Myndband af björgunaraðgerðum á Mosfellsheiði: „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt“ Þórdís Valsdóttir skrifar 16. janúar 2018 20:30 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði fjölda fólks sem sat fast í óveðri á Mosfellsheiði. Skyggni var einungis um tíu metrar. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í tvo klukkutíma á Mosfellsheiði síðdegis í dag. Tvær rútur sátu fastar þvert á veginn og hindruðu umferð um heiðina. Heiðin er enn lokuð. „Staðan þannig að það er allt björgunarsveitarfólk komið niður af Mosfellsheiðinni. Það voru reyndar einhverjir bílar skildir eftir en báðar rúturnar eru komnar upp á veginn þannig að hægt er að keyra þær niður,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Um sjötíu manns komu að björgunaraðgerðum á svæðinu í dag. Einungis var um tíu metra skyggni á svæðinu og aðstæður erfiðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt. Björgunarsveitarfólk voru í tvo tíma að vinna og það tók smá tíma að fá yfirsýn yfir hvað voru margir bílar á heiðinni,“ segir Davíð Már. Um fimmtíu farþegar sátu fastir í rútunum og fluttu björgunarsveitarmenn þá niður í Mosfellsdal að sögn Davíðs. „Rúturnar virðast hafa farið svona í hálkunni á sitt hvorum enda heiðarinnar og svo voru bílar þar á milli. Það voru sem betur fer engin slys á fólki,“ segir Davíð Már. Veður skipaðist fljótt í lofti á Mosfellsheiðinni og björgunarsveitir urðu að bregðast hratt við. „Þetta er gott dæmi um hvað veðrið getur skollið á með stuttum fyrirvara og það sýnir sig hvað það er mikilvægt forvarnarstarf sem er unnið þegar það tekst að loka vegum áður en svona verður,“ segir Davíð Már. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.Rúturnar sem þveruðu veginn hafa nú verið fluttar niður af MosfellsheiðiVísir/JóhannLöng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi áður en Hellisheiði var opnuð klukkan rúmlega 20.Hellisheiði opin til vesturs Hellisheiði var lokað síðdegis í dag og hefur nú verið opnað fyrir umferð um heiðina. Löng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi á meðan beðið var eftir því að heiðin yrði opnuð til austurs. Snjómoksturstæki ruddi leiðina til vesturs til að byrja með og sneri svo við og hélt til austurs og leiddi þannig röðina yfir heiðina. Þrengslunum var einnig lokað á fimmta tímanum í dag og verða líklega opnuð síðar í kvöld. Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29 Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Björgunaraðgerðir stóðu yfir í tvo klukkutíma á Mosfellsheiði síðdegis í dag. Tvær rútur sátu fastar þvert á veginn og hindruðu umferð um heiðina. Heiðin er enn lokuð. „Staðan þannig að það er allt björgunarsveitarfólk komið niður af Mosfellsheiðinni. Það voru reyndar einhverjir bílar skildir eftir en báðar rúturnar eru komnar upp á veginn þannig að hægt er að keyra þær niður,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Um sjötíu manns komu að björgunaraðgerðum á svæðinu í dag. Einungis var um tíu metra skyggni á svæðinu og aðstæður erfiðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var svolítið krefjandi og það voru bílar um allt. Björgunarsveitarfólk voru í tvo tíma að vinna og það tók smá tíma að fá yfirsýn yfir hvað voru margir bílar á heiðinni,“ segir Davíð Már. Um fimmtíu farþegar sátu fastir í rútunum og fluttu björgunarsveitarmenn þá niður í Mosfellsdal að sögn Davíðs. „Rúturnar virðast hafa farið svona í hálkunni á sitt hvorum enda heiðarinnar og svo voru bílar þar á milli. Það voru sem betur fer engin slys á fólki,“ segir Davíð Már. Veður skipaðist fljótt í lofti á Mosfellsheiðinni og björgunarsveitir urðu að bregðast hratt við. „Þetta er gott dæmi um hvað veðrið getur skollið á með stuttum fyrirvara og það sýnir sig hvað það er mikilvægt forvarnarstarf sem er unnið þegar það tekst að loka vegum áður en svona verður,“ segir Davíð Már. Unnið er að því að opna Mosfellsheiði en Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns.Rúturnar sem þveruðu veginn hafa nú verið fluttar niður af MosfellsheiðiVísir/JóhannLöng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi áður en Hellisheiði var opnuð klukkan rúmlega 20.Hellisheiði opin til vesturs Hellisheiði var lokað síðdegis í dag og hefur nú verið opnað fyrir umferð um heiðina. Löng bílaröð myndaðist á Suðurlandsvegi á meðan beðið var eftir því að heiðin yrði opnuð til austurs. Snjómoksturstæki ruddi leiðina til vesturs til að byrja með og sneri svo við og hélt til austurs og leiddi þannig röðina yfir heiðina. Þrengslunum var einnig lokað á fimmta tímanum í dag og verða líklega opnuð síðar í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29 Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Lokanir vegna veðurs: Fjöldi verkefna vegna ófærðar á Mosfellsheiði Vegir lokaðir vegna veðurs. 16. janúar 2018 18:29
Lokanir vegna veðurs: Tvær rútur þvera veginn á Mosfellsheiði Mosfellsheiði hefur verið lokað vegna veðurs og eru björgunarsveitir nú að störfum þar. Hellisheiði og Þrengslum hefur einnig verið lokað. 16. janúar 2018 17:15