„Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. janúar 2018 17:30 Guðmundur B. Ólafsson ásamt stuðningsmönnum landsliðsins í Split í dag en karlalandsliðið mætir Króötum í kvöld. Vísir/Ernir Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. Bryndís Bjarnadóttir, fyrrverandi handboltakona hjá Val, sagði þar frá því að hún hafði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum. Sagðist hún vera óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot á annarri konu en var svo ráðin hjá öðru liði. „Það er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft, t.d. til sjálfboðavinnu.“Sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þessÞá segir í tilkynningunni að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald sé hjá félögunum sjálfum. „Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í um það bil tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni,“ kemur fram í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að umræddur aðili hafi hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan. Þá segir einnig í tilkynningunni frá stjórninni að sambandið hafi þegar brugðist við gagnrýninni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.Manninum boðið til Katar af HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfestir það í samtali við Vísi að manninum hafi vissulega verið boðið til Katar af HSÍ en að sambandið hafi ekki borgað ferðina fyrir hann. „Þegar þessi Katar ferð kemur til er hann aftur byrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá okkur. Alþjóðahandknattleikssambandið tók upp á því að bjóða fimmtán stuðningmönnum til Katar svo HSÍ bar ekki kostnaðinn af því,“ segir Guðmundur. Segir hann jafnframt að aðilarnir hafi þurft að fara út og vera í þrjár vikur en að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi haft stuttan fyrirvara á þessu. „Við buðum þeim sjálfboðaliðum sem voru við störf á þessum tíma. Þannig kemur það til að hann var þar með.“ MeToo Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. Bryndís Bjarnadóttir, fyrrverandi handboltakona hjá Val, sagði þar frá því að hún hafði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum. Sagðist hún vera óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot á annarri konu en var svo ráðin hjá öðru liði. „Það er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft, t.d. til sjálfboðavinnu.“Sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þessÞá segir í tilkynningunni að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald sé hjá félögunum sjálfum. „Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í um það bil tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni,“ kemur fram í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að umræddur aðili hafi hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan. Þá segir einnig í tilkynningunni frá stjórninni að sambandið hafi þegar brugðist við gagnrýninni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.Manninum boðið til Katar af HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfestir það í samtali við Vísi að manninum hafi vissulega verið boðið til Katar af HSÍ en að sambandið hafi ekki borgað ferðina fyrir hann. „Þegar þessi Katar ferð kemur til er hann aftur byrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá okkur. Alþjóðahandknattleikssambandið tók upp á því að bjóða fimmtán stuðningmönnum til Katar svo HSÍ bar ekki kostnaðinn af því,“ segir Guðmundur. Segir hann jafnframt að aðilarnir hafi þurft að fara út og vera í þrjár vikur en að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi haft stuttan fyrirvara á þessu. „Við buðum þeim sjálfboðaliðum sem voru við störf á þessum tíma. Þannig kemur það til að hann var þar með.“
MeToo Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira