Ráðist verði í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, afhenti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, skýrsluna í morgun. Yfirvöld ætla að ráðast í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi enda staða einkarekinna fjölmiðla mjög erfið að sögn menntamálaráðherra. Kynntar voru tillögur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en þar er meðal annars lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar segir enga töfralausn á rekstrarvandanum vera í sjónmáli en margt sé hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið. Tillögurnar eru í sjö liðum og snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattaumhverfi, regluverki um textun og talsetningu og lagt er til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Helsta tillagan þarna sem nefnd er fyrst er að hluti af kostnaði við gerð frétta og fréttatengds efnis verði endurgreiddur,” segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar sem falið var það verkefni að kanna hvernig bæta mætti rekstrarumhverfi fjölmiðla. Líkt og fjallað hefur verið um í dag er meðal annars lagt til að Rúv verði tekið af auglýsingamarkaði en hlutdeild ríkisútvarps á auglýsingamarkaði hvergi jafn mikil og hér á landi. „Þá myndi hluti af þeim tekjum sem Rúv hefur núna af auglýsingum renna til einkarekinna fjölmiðla og síðan er það pólitísk spurning hvort að Rúv og með hvaða hætti, þeim verði bætt það tekjutap,” segir Björgvin. Engin töfralausn á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er þó boðuð með tillögunum enda er erfið staða fjölmiðla ekkert einsdæmi hér á landi. „Það er erfitt að fá fólk til að greiða fyrir fréttir og eins eru stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook að taka til sín stærri hluta af auglýsingamarkaði, þannig að tekjumódelin eru úreld af einhverju leiti og það þarf að finna hvaða leiðir fjölmiðlar geta farið til þess að styrkja tekjugrundvöllinn í rekstrinum,” segir Björgvin.Stefnumótun næsta skref Skýrsla nefndarinnar var til umræðu á Alþingi í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur þegar boðað að virðisaukaskattur áskrifta verði lækkaður í 11%. „Það er alveg ljóst að það verður hægt að fara í þetta varðandi virðisaukaskattinn, annað þurfum við að meta betur og kostnaðarmeta, vegna þess að það sem nefndin gerði ekki og hún þarf aukna aðstoð við, það er að kostnaðarmeta tillögurnar þannig að ég tel að það sé ekki skynsamlegt að taka ákvörðun um tillögur fyrr en við vitum umfang kostnaðar þess fyrir ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja. Næst á dagskrá sé að hefja stefnumótun og vinna áfram úr niðurstöðum skýrslunnar. „Nú munum við fara í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi vegna þess að það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum er að samkeppni hefur verið að aukast alveg gríðarlega, sérstaklega erlendisfrá og staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, hún er mjög erfið,” bætir Lilja við. „Við munum skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn ef Ríkisútvarpið verður tekið út en ef við förum í slíkar aðgerðir þá mun það líka þýða að við þurfum að fara í mótvægisaðgerðir vegna þess að við viljum líka hafa útvarp í almenningseigu sem er öflugur miðill.” Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Yfirvöld ætla að ráðast í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi enda staða einkarekinna fjölmiðla mjög erfið að sögn menntamálaráðherra. Kynntar voru tillögur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en þar er meðal annars lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar segir enga töfralausn á rekstrarvandanum vera í sjónmáli en margt sé hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið. Tillögurnar eru í sjö liðum og snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattaumhverfi, regluverki um textun og talsetningu og lagt er til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Helsta tillagan þarna sem nefnd er fyrst er að hluti af kostnaði við gerð frétta og fréttatengds efnis verði endurgreiddur,” segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar sem falið var það verkefni að kanna hvernig bæta mætti rekstrarumhverfi fjölmiðla. Líkt og fjallað hefur verið um í dag er meðal annars lagt til að Rúv verði tekið af auglýsingamarkaði en hlutdeild ríkisútvarps á auglýsingamarkaði hvergi jafn mikil og hér á landi. „Þá myndi hluti af þeim tekjum sem Rúv hefur núna af auglýsingum renna til einkarekinna fjölmiðla og síðan er það pólitísk spurning hvort að Rúv og með hvaða hætti, þeim verði bætt það tekjutap,” segir Björgvin. Engin töfralausn á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er þó boðuð með tillögunum enda er erfið staða fjölmiðla ekkert einsdæmi hér á landi. „Það er erfitt að fá fólk til að greiða fyrir fréttir og eins eru stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook að taka til sín stærri hluta af auglýsingamarkaði, þannig að tekjumódelin eru úreld af einhverju leiti og það þarf að finna hvaða leiðir fjölmiðlar geta farið til þess að styrkja tekjugrundvöllinn í rekstrinum,” segir Björgvin.Stefnumótun næsta skref Skýrsla nefndarinnar var til umræðu á Alþingi í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur þegar boðað að virðisaukaskattur áskrifta verði lækkaður í 11%. „Það er alveg ljóst að það verður hægt að fara í þetta varðandi virðisaukaskattinn, annað þurfum við að meta betur og kostnaðarmeta, vegna þess að það sem nefndin gerði ekki og hún þarf aukna aðstoð við, það er að kostnaðarmeta tillögurnar þannig að ég tel að það sé ekki skynsamlegt að taka ákvörðun um tillögur fyrr en við vitum umfang kostnaðar þess fyrir ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja. Næst á dagskrá sé að hefja stefnumótun og vinna áfram úr niðurstöðum skýrslunnar. „Nú munum við fara í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi vegna þess að það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum er að samkeppni hefur verið að aukast alveg gríðarlega, sérstaklega erlendisfrá og staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, hún er mjög erfið,” bætir Lilja við. „Við munum skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn ef Ríkisútvarpið verður tekið út en ef við förum í slíkar aðgerðir þá mun það líka þýða að við þurfum að fara í mótvægisaðgerðir vegna þess að við viljum líka hafa útvarp í almenningseigu sem er öflugur miðill.”
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
„Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55