„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. janúar 2018 07:50 Hjónin Eva Vala Guðjónsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson sjást hér á frumsýningu Reyni sterka. Vísir/Anton Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. Lögregluyfirvöld hafi ekki athugað hvaða konur eru bakvið nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að Robert hafi brotið á og dæmt hefur verið fyrir. „Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella [...] og eftir standa 330 nöfn órannsökuð,“ skrifa þau Bergur og Eva í Fréttablaðið í dag.Tilefni skrifanna er fundur allsherjar- og menntamálanefndar alþingis þann 17. janúar síðastliðinn þar sem rætt var um varðveislu sönnunargangna, t.a.m. í máli Roberts Downey. Önnu Katrínu Stefánsdóttur, sem lagt hefur fram kæru á hendur Roberti fyrir kynferðisbrot, hafði verið tjáð að gögnin „væru týnd eða ónýt,“ en telur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Á fundi allsherjar og menntamálanefndar sagði dómsmálaráðherra hins vegar um gögnin í máli Önnu að „í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“Óþægindi og hugarangur Eftir að hafa „oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt,“ segja Bergur og Eva að þessi yfirlýsing ráðherrans sé tilefni til afsökunarbeiðni - „fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum.“ Í ljósi þess að gögnin í máli Roberts Downey, eins og fyrrnefnd minnisbók og aftrit af tölvupóstum og smáskilaboðum, séu hvorki týnd né ónýt telja greinahöfundar að yfirvöldum hljóti að bera skylda til að rannsaka gögnin í þaula. Nefna þau minnisbókina sérstaklega í þessu samhengi enda kunna þar að finnast fleiri brotaþolar meðal þeirra 330 nafna sem ekki hafa verið rannsökuð. Grein þeirra má Bergs og Evu má nálgast með því að smella hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. Lögregluyfirvöld hafi ekki athugað hvaða konur eru bakvið nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að Robert hafi brotið á og dæmt hefur verið fyrir. „Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella [...] og eftir standa 330 nöfn órannsökuð,“ skrifa þau Bergur og Eva í Fréttablaðið í dag.Tilefni skrifanna er fundur allsherjar- og menntamálanefndar alþingis þann 17. janúar síðastliðinn þar sem rætt var um varðveislu sönnunargangna, t.a.m. í máli Roberts Downey. Önnu Katrínu Stefánsdóttur, sem lagt hefur fram kæru á hendur Roberti fyrir kynferðisbrot, hafði verið tjáð að gögnin „væru týnd eða ónýt,“ en telur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Á fundi allsherjar og menntamálanefndar sagði dómsmálaráðherra hins vegar um gögnin í máli Önnu að „í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“Óþægindi og hugarangur Eftir að hafa „oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt,“ segja Bergur og Eva að þessi yfirlýsing ráðherrans sé tilefni til afsökunarbeiðni - „fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum.“ Í ljósi þess að gögnin í máli Roberts Downey, eins og fyrrnefnd minnisbók og aftrit af tölvupóstum og smáskilaboðum, séu hvorki týnd né ónýt telja greinahöfundar að yfirvöldum hljóti að bera skylda til að rannsaka gögnin í þaula. Nefna þau minnisbókina sérstaklega í þessu samhengi enda kunna þar að finnast fleiri brotaþolar meðal þeirra 330 nafna sem ekki hafa verið rannsökuð. Grein þeirra má Bergs og Evu má nálgast með því að smella hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00