Frá ábyrgðarleysi til ábyrgðar Haukur Arnþórsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Krafa almennings um að stjórnmálamenn axli ábyrgð er afdráttarlaus og fólk virðist ekki sætta sig við að fyrstu skrefin í þá átt séu ekki tekin í landsréttarmálinu. Það mál gefur ríkisstjórninni gott tækifæri til þess að fara í þá átt - þá með yfirlýsingu um að það sé hluti af mótun nýrra hefða í stjórnmálum. Engu að síður er það svo að hafa má ákveðna samúð með Sigríði Andersen gagnvart kröfunni um að hún segi af sér og verði þannig einn af fyrstu stjórnmálamönnunum til þess að axla ábyrgð. Vegna þess að hún er sennilega fórnarlamb í málinu; alltaf hefur leikið grunur á að um ákvörðunina hafi verið samið á Alþingi af ríkisstjórnarmeirihlutanum. Á Alþingi er samið milli ríkisstjórnarflokkanna um mál sem koma eiga fram í þinginu í nafni ríkisstjórnarinnar og þarf í því ferli að taka tillit til vilja samstarfsflokkanna. Fullyrðinguna um að ákvörðunin hafi verið tekin af meirihlutanum á Alþingi má m.a. rökstyðja með því að Viðreisn kom strax eftir að tillaga dómnefndarinnar kom fram með að ekki væri gætt jafnræðis milli kynjanna. Tillagan gerði ráð fyrir 10 körlum og 5 konum. Við þessu var orðið og með ákvörðun dómsmálaráðherra urðu 8 karlar og 7 konur dómarar. Munum að helsta vörn ríkislögmanns í málinu var að ákvörðunin hefði verið tekin af löggjafanum, um hans störf gilda fáar reglur og stjórnsýslulög ekki. Á þessi sjónarmið féllst Hæstiréttur ekki og gerði framkvæmdarvaldið (ráðherrann) ábyrgan. Þess vegna gilda stjórnsýslulög og fyrir hendi gæti verið bæði bótaréttur og skaðabótaréttur – sem væri ekki ef Alþingi bæri ábyrgðina. Það er skiljanlega erfitt fyrir Sigríði að víkja vegna ákvörðunar sem hún hélt jafnvel að hún tæki ekki. Og það er ekki víst að þingmenn Viðreisnar myndu samþykkja vantraust á hana vegna þessa máls ef tillaga um það kæmi fram á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Haukur Arnþórsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Krafa almennings um að stjórnmálamenn axli ábyrgð er afdráttarlaus og fólk virðist ekki sætta sig við að fyrstu skrefin í þá átt séu ekki tekin í landsréttarmálinu. Það mál gefur ríkisstjórninni gott tækifæri til þess að fara í þá átt - þá með yfirlýsingu um að það sé hluti af mótun nýrra hefða í stjórnmálum. Engu að síður er það svo að hafa má ákveðna samúð með Sigríði Andersen gagnvart kröfunni um að hún segi af sér og verði þannig einn af fyrstu stjórnmálamönnunum til þess að axla ábyrgð. Vegna þess að hún er sennilega fórnarlamb í málinu; alltaf hefur leikið grunur á að um ákvörðunina hafi verið samið á Alþingi af ríkisstjórnarmeirihlutanum. Á Alþingi er samið milli ríkisstjórnarflokkanna um mál sem koma eiga fram í þinginu í nafni ríkisstjórnarinnar og þarf í því ferli að taka tillit til vilja samstarfsflokkanna. Fullyrðinguna um að ákvörðunin hafi verið tekin af meirihlutanum á Alþingi má m.a. rökstyðja með því að Viðreisn kom strax eftir að tillaga dómnefndarinnar kom fram með að ekki væri gætt jafnræðis milli kynjanna. Tillagan gerði ráð fyrir 10 körlum og 5 konum. Við þessu var orðið og með ákvörðun dómsmálaráðherra urðu 8 karlar og 7 konur dómarar. Munum að helsta vörn ríkislögmanns í málinu var að ákvörðunin hefði verið tekin af löggjafanum, um hans störf gilda fáar reglur og stjórnsýslulög ekki. Á þessi sjónarmið féllst Hæstiréttur ekki og gerði framkvæmdarvaldið (ráðherrann) ábyrgan. Þess vegna gilda stjórnsýslulög og fyrir hendi gæti verið bæði bótaréttur og skaðabótaréttur – sem væri ekki ef Alþingi bæri ábyrgðina. Það er skiljanlega erfitt fyrir Sigríði að víkja vegna ákvörðunar sem hún hélt jafnvel að hún tæki ekki. Og það er ekki víst að þingmenn Viðreisnar myndu samþykkja vantraust á hana vegna þessa máls ef tillaga um það kæmi fram á Alþingi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar