„Alltaf sérstök stund þegar leikmenn klæðast landsliðsbúningi Íslands“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 15:15 Freyr Alexandersson og íslensku stelpurnar. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið spilar í kvöld vináttulandsleik við Noreg og fer leikurinn fer fram á La Manga þar sem liðin eru í æfingabúðum. Leikurinn hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir missir af leiknum vegna meiðsla og þá eru fimm leikmenn í hópnum sem hafa ekki enn leikið landsleik. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, telur þetta gott tækifæri fyrir óreyndari leikmennina í liðinu en hann var í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Fyrst og síðast erum við að vonast eftir að sjá leikmennina þroskast í nýjum hlutverkum og taka eitt skref fram á við. Leikmenn sem hafa verið inn og út úr hópnum ásamt nýliðum fá stór hlutverk og nýja áskorun,“ segir Freyr og hann fagnar þessu verkefni en í fyrsta sinn í mörg ár eru leikur í Algarve mótinu ekki fyrsti landsleikur ársins. „Við þurfum á því að halda sem lið að leikmenn þroskist hratt á jákvæðan hátt. Það er mikið pláss fyrir bætingu hjá okkur og það er skemmtilegt verkefni,“ sagði Freyr. Ísland hefur verið á La Manga síðan á fimmtudaginn var og endar ferð sína þar á að spila þennan leik við Noreg. Freyr er spenntur fyrir leik dagsins: „Við nálgumst leikinn á þann hátt að við viljum sjá góða frammistöðu því við höfum undirbúið liðið eins vel og kostur er á ef tekið er inn í samhengið stutta samveru og árstímann. Ef að leikmenn skila góðri frammistöðu og réttu hugarfari þá verð ég ánægður með verkefnið í heild sinni,“ segir Freyr. „Það breytist aldrei að þegar leikmenn klæðast landsliðsbúningi Íslands þá er um sérstakt stund að ræða. Ég hvet leikmenn okkar til þess að njóta stundarinnar því það er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Freyr. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar í kvöld vináttulandsleik við Noreg og fer leikurinn fer fram á La Manga þar sem liðin eru í æfingabúðum. Leikurinn hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir missir af leiknum vegna meiðsla og þá eru fimm leikmenn í hópnum sem hafa ekki enn leikið landsleik. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, telur þetta gott tækifæri fyrir óreyndari leikmennina í liðinu en hann var í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Fyrst og síðast erum við að vonast eftir að sjá leikmennina þroskast í nýjum hlutverkum og taka eitt skref fram á við. Leikmenn sem hafa verið inn og út úr hópnum ásamt nýliðum fá stór hlutverk og nýja áskorun,“ segir Freyr og hann fagnar þessu verkefni en í fyrsta sinn í mörg ár eru leikur í Algarve mótinu ekki fyrsti landsleikur ársins. „Við þurfum á því að halda sem lið að leikmenn þroskist hratt á jákvæðan hátt. Það er mikið pláss fyrir bætingu hjá okkur og það er skemmtilegt verkefni,“ sagði Freyr. Ísland hefur verið á La Manga síðan á fimmtudaginn var og endar ferð sína þar á að spila þennan leik við Noreg. Freyr er spenntur fyrir leik dagsins: „Við nálgumst leikinn á þann hátt að við viljum sjá góða frammistöðu því við höfum undirbúið liðið eins vel og kostur er á ef tekið er inn í samhengið stutta samveru og árstímann. Ef að leikmenn skila góðri frammistöðu og réttu hugarfari þá verð ég ánægður með verkefnið í heild sinni,“ segir Freyr. „Það breytist aldrei að þegar leikmenn klæðast landsliðsbúningi Íslands þá er um sérstakt stund að ræða. Ég hvet leikmenn okkar til þess að njóta stundarinnar því það er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Freyr.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira