Neyðarástand hjá foreldrum ungra barna Baldur Guðmundsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Rebekka Júlía Magnúsdóttir ásamt dóttur sinni. vísir/stefán „Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringja foreldrar í miklum mæli í þeirri viðleitni sinni að finna dagforeldri. Fram kemur í svari við fyrirspurn til sviðsins að dagforeldrum í Reykjavík hafi fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Erfiðleikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hefur tafið fyrir inntöku barna á leikskóla og það ýfi upp vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Til að freista þess að leggja mat á umfang vandans stofnaði Rebekka á miðvikudag Facebook-hópinn Foreldrar sem fá ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín. Eftir einn dag voru meðlimirnir orðnir ríflega þrjú hundruð talsins og að hennar sögn eru allir í sömu sporum. „Hvað á allt þetta fólk að gera?“ spyr hún. Óhætt er að segja að um neyðarástand sé að ræða. Rebekka segir að ómögulegt sé að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þau taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum út um allt. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi,“ segir hún og heldur áfram. „Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“„Þeir eru að bíða eftir mér“ Rebekka segist mögulega getað brúað bilið í mánuð með því að klára sumarfríið sitt og það geti eiginmaður hennar líka gert. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí,“ segir hún en fjögur ár eru á milli barnanna þeirra tveggja. Hún tekur fram að húsnæðið hennar bjóði ekki upp á að hún geti ráðið sér au-pair. Hún segir að það hafi meðal annars hvarflað að sér að segja upp vinnunni en að hún eigi ekki bótarétt. Það gangi því heldur ekki upp. Hún segir að vinnuveitendur hennar séu meðvitaðir um stöðu mála en vænti hennar í mars. „Þau eru að bíða eftir mér,“ segir hún. Halldóra Björk Þórarinsdóttir er dagmóðir og stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Hún segir að ellefu börn séu á biðlista hjá sér. Þar sé um að ræða börn sem þurfi að komast að núna. Ekki sé útlit fyrir að hún geti tekið neitt þeirra barna inn. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkominn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir foreldrar sæki um með engum fyrirvara. „En þetta stoppar hjá leikskólunum,“ segir hún. Rebekka viðurkennir að örvænting hafi gert vart við sig. Hún viti ekki hvað sé til ráða. Hún sé búin að hringja út um allt höfuðborgarsvæði, allt frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, til að freista þess að komast að, jafnvel þó það kosti mikil ferðalög. Alls staðar sé staðan sú sama. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringja foreldrar í miklum mæli í þeirri viðleitni sinni að finna dagforeldri. Fram kemur í svari við fyrirspurn til sviðsins að dagforeldrum í Reykjavík hafi fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Erfiðleikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hefur tafið fyrir inntöku barna á leikskóla og það ýfi upp vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Til að freista þess að leggja mat á umfang vandans stofnaði Rebekka á miðvikudag Facebook-hópinn Foreldrar sem fá ekki pláss hjá dagforeldrum fyrir börnin sín. Eftir einn dag voru meðlimirnir orðnir ríflega þrjú hundruð talsins og að hennar sögn eru allir í sömu sporum. „Hvað á allt þetta fólk að gera?“ spyr hún. Óhætt er að segja að um neyðarástand sé að ræða. Rebekka segir að ómögulegt sé að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þau taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum út um allt. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi,“ segir hún og heldur áfram. „Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“„Þeir eru að bíða eftir mér“ Rebekka segist mögulega getað brúað bilið í mánuð með því að klára sumarfríið sitt og það geti eiginmaður hennar líka gert. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí,“ segir hún en fjögur ár eru á milli barnanna þeirra tveggja. Hún tekur fram að húsnæðið hennar bjóði ekki upp á að hún geti ráðið sér au-pair. Hún segir að það hafi meðal annars hvarflað að sér að segja upp vinnunni en að hún eigi ekki bótarétt. Það gangi því heldur ekki upp. Hún segir að vinnuveitendur hennar séu meðvitaðir um stöðu mála en vænti hennar í mars. „Þau eru að bíða eftir mér,“ segir hún. Halldóra Björk Þórarinsdóttir er dagmóðir og stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Hún segir að ellefu börn séu á biðlista hjá sér. Þar sé um að ræða börn sem þurfi að komast að núna. Ekki sé útlit fyrir að hún geti tekið neitt þeirra barna inn. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkominn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir foreldrar sæki um með engum fyrirvara. „En þetta stoppar hjá leikskólunum,“ segir hún. Rebekka viðurkennir að örvænting hafi gert vart við sig. Hún viti ekki hvað sé til ráða. Hún sé búin að hringja út um allt höfuðborgarsvæði, allt frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, til að freista þess að komast að, jafnvel þó það kosti mikil ferðalög. Alls staðar sé staðan sú sama.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira