Farage opinn fyrir því að greiða atkvæði um Brexit á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. janúar 2018 07:00 Evrópuþingmaðurinn Farage var reffilegur þegar hann fundaði með framkvæmdastjórn ESB á mánudag. Hann kveðst nú opinn fyrir þeirri hugmynd að boðað verði til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit-málið. Nordicphotos/AFP Nigel Farage, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagðist í gær opinn fyrir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, færi fram. Í viðtali við Channel 5 sagði Farage að það væri góð leið til þess að fá andstæðinga Brexit til að „hætta að kvarta og kveina“ og að ný atkvæðagreiðsla myndi „drepa“ andstöðuhreyfinguna. Farage var einn helsti baráttumaðurinn fyrir Brexit og hefur jafnframt gagnrýnt Evrópusambandið ítrekað. Vinna hans og annarra baráttumanna skilaði sér í óvæntum sigri í júní 2016 þegar 51,9 prósent kjósenda greiddu atkvæði með því að ganga út úr ESB. Allar götur síðan hafa Bretar verið klofnir í afstöðu sinni. Krafan um nýja atkvæðagreiðslu hefur ítrekað heyrst og sumir, til að mynda Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, hafa hvatt til þess að útgönguferlið yrði stöðvað. Þá hefur einnig verið deilt um hvernig brotthvarfinu sé háttað og er ýmist talað um „hard“ eða „soft“ Brexit í því samhengi. Í hinu harða Brexit er fólgið algjört brotthvarf úr hinum sameiginlega innri markaði Evrópusambandsins sem og úr tollabandalagi þess. Fengju Bretar því fulla stjórn á eigin landamærum og þyrftu að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Þeir sem aðhyllast mjúkt Brexit myndu hins vegar vilja að samband Breta og Evrópusambandsins yrði eins náið og hægt er eftir brotthvarfið. Til að mynda með áframhaldandi aðild að hinum sameiginlega innri markaði. Þetta framtíðarsamband er helsta viðfangsefnið sem samninganefndir Breta og ESB ræða nú á öðru stigi aðskilnaðarviðræðna. Á fyrsta stiginu var einkum rætt um réttindi Breta búsettra í ESB-ríkjum og öfugt, landamæragæslu á milli Írlands og Norður-Írlands og aðskilnaðargreiðslur Breta til ESB. Forsætisráðuneytið í Downing-stræti tíu hefur hins vegar verið afar skýrt. Ekki verður gengið til nýrrar atkvæðagreiðslu. Undir það taka fyrrverandi samherjar Farage hjá UKIP. „Nei, nei, nei! Ný atkvæðagreiðsla þýðir móralskan sigur andlýðræðissinna á borð við Blair, Clegg og Adonis. Þeir myndu aldrei gefast upp og myndu jafnvel krefjast þriðju, fjórðu eða fimmtu atkvæðagreiðslunnar,“ sagði Peter Whittle, borgarfulltrúi UKIP í Lundúnum, sem vitnaði auk Blairs til þeirra Nicks Clegg, fyrrverandi formanns Frjálslyndra demókrata, og Andrews Adonis baróns, fyrrverandi þingmanns Verkamannaflokksins. Gerard Batten, Evrópuþingmaður fyrir hönd UKIP, sagði enga þörf á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Vitaskuld myndu aðskilnaðarsinnar fá meirihluta aftur. En það eitt að ræða um þessa hugmynd hjálpar samninganefnd Evrópusambandsins. Brexit núna!“ Andstæðingar Farage tóku öllu betur í þessa nýju skoðun. „Trúlega hefur Farage, í fyrsta skipti á ævinni, eitthvað til síns máls,“ sagði Chuka Umunna, þingmaður Verkamannaflokksins, og bætti við: „Í lýðræði líkt og okkar eiga Bretar rétt á því að halda hug sínum opnum í þessum málum.“ Í yfirlýsingu frá Frjálslyndum demókrötum sagði að flokkurinn myndi áfram berjast gegn Brexit. „Farage ætti ekki að vera svona sigurviss. Fólk er nú meðvitaðra um kostnaðinn af Brexit og lygar aðskilnaðarsinna.“ Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Nigel Farage, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagðist í gær opinn fyrir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, færi fram. Í viðtali við Channel 5 sagði Farage að það væri góð leið til þess að fá andstæðinga Brexit til að „hætta að kvarta og kveina“ og að ný atkvæðagreiðsla myndi „drepa“ andstöðuhreyfinguna. Farage var einn helsti baráttumaðurinn fyrir Brexit og hefur jafnframt gagnrýnt Evrópusambandið ítrekað. Vinna hans og annarra baráttumanna skilaði sér í óvæntum sigri í júní 2016 þegar 51,9 prósent kjósenda greiddu atkvæði með því að ganga út úr ESB. Allar götur síðan hafa Bretar verið klofnir í afstöðu sinni. Krafan um nýja atkvæðagreiðslu hefur ítrekað heyrst og sumir, til að mynda Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, hafa hvatt til þess að útgönguferlið yrði stöðvað. Þá hefur einnig verið deilt um hvernig brotthvarfinu sé háttað og er ýmist talað um „hard“ eða „soft“ Brexit í því samhengi. Í hinu harða Brexit er fólgið algjört brotthvarf úr hinum sameiginlega innri markaði Evrópusambandsins sem og úr tollabandalagi þess. Fengju Bretar því fulla stjórn á eigin landamærum og þyrftu að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Þeir sem aðhyllast mjúkt Brexit myndu hins vegar vilja að samband Breta og Evrópusambandsins yrði eins náið og hægt er eftir brotthvarfið. Til að mynda með áframhaldandi aðild að hinum sameiginlega innri markaði. Þetta framtíðarsamband er helsta viðfangsefnið sem samninganefndir Breta og ESB ræða nú á öðru stigi aðskilnaðarviðræðna. Á fyrsta stiginu var einkum rætt um réttindi Breta búsettra í ESB-ríkjum og öfugt, landamæragæslu á milli Írlands og Norður-Írlands og aðskilnaðargreiðslur Breta til ESB. Forsætisráðuneytið í Downing-stræti tíu hefur hins vegar verið afar skýrt. Ekki verður gengið til nýrrar atkvæðagreiðslu. Undir það taka fyrrverandi samherjar Farage hjá UKIP. „Nei, nei, nei! Ný atkvæðagreiðsla þýðir móralskan sigur andlýðræðissinna á borð við Blair, Clegg og Adonis. Þeir myndu aldrei gefast upp og myndu jafnvel krefjast þriðju, fjórðu eða fimmtu atkvæðagreiðslunnar,“ sagði Peter Whittle, borgarfulltrúi UKIP í Lundúnum, sem vitnaði auk Blairs til þeirra Nicks Clegg, fyrrverandi formanns Frjálslyndra demókrata, og Andrews Adonis baróns, fyrrverandi þingmanns Verkamannaflokksins. Gerard Batten, Evrópuþingmaður fyrir hönd UKIP, sagði enga þörf á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Vitaskuld myndu aðskilnaðarsinnar fá meirihluta aftur. En það eitt að ræða um þessa hugmynd hjálpar samninganefnd Evrópusambandsins. Brexit núna!“ Andstæðingar Farage tóku öllu betur í þessa nýju skoðun. „Trúlega hefur Farage, í fyrsta skipti á ævinni, eitthvað til síns máls,“ sagði Chuka Umunna, þingmaður Verkamannaflokksins, og bætti við: „Í lýðræði líkt og okkar eiga Bretar rétt á því að halda hug sínum opnum í þessum málum.“ Í yfirlýsingu frá Frjálslyndum demókrötum sagði að flokkurinn myndi áfram berjast gegn Brexit. „Farage ætti ekki að vera svona sigurviss. Fólk er nú meðvitaðra um kostnaðinn af Brexit og lygar aðskilnaðarsinna.“
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira