Fulltrúi Bandaríkjanna sakar Suu Kyi um hvítþvott og siðleysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér valdhroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters-blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýsingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richardson um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsanirnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér valdhroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters-blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýsingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richardson um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsanirnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“