Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. janúar 2018 22:54 Eyþór Arnalds er nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/sigurjón Eyþór Arnalds bar sigur úr bítum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú í kvöld og mun því leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann hlaut 2320 atkvæði af 3885 greiddum, eða sextíu prósent atkvæða. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 59 talsins. „Ég er innilega þakklátur og með von um að þetta viti á gott í vor. Það er mikil gleði hérna á skrifstofunni og þeir sem voru að vinna í baráttunni eru mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún er náttúrulega framar öllum vonum. Ég held að ég geti sagt að ég gerði mér engar vonir um að fara svona hátt. Hann segir að það væri óraunhæft að stefna svona hátt í prófkjörinu. „Það voru fimm aðilar að takast á og ég er bara þakklátur bæði fyrir þennan stuðning en fyrst og fremst er þetta ákall um breytingar í borginni. Það sem ég heyrði alls staðar í öllum hverfunum var að fólk vildi breytingar, fyrst breytingar á Sjálfstæðisflokkinum og svo breytingar á borginni,“ segir Eyþór.Hvernig metur þú líkur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor í ljósi þessarar niðurstöðu? „Það eru góðar líkur á að hann komist í meirihluta og vinni kosningasigur í vor. Þetta framboð ætlar að hlusta á fólkið og tala skýrri röddu um lausnir. Það er það sem ég heyri að fólk vill.“ Aðspurður um áherslumál hans fyrir kosningarnar sagði hann að í fyrsta lagi yrði að leysa umferðarvandann í borginni. „Hann verður sífellt verri ár frá ári og það þarf að fara í raunhæfar lausnir þannig að það taki ekki 45 mínútur að skutla barni. Í öðru lagi að hafa framboð á húsnæði og lóðum þannig að húsnæði sé ekki of dýrt fyrir fólk. Númer þrjú að leikskólar séu mannaðir þannig að ekki þurfi að senda börnin heim og í fjórða lagi að vinna að enn betri grunnskóla. Og kannski fimmta atriði sem er mikilvægt er að minnka stjórnkerfið. Minnka kostnað, minnka flækjustig og stytta boðleiðir.“ Eyþór hefur búið í sveitarfélaginu Árborg áður en býr nú í Reykjavík. „Ég bý í Reykjavík og hef búið þar í tvö ár. Ég er alinn upp í Árbænum, hef búið í vesturbæ og Grafarholti og er þakklátur fyrir það.“Gild atkvæði í prófkjörinu voru 3826 talsins.Vísir/SigurjónStígur út úr rekstri fjölmiðla Eyþór er stærsti hluthafi Árvakurs en hann sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í síðustu viku að hann væri þeirrar skoðunar að hann ætti að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla næði hann kjöri í borginni. Aðspurður nú í kvöld hvort hann myndi standa við þessi orð sagði hann einfaldega já. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði fyrir Eyþóri Arnalds á dögunum af hverju það væru hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins að vinna leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en að mati Össurar er ekki til ömurlegra og valdaminna hlutskipti en að leiða minnihluta í borgarstjórn í Reykjavík. Eyþór hlustaði á Össur en upplýsti ekkert. Skömmu síðar frétti Össur að Eyþór væri farinn fram. „Össur er skemmtilegur en hann hefur náttúrulega umhyggju fyrir Samfylkingunni og þess vegna vildi hann alls ekki að ég færi í framboð.“Áslaug önnur Eyþór fékk 2320 greiddra atkvæða í prófkjörinu en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen 65 atkvæði. Talin atkvæði voru samtals 3826 og voru auðir og ógildir atkvæðaseðlar 59 talsins, því voru samtals 3885 greidd atkvæði. Kosningar 2018 Stj.mál Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn í borginni velja sér leiðtoga í dag Kjörstaðir í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík opna kl. 10. 27. janúar 2018 07:47 Eyþór með rúmlega sextíu prósent Eyþór Arnalds er með 886 atkvæði af þeim 1400 sem talin hafa verið samkvæmt fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. 27. janúar 2018 18:54 Góð kjörsókn í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins Um þrjú hundruð manns höfðu greitt atkvæði þegar kjörstaðir höfðu verið opnir í klukkutíma í morgun. 27. janúar 2018 13:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Eyþór Arnalds bar sigur úr bítum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú í kvöld og mun því leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann hlaut 2320 atkvæði af 3885 greiddum, eða sextíu prósent atkvæða. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 59 talsins. „Ég er innilega þakklátur og með von um að þetta viti á gott í vor. Það er mikil gleði hérna á skrifstofunni og þeir sem voru að vinna í baráttunni eru mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún er náttúrulega framar öllum vonum. Ég held að ég geti sagt að ég gerði mér engar vonir um að fara svona hátt. Hann segir að það væri óraunhæft að stefna svona hátt í prófkjörinu. „Það voru fimm aðilar að takast á og ég er bara þakklátur bæði fyrir þennan stuðning en fyrst og fremst er þetta ákall um breytingar í borginni. Það sem ég heyrði alls staðar í öllum hverfunum var að fólk vildi breytingar, fyrst breytingar á Sjálfstæðisflokkinum og svo breytingar á borginni,“ segir Eyþór.Hvernig metur þú líkur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor í ljósi þessarar niðurstöðu? „Það eru góðar líkur á að hann komist í meirihluta og vinni kosningasigur í vor. Þetta framboð ætlar að hlusta á fólkið og tala skýrri röddu um lausnir. Það er það sem ég heyri að fólk vill.“ Aðspurður um áherslumál hans fyrir kosningarnar sagði hann að í fyrsta lagi yrði að leysa umferðarvandann í borginni. „Hann verður sífellt verri ár frá ári og það þarf að fara í raunhæfar lausnir þannig að það taki ekki 45 mínútur að skutla barni. Í öðru lagi að hafa framboð á húsnæði og lóðum þannig að húsnæði sé ekki of dýrt fyrir fólk. Númer þrjú að leikskólar séu mannaðir þannig að ekki þurfi að senda börnin heim og í fjórða lagi að vinna að enn betri grunnskóla. Og kannski fimmta atriði sem er mikilvægt er að minnka stjórnkerfið. Minnka kostnað, minnka flækjustig og stytta boðleiðir.“ Eyþór hefur búið í sveitarfélaginu Árborg áður en býr nú í Reykjavík. „Ég bý í Reykjavík og hef búið þar í tvö ár. Ég er alinn upp í Árbænum, hef búið í vesturbæ og Grafarholti og er þakklátur fyrir það.“Gild atkvæði í prófkjörinu voru 3826 talsins.Vísir/SigurjónStígur út úr rekstri fjölmiðla Eyþór er stærsti hluthafi Árvakurs en hann sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í síðustu viku að hann væri þeirrar skoðunar að hann ætti að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla næði hann kjöri í borginni. Aðspurður nú í kvöld hvort hann myndi standa við þessi orð sagði hann einfaldega já. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði fyrir Eyþóri Arnalds á dögunum af hverju það væru hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins að vinna leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en að mati Össurar er ekki til ömurlegra og valdaminna hlutskipti en að leiða minnihluta í borgarstjórn í Reykjavík. Eyþór hlustaði á Össur en upplýsti ekkert. Skömmu síðar frétti Össur að Eyþór væri farinn fram. „Össur er skemmtilegur en hann hefur náttúrulega umhyggju fyrir Samfylkingunni og þess vegna vildi hann alls ekki að ég færi í framboð.“Áslaug önnur Eyþór fékk 2320 greiddra atkvæða í prófkjörinu en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen 65 atkvæði. Talin atkvæði voru samtals 3826 og voru auðir og ógildir atkvæðaseðlar 59 talsins, því voru samtals 3885 greidd atkvæði.
Kosningar 2018 Stj.mál Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn í borginni velja sér leiðtoga í dag Kjörstaðir í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík opna kl. 10. 27. janúar 2018 07:47 Eyþór með rúmlega sextíu prósent Eyþór Arnalds er með 886 atkvæði af þeim 1400 sem talin hafa verið samkvæmt fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. 27. janúar 2018 18:54 Góð kjörsókn í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins Um þrjú hundruð manns höfðu greitt atkvæði þegar kjörstaðir höfðu verið opnir í klukkutíma í morgun. 27. janúar 2018 13:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borginni velja sér leiðtoga í dag Kjörstaðir í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík opna kl. 10. 27. janúar 2018 07:47
Eyþór með rúmlega sextíu prósent Eyþór Arnalds er með 886 atkvæði af þeim 1400 sem talin hafa verið samkvæmt fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. 27. janúar 2018 18:54
Góð kjörsókn í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins Um þrjú hundruð manns höfðu greitt atkvæði þegar kjörstaðir höfðu verið opnir í klukkutíma í morgun. 27. janúar 2018 13:41