Langflestir styðja dánaraðstoð Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2018 06:00 Súsanna R. Sæbergsdóttir kannaði viðhorf nemenda HÍ til líknardráps og aðstoðar til sjálfsvígs í meistararitgerð sinni í félagsráðgjöf. vísir/stefán „Maður hefur ansi oft upplifað að fólk sé einfaldlega búið að gefa upp alla von. Þá finnur maður hvað fólk er tilbúið að deyja og vill fá að fara með reisn,“ segir Súsanna R. Sæbergsdóttir. Hún kannaði viðhorf nemenda Háskóla Íslands til annars vegar dánaraðstoðar og hins vegar til aðstoðar við sjálfsvíg. Hún mun ljúka námi í félagsráðgjöf í vor, en hefur einnig starfað sem sjúkraliði á sjúkrahúsi. Niðurstöðurnar sýndu að tæp 77 prósent eru annaðhvort mjög eða frekar jákvæð til dánaraðstoðar. Aðeins voru um fimm prósent frekar eða mjög neikvæð. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu eiga kost á því að óska eftir slíkri aðstoð læknis ef kæmi upp sú staða að þeir greindust með ólæknandi sjúkdóm og upplifðu miklar þjáningar. Tæp 93 prósent þátttakenda vilja eiga kost á því, í stað þess að þjást og deyja af völdum sjúkdómsins. Ekki var um jafn mikinn stuðning að ræða þegar spurt var um aðstoð við sjálfsvíg, en tæp 45 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Sama hvort um var að ræða dánaraðstoð eða aðstoð við sjálfsvíg voru flestir sammála um að slíkt væri siðferðislega rétt ef sjúklingurinn glímir við ólæknandi sjúkdóm, sem erfitt er að meðhöndla og væri líklegur til að draga fólk til dauða. Þátttakendum fannst mikilvægt að sjúklingurinn óskaði sjálfur eftir aðstoðinni og að hann gæti sjálfur innbyrt lyfin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í SuðvesturkjördæmiSúsanna vissi af einum Íslendingi sem hefur fengið slíka aðstoð og af fleirum sem myndu eða hefðu viljað það. „Fólk á sem sagt ekki rétt á að fara í dánar- eða sjálfsvígsaðstoð, en fólk getur óskað eftir þessari aðstoð. Ef fólk fær til dæmis grænt ljós í Sviss og getur sýnt fram á stöðu sína með læknaskýrslum frá læknum hér á Íslandi, þá er ekkert sem bannar það. Þú átt samt engan rétt á að fara í dánaraðstoð, en þú getur óskað eftir því. Það eru ströng viðmið sem þarf að uppfylla,“ segir Súsanna. Lögð var fram þingsályktunartillaga á Alþingi í mars árið 2017 sem verður lögð fram aftur í ár. „Tillagan gengur út á að fela heilbrigðisráðherra að gera könnun á því hvernig þessum málum er háttað í löndum í kringum okkur. Annars vegar hvort þetta hafi verið leyft, og ef svo er, hver reynslan hafi verið af því og hins vegar hvort einhver umræða sé um það í þessum löndum. Svo bætti ég við fyrri tillöguna að ráðherra myndi framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsfólks. Ég geri ráð fyrir að það verði flutningsmenn úr öllum eða nánast öllum flokkum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
„Maður hefur ansi oft upplifað að fólk sé einfaldlega búið að gefa upp alla von. Þá finnur maður hvað fólk er tilbúið að deyja og vill fá að fara með reisn,“ segir Súsanna R. Sæbergsdóttir. Hún kannaði viðhorf nemenda Háskóla Íslands til annars vegar dánaraðstoðar og hins vegar til aðstoðar við sjálfsvíg. Hún mun ljúka námi í félagsráðgjöf í vor, en hefur einnig starfað sem sjúkraliði á sjúkrahúsi. Niðurstöðurnar sýndu að tæp 77 prósent eru annaðhvort mjög eða frekar jákvæð til dánaraðstoðar. Aðeins voru um fimm prósent frekar eða mjög neikvæð. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu eiga kost á því að óska eftir slíkri aðstoð læknis ef kæmi upp sú staða að þeir greindust með ólæknandi sjúkdóm og upplifðu miklar þjáningar. Tæp 93 prósent þátttakenda vilja eiga kost á því, í stað þess að þjást og deyja af völdum sjúkdómsins. Ekki var um jafn mikinn stuðning að ræða þegar spurt var um aðstoð við sjálfsvíg, en tæp 45 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Sama hvort um var að ræða dánaraðstoð eða aðstoð við sjálfsvíg voru flestir sammála um að slíkt væri siðferðislega rétt ef sjúklingurinn glímir við ólæknandi sjúkdóm, sem erfitt er að meðhöndla og væri líklegur til að draga fólk til dauða. Þátttakendum fannst mikilvægt að sjúklingurinn óskaði sjálfur eftir aðstoðinni og að hann gæti sjálfur innbyrt lyfin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í SuðvesturkjördæmiSúsanna vissi af einum Íslendingi sem hefur fengið slíka aðstoð og af fleirum sem myndu eða hefðu viljað það. „Fólk á sem sagt ekki rétt á að fara í dánar- eða sjálfsvígsaðstoð, en fólk getur óskað eftir þessari aðstoð. Ef fólk fær til dæmis grænt ljós í Sviss og getur sýnt fram á stöðu sína með læknaskýrslum frá læknum hér á Íslandi, þá er ekkert sem bannar það. Þú átt samt engan rétt á að fara í dánaraðstoð, en þú getur óskað eftir því. Það eru ströng viðmið sem þarf að uppfylla,“ segir Súsanna. Lögð var fram þingsályktunartillaga á Alþingi í mars árið 2017 sem verður lögð fram aftur í ár. „Tillagan gengur út á að fela heilbrigðisráðherra að gera könnun á því hvernig þessum málum er háttað í löndum í kringum okkur. Annars vegar hvort þetta hafi verið leyft, og ef svo er, hver reynslan hafi verið af því og hins vegar hvort einhver umræða sé um það í þessum löndum. Svo bætti ég við fyrri tillöguna að ráðherra myndi framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsfólks. Ég geri ráð fyrir að það verði flutningsmenn úr öllum eða nánast öllum flokkum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira