Ánægð með að hafa getað varpað ljósi á íslenskar bókmenntir í Svíþjóðarheimsókninni Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2018 16:26 Silvía Svíadrottning og Eliza forsetafrú ræða við starfsmenn Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar. Vísir/Atli Eliza Reid forsetafrú segist vera þakklát og ánægð með að hafa fengið tækifæri til að varpa sviðsljósinu að bókmenntum, þýðingum og sjálfbærni í ferðamennsku í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar. Allt séu þetta mál sem eru hennar hjartans mál. Eliza flutti ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms á miðvikudaginn, á fyrsta degi heimsóknarinnar. Yfirskrift erindisins var Books build bridges, eða Bækur byggja brýr, þar sem hún ræddi um mikilvægi þýðinga fyrir íslenskar bókmenntir. Hún segir það hafa verið mjög þægilegt að vera í Svíþjóð. „Við erum svo góðir vinir – Svíar og Íslendingar. Þessi heimsókn á bara eftir að styrkja það. Það er alltaf svo gaman að fara í svona opinbera heimsókn þar sem dagskráin er svo fjölbreytt. Við erum bara á landinu í þrjá daga en maður lærir margt á þessum stutta tíma. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og vonandi getum við komið öllum þessum skilaboðum á framfæri heima á Íslandi.“Sjá einnig: Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandiEliza Reid forsetafrú flytur erindi í glæsilegum hringsal Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar.Vísir/AtliSjálfbærni innan ferðamennskunnarEliza segist hafa mikinn áhuga á bókmenntum og að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. „Ég var mjög þakklát að taka þátt í pallborðinu á miðvikudaginn í Borgarbókasafni Stokkhólms um bókmenntamenningu og þýðingarmál. Aðeins að varpa ljósinu á þau mikilvægu mál. Á viðburði Íslandsstofu [sem fram fór í gær] vorum við svo að fjalla um ferðamennsku og sjálfbærni innan hennar. Sem sérstakur sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar hjá Sameinuðu þjóðunum þá er gott að geta kynnt hvað Íslendingar eru að gera og hvernig við erum að gera margt nýtt til að byggja upp sjálfbærni í ferðamennsku.“Góðar og hlýjar móttökurForsetafrúin segir að konungshjónin sænsku séu vingjarnleg og hlý. Íslenska sendinefndin hafi fengið góðar og hlýjar móttökur. „Við höfum átt áhugavert spjall við þau. Það er alltaf áhugavert að hitta nýtt fólk. Þau hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og þekkja vel til. Viktoría krónprinsessa og Daníel prins komu til Íslands síðast árið 2014 og þau eru af þeirri kynslóð að vera með börn á sama aldri og okkar börn. Við höfðum því margt að ræða.“ Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóð lauk síðdegis í dag, en dagskrá var í Uppsölum síðasta daginn. Afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þar sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum í fimm bindum að gjöf. Menningarmálaráðherrann sænski, Alice Bah Kuhnke, veitti gjöfinni viðtöku. Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00 Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00 Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Eliza Reid forsetafrú segist vera þakklát og ánægð með að hafa fengið tækifæri til að varpa sviðsljósinu að bókmenntum, þýðingum og sjálfbærni í ferðamennsku í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar. Allt séu þetta mál sem eru hennar hjartans mál. Eliza flutti ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms á miðvikudaginn, á fyrsta degi heimsóknarinnar. Yfirskrift erindisins var Books build bridges, eða Bækur byggja brýr, þar sem hún ræddi um mikilvægi þýðinga fyrir íslenskar bókmenntir. Hún segir það hafa verið mjög þægilegt að vera í Svíþjóð. „Við erum svo góðir vinir – Svíar og Íslendingar. Þessi heimsókn á bara eftir að styrkja það. Það er alltaf svo gaman að fara í svona opinbera heimsókn þar sem dagskráin er svo fjölbreytt. Við erum bara á landinu í þrjá daga en maður lærir margt á þessum stutta tíma. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og vonandi getum við komið öllum þessum skilaboðum á framfæri heima á Íslandi.“Sjá einnig: Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandiEliza Reid forsetafrú flytur erindi í glæsilegum hringsal Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar.Vísir/AtliSjálfbærni innan ferðamennskunnarEliza segist hafa mikinn áhuga á bókmenntum og að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. „Ég var mjög þakklát að taka þátt í pallborðinu á miðvikudaginn í Borgarbókasafni Stokkhólms um bókmenntamenningu og þýðingarmál. Aðeins að varpa ljósinu á þau mikilvægu mál. Á viðburði Íslandsstofu [sem fram fór í gær] vorum við svo að fjalla um ferðamennsku og sjálfbærni innan hennar. Sem sérstakur sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar hjá Sameinuðu þjóðunum þá er gott að geta kynnt hvað Íslendingar eru að gera og hvernig við erum að gera margt nýtt til að byggja upp sjálfbærni í ferðamennsku.“Góðar og hlýjar móttökurForsetafrúin segir að konungshjónin sænsku séu vingjarnleg og hlý. Íslenska sendinefndin hafi fengið góðar og hlýjar móttökur. „Við höfum átt áhugavert spjall við þau. Það er alltaf áhugavert að hitta nýtt fólk. Þau hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og þekkja vel til. Viktoría krónprinsessa og Daníel prins komu til Íslands síðast árið 2014 og þau eru af þeirri kynslóð að vera með börn á sama aldri og okkar börn. Við höfðum því margt að ræða.“ Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóð lauk síðdegis í dag, en dagskrá var í Uppsölum síðasta daginn. Afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þar sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum í fimm bindum að gjöf. Menningarmálaráðherrann sænski, Alice Bah Kuhnke, veitti gjöfinni viðtöku.
Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00 Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00 Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00
Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00
Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30