fréttamann á Stöð 2. Segir í tilkynningu um valið: „Sindri Sindrason fréttamaður á Stöð 2 ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í tengslum við grasrótarhátíðina Truflandi tilvist 6. mars 2017. Tara Margrét sagði að maður í forréttindastöðu, eins og Sindri, gæti ekki sett sig í spor fólks í jaðarhópum sem verður fyrir fordómum annarra. Sindri taldi þá upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð á samfélagsmiðlum og meðal annars talaði Hildur Lilliendahl Viggósdóttir um kúgaða, hvíta, ófatlaða epalhommann og þar birtist orðið fyrst. Daginn eftir, 7. mars, birtist opnuauglýsing frá versluninni Epal í dagblöðum. Auglýsingin er einfaldlega mynd af sex þekktum hommum í verslun Epals og er hún án orða. Hér á vel við orðtakið þeir skilja sem vilja því að með þessari orðlausu auglýsingu var merkingu orðsins epalhommi snúið við. Það var sett fram í niðrandi merkingu en snúið upp í jákvæða. Í íslenskri nútímamálsorðabók á gáttinni málið.is er epalhommi sagt merkja samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun.“ Þess má geta að fyrr á árinu minnti Hildur á það á Twitter að hún hafi verið fyrst til að nota orðið epalhommi. Minni mildilega á þegar orð ársins verður valið að ég á bæði epalhommi og KÞBAVD — Hildur ♀ (@hillldur) May 25, 2017 Sindri óskaði Hildi til hamingju með orð ársins á Facebook í dag og óskaði hún honum til hamingju sömuleiðis.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30 Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30
Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00