Sjö deilumál hjá sáttasemjara Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Það er kunnara en frá þurfi að segja að nýjum kjarasamningum í Karphúsinu er jafnan fagnað með því að hrært er í vöfflur. Nú er spurning hvort þess sé langt að bíða að næst verði hitað upp í vöfflujárninu. vísir/vilhelm Sjö kjaradeilumál eru á borði Ríkissáttasemjara núna í byrjun árs, en fleiri félög eru með lausa samninga og gætu vísað málum sínum þangað á næstunni.Maríanna H. HelgadóttirFélag íslenskra náttúrufræðinga er hið eina af sautján aðildarfélögum Bandalags háskólamanna sem hefur vísað deilu sinni til sáttasemjara en samningar allra félaganna hafa verið lausir síðan 1. september. Maríanna H. Helgadóttir, formaður félagsins, sagði lítið þokast í átt að samkomulagi eftir fund hjá sáttasemjara í gær. „Við vísuðum okkar deilu þangað í október þegar ljóst var að hvorki gekk né rak að ræða við samninganefnd ríkisins,“ segir Maríanna en tekur þó fram að enginn árangur hafi náðst. „Þetta er mjög alvarlegt því að þeir virðast ekki vera reiðubúnir til að gera neitt til að leiðrétta laun háskólamanna sem vinna hjá ríkinu,“ bætir hún við. Hún tekur fram að í samkomulagi um að samræma lífeyrisréttindi á milli markaða hafi verið kveðið á um að líka ætti að jafna laun á milli markaða. Maríanna segir aðalkröfu félagsins vera þá að lægstu laun félagsmanna verði hækkuð upp í 400 þúsund krónur frá og með 1. september síðastliðnum. „Þetta eru 84 stöðugildi sem eru launasett undir 400 þúsundum,“ segir Maríanna. Vinnufundur er áformaður í deilunni í næstu viku og svo verður fundað aftur 17. janúar. Stóra spurningin fram undan er svo hvort Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið telji að forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru árið 2015 séu enn fyrir hendi eða ekki. Þær forsendur voru að ríkisstjórnin myndi efna fyrirheit, meðal annars um uppbyggingu félagslegs húsnæðis, að launastefna og launahækkanir í samningi SA og ASÍ yrðu stefnumarkandi á vinnumarkaðnum og að kaupmáttur myndi aukast. Meti forsendunefnd SA og ASÍ það þannig að forsendur kjarasamninga aðildarfélaganna séu brostnar verða kjarasamningar teknir upp að nýju. Ef forsendurnar halda munu samningarnir halda gildi sínu fram í desember. Í lok ársins gerir Ríkissáttasemjari svo ráð fyrir að 79 samningar verði lausir. Eftirfarandi mál eru hjá RíkissáttasemjaraFélag íslenskra náttúrufræðinga og samninganefnd ríkisinsKennarasamband Íslands og samninganefnd ríkisins vegna framhaldsskólakennaraFélag íslenskra atvinnuflugmanna og SA vegna flugmanna hjá IcelandairFlugvirkjafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá AtlantaFlugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugfreyja hjá Primera airFélag skipstjórnarmanna og VM og Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna á hvalaskoðunarskipum Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55 Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sjö kjaradeilumál eru á borði Ríkissáttasemjara núna í byrjun árs, en fleiri félög eru með lausa samninga og gætu vísað málum sínum þangað á næstunni.Maríanna H. HelgadóttirFélag íslenskra náttúrufræðinga er hið eina af sautján aðildarfélögum Bandalags háskólamanna sem hefur vísað deilu sinni til sáttasemjara en samningar allra félaganna hafa verið lausir síðan 1. september. Maríanna H. Helgadóttir, formaður félagsins, sagði lítið þokast í átt að samkomulagi eftir fund hjá sáttasemjara í gær. „Við vísuðum okkar deilu þangað í október þegar ljóst var að hvorki gekk né rak að ræða við samninganefnd ríkisins,“ segir Maríanna en tekur þó fram að enginn árangur hafi náðst. „Þetta er mjög alvarlegt því að þeir virðast ekki vera reiðubúnir til að gera neitt til að leiðrétta laun háskólamanna sem vinna hjá ríkinu,“ bætir hún við. Hún tekur fram að í samkomulagi um að samræma lífeyrisréttindi á milli markaða hafi verið kveðið á um að líka ætti að jafna laun á milli markaða. Maríanna segir aðalkröfu félagsins vera þá að lægstu laun félagsmanna verði hækkuð upp í 400 þúsund krónur frá og með 1. september síðastliðnum. „Þetta eru 84 stöðugildi sem eru launasett undir 400 þúsundum,“ segir Maríanna. Vinnufundur er áformaður í deilunni í næstu viku og svo verður fundað aftur 17. janúar. Stóra spurningin fram undan er svo hvort Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið telji að forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru árið 2015 séu enn fyrir hendi eða ekki. Þær forsendur voru að ríkisstjórnin myndi efna fyrirheit, meðal annars um uppbyggingu félagslegs húsnæðis, að launastefna og launahækkanir í samningi SA og ASÍ yrðu stefnumarkandi á vinnumarkaðnum og að kaupmáttur myndi aukast. Meti forsendunefnd SA og ASÍ það þannig að forsendur kjarasamninga aðildarfélaganna séu brostnar verða kjarasamningar teknir upp að nýju. Ef forsendurnar halda munu samningarnir halda gildi sínu fram í desember. Í lok ársins gerir Ríkissáttasemjari svo ráð fyrir að 79 samningar verði lausir. Eftirfarandi mál eru hjá RíkissáttasemjaraFélag íslenskra náttúrufræðinga og samninganefnd ríkisinsKennarasamband Íslands og samninganefnd ríkisins vegna framhaldsskólakennaraFélag íslenskra atvinnuflugmanna og SA vegna flugmanna hjá IcelandairFlugvirkjafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá AtlantaFlugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugfreyja hjá Primera airFélag skipstjórnarmanna og VM og Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna á hvalaskoðunarskipum
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55 Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55
Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00