Ísland á einn og hálfan milljarð Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. janúar 2018 07:00 Við sjálfstæði Bandaríkjanna 1776 var landið einungis lítil ræma við austurströnd Norður-Ameríku. Markmiðið var þó að ryðjast vestur með hraði og í forsetatíð Thomas Jefferson var handsalaður samningur sem varð grunnurinn að yfirburðum ríkisins í álfunni og fer í sögubækurnar sem ein bestu kaup sem gerð hafa verið. Frakkar höfðu nýlega tekið við Louisiana að nýju frá Spánverjum, landsvæði sem náði yfir rúmar 2 milljónir ferkílómetra lands, allt frá New Orleans í suðri norður til Kanada. Jefferson vildi New Orleans og þar með lykilstöðu á Mississippi-ánni og grunaði að Napóleon skorti aura til að fjármagna stríðsrekstur sinn. Þegar samskipti hófust um málið milli þjóðanna árið 1803 var ljóst að Frakkar höfðu gefist upp á stöðu sinni í álfunni. Þeir voru ekki einungis tilbúnir að selja New Orleans heldur mátti Jefferson hirða allt heila klabbið, fyrir rétt verð. Rétt verð reyndist vera ótrúlega lágt, 15 milljónir dollara. Á verðlagi dagsins í dag eru það 33 milljarðar króna, rétt rúmlega einn Neymar. Og þannig var þetta handsalað. Fermetraverðið var á pari við að heilt Ísland kostaði einungis 1,6 milljarða króna. Þjóðhátíðardaginn 4. júlí 1803 lásu íbúar Bandaríkjanna í blöðunum að landið væri tvöfalt stærra. Degi síðar fengu Meriwether Lewis og William Clark fyrirmæli um að kortleggja þessa nýfengnu viðbót og rúmlega það, allt vestur að Kyrrahafi. Það er erfitt að ímynda sér sögu Bandaríkjanna án kaupanna á Louisiana. Útþenslustefnan hélt áfram í kjölfarið en án þessara mögnuðu kaupa árið 1803 væri saga heimsmála mögulega allt önnur í dag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við sjálfstæði Bandaríkjanna 1776 var landið einungis lítil ræma við austurströnd Norður-Ameríku. Markmiðið var þó að ryðjast vestur með hraði og í forsetatíð Thomas Jefferson var handsalaður samningur sem varð grunnurinn að yfirburðum ríkisins í álfunni og fer í sögubækurnar sem ein bestu kaup sem gerð hafa verið. Frakkar höfðu nýlega tekið við Louisiana að nýju frá Spánverjum, landsvæði sem náði yfir rúmar 2 milljónir ferkílómetra lands, allt frá New Orleans í suðri norður til Kanada. Jefferson vildi New Orleans og þar með lykilstöðu á Mississippi-ánni og grunaði að Napóleon skorti aura til að fjármagna stríðsrekstur sinn. Þegar samskipti hófust um málið milli þjóðanna árið 1803 var ljóst að Frakkar höfðu gefist upp á stöðu sinni í álfunni. Þeir voru ekki einungis tilbúnir að selja New Orleans heldur mátti Jefferson hirða allt heila klabbið, fyrir rétt verð. Rétt verð reyndist vera ótrúlega lágt, 15 milljónir dollara. Á verðlagi dagsins í dag eru það 33 milljarðar króna, rétt rúmlega einn Neymar. Og þannig var þetta handsalað. Fermetraverðið var á pari við að heilt Ísland kostaði einungis 1,6 milljarða króna. Þjóðhátíðardaginn 4. júlí 1803 lásu íbúar Bandaríkjanna í blöðunum að landið væri tvöfalt stærra. Degi síðar fengu Meriwether Lewis og William Clark fyrirmæli um að kortleggja þessa nýfengnu viðbót og rúmlega það, allt vestur að Kyrrahafi. Það er erfitt að ímynda sér sögu Bandaríkjanna án kaupanna á Louisiana. Útþenslustefnan hélt áfram í kjölfarið en án þessara mögnuðu kaupa árið 1803 væri saga heimsmála mögulega allt önnur í dag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar