„Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2018 10:53 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Sunna Elvira er þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og er óvíst um batahorfur. Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær. Vilja Sunnu heim fyrir vikulok Kostnaðurinn við flutninginn er 5,5 milljónir. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þar sem tryggingar hennar ná ekki yfir flutninginn höfum við ákveðið að safna fyrir ferðinni. Vélin myndi fljúga með hana beint á Landspítalann þar sem hennar bíður pláss á heila- og taugadeild,“ segir Unnur í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún og faðir Sunnu eru bæði úti og fengju að fara með vélinni. „Heilsu Sunnu vegna vonumst við til að vera komin heim til Íslands fyrir vikulok,“ segir Unnur. Jón Kristinn Snæhólm, vinur fjölskyldunnar segir að mikilvægt sé að koma Sunnu heim svo hún fái rétta umönnun. Fjölskyldan bað Jón Kristinn um að tjá sig fyrir hönd fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. „Það talar enginn ensku, þau gera sér ekki grein fyrir hvað er að. Hún fékk að vita í fyrradag hvernig hún væri brotin og hvar,“ segir Jón Kristinn, en slysið varð fyrir viku síðan. Hann segist heyra á foreldrum Sunnu að aðstæður á sjúkrahúsinu séu óviðunandi. „Brýnasta verkefnið er að koma Sunnu heim.“ Hann segir að aðstæður Sunnu hafi látið hann gera sér grein fyrir að þrátt fyrir margar óánægjuraddir séu Íslendingar heppnir með heilbrigðiskerfi. „Það er alltaf verið að gagnrýna en allt kerfið er að virka.“Dóttirin í faðmi fjölskyldunnar Aðspurður um viðbrögð við söfnuninni segir Jón að þau hafi ekki enn tekið stöðuna á söfnunarreikningnum en að velvilji fólks sé greinilegur miðað við símtöl og Facebook skilaboð. „Það sýnir að þjóðin hristir fram úr erminni strax, hve mögnuð þessi þjóð er.“ Sunna Elvira á fjögurra ára dóttur sem er komin heim til Íslands. „Hún er bara í sínu öryggisneti og fjölskyldan stendur mjög fast við bakið á þeim.“ Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, mun snúa aftur til Íslands í dag. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Íslendingur væri í haldi lögreglu í Malaga grunaður um ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Á laugardag var svo greint frá því að maðurinn væri laus úr haldi og að um slys hefði verið að ræða. Sigurður sagði í viðtali við DV í gær að það hefði verið skelfilegt að vera í fangelsi á meðan kona hans væri þungt haldin á sjúkrahúsi. „Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” sagði Sigurður. Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Sunna Elvira er þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og er óvíst um batahorfur. Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær. Vilja Sunnu heim fyrir vikulok Kostnaðurinn við flutninginn er 5,5 milljónir. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þar sem tryggingar hennar ná ekki yfir flutninginn höfum við ákveðið að safna fyrir ferðinni. Vélin myndi fljúga með hana beint á Landspítalann þar sem hennar bíður pláss á heila- og taugadeild,“ segir Unnur í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún og faðir Sunnu eru bæði úti og fengju að fara með vélinni. „Heilsu Sunnu vegna vonumst við til að vera komin heim til Íslands fyrir vikulok,“ segir Unnur. Jón Kristinn Snæhólm, vinur fjölskyldunnar segir að mikilvægt sé að koma Sunnu heim svo hún fái rétta umönnun. Fjölskyldan bað Jón Kristinn um að tjá sig fyrir hönd fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. „Það talar enginn ensku, þau gera sér ekki grein fyrir hvað er að. Hún fékk að vita í fyrradag hvernig hún væri brotin og hvar,“ segir Jón Kristinn, en slysið varð fyrir viku síðan. Hann segist heyra á foreldrum Sunnu að aðstæður á sjúkrahúsinu séu óviðunandi. „Brýnasta verkefnið er að koma Sunnu heim.“ Hann segir að aðstæður Sunnu hafi látið hann gera sér grein fyrir að þrátt fyrir margar óánægjuraddir séu Íslendingar heppnir með heilbrigðiskerfi. „Það er alltaf verið að gagnrýna en allt kerfið er að virka.“Dóttirin í faðmi fjölskyldunnar Aðspurður um viðbrögð við söfnuninni segir Jón að þau hafi ekki enn tekið stöðuna á söfnunarreikningnum en að velvilji fólks sé greinilegur miðað við símtöl og Facebook skilaboð. „Það sýnir að þjóðin hristir fram úr erminni strax, hve mögnuð þessi þjóð er.“ Sunna Elvira á fjögurra ára dóttur sem er komin heim til Íslands. „Hún er bara í sínu öryggisneti og fjölskyldan stendur mjög fast við bakið á þeim.“ Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, mun snúa aftur til Íslands í dag. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Íslendingur væri í haldi lögreglu í Malaga grunaður um ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Á laugardag var svo greint frá því að maðurinn væri laus úr haldi og að um slys hefði verið að ræða. Sigurður sagði í viðtali við DV í gær að það hefði verið skelfilegt að vera í fangelsi á meðan kona hans væri þungt haldin á sjúkrahúsi. „Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” sagði Sigurður. Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira