Aldrei vanmeta vetrarveðrið Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2018 07:20 Færð getur víða spillst í dag. Vísir/GVA Nú í morgunsárið er að lægja og stytta upp á Suðurlandi og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi um allt landi að frátöldu suðvesturhorninu og miðhálendinu. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Færðin þar hefur þó ekki verið upp á marga fiska síðastliðinn sólarhring. Þannig lokaði Vegagerðin hið minnsta níu leiðum á Norður- og Austurlandi í gærkvöld vegna óveðurs og ófærðar en reynt verður að opna þær á ný með morgninum, eftir því sem aðstæður leyfa. Fólk lenti víða í vandræðum vegna ófærðar, til dæmis sátu á milli 50 og 60 manns fastir í u.þ.b. 30 bílum á milli Blönduóss og Hvammstanga snemma í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn komu fólkinu til hjálpar og höfðu greitt úr vandanum um klukkan 21 í gærkvöldi. Nokkru fyrr hafði flutningabíll runnið þversum og lokað veginum um Víkurskarð og fóru að myndast þar raðir bíla í miklu óveðri. Lögregla kallaði út þrjár björgunarsveitir, sem voru alveg fram til klukkan ellefu í gærkvöldi að klára verkefnið, og höfu þá sumir setið í föstum bílum sínum í allt að fjórar klukkustundir. Sumir bílanna voru næstum fenntir í kaf, að sögn lögreglu á Akureyri. Engum varð þó meint af. Björgunarsveit var líka send upp á Mosfellsheiði hér syðra, klukkan hálf tvö í nótt til að hjálpa fólki í föstum bílum, eins og Vísir greindi frá í morgun. Það eru ófár gular viðvaranir í gildi næsta sólarhringinn.VeðurstofanAð sama skapi féll snjóflóð og lokaði Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi en að sögn Vegagerðarinnar er búið að opna hann aftur. Töluverð sjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga, samkvæmt nýju mati Veðurstofunnar. Þar hafa þónokkur flóð fallið að undanförnu, en án þess að hafa valdið tjóni á mannvirkjum. Það stærsta féll í Ólafsfirði, sem mældist yfir 3,5 stig. Það þýðir að allt að þúsund tonn af snjó hafi skriðið fram, en það nægir til að kaffæra heilu vörubílana og valda skemmdum á húsum. Þrátt fyrir að engin flóð hafi fallið á Austfjörðum að undanförnu er talin töluverð hætta þar líka. Svo á enn að bæta í snjóinn á þessum slóðum, samkvæmt veðurspám. Það snýst svo í norðaustlæga átt í kvöld og mun bæta í vind um allt land. Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm á morgun og verður einna hvassast um landið norðan- og vestanvert. Með vindinum bætir í ofankomuna, einkum frá Tröllaskaga austur á Austfirði. „Það má kalla þetta dæmigert vetrarveður á Íslandi en það má nú aldrei vanmeta áður en lagt er af stað í leiðangur,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að hiti verður að mestu nærri frostmarki. Það dregur svo úr vindi og úrkomu á fimmtudag auk þess sem það kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma um landið N-vert, slydda með A-ströndinni, en þurrt að kalla annars staðar. Hiti um og undir frostmarki. Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Kólnandi veður. Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 12 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina. Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Heldur hlýnandi. Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki. Veður Tengdar fréttir Bíll með tengivagn fauk á hliðina Nokkrir ökumenn komust í hann krappan á suðvesturhorninu í nótt. 23. janúar 2018 06:22 „Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. 22. janúar 2018 06:48 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira
Nú í morgunsárið er að lægja og stytta upp á Suðurlandi og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi um allt landi að frátöldu suðvesturhorninu og miðhálendinu. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Færðin þar hefur þó ekki verið upp á marga fiska síðastliðinn sólarhring. Þannig lokaði Vegagerðin hið minnsta níu leiðum á Norður- og Austurlandi í gærkvöld vegna óveðurs og ófærðar en reynt verður að opna þær á ný með morgninum, eftir því sem aðstæður leyfa. Fólk lenti víða í vandræðum vegna ófærðar, til dæmis sátu á milli 50 og 60 manns fastir í u.þ.b. 30 bílum á milli Blönduóss og Hvammstanga snemma í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn komu fólkinu til hjálpar og höfðu greitt úr vandanum um klukkan 21 í gærkvöldi. Nokkru fyrr hafði flutningabíll runnið þversum og lokað veginum um Víkurskarð og fóru að myndast þar raðir bíla í miklu óveðri. Lögregla kallaði út þrjár björgunarsveitir, sem voru alveg fram til klukkan ellefu í gærkvöldi að klára verkefnið, og höfu þá sumir setið í föstum bílum sínum í allt að fjórar klukkustundir. Sumir bílanna voru næstum fenntir í kaf, að sögn lögreglu á Akureyri. Engum varð þó meint af. Björgunarsveit var líka send upp á Mosfellsheiði hér syðra, klukkan hálf tvö í nótt til að hjálpa fólki í föstum bílum, eins og Vísir greindi frá í morgun. Það eru ófár gular viðvaranir í gildi næsta sólarhringinn.VeðurstofanAð sama skapi féll snjóflóð og lokaði Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi en að sögn Vegagerðarinnar er búið að opna hann aftur. Töluverð sjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga, samkvæmt nýju mati Veðurstofunnar. Þar hafa þónokkur flóð fallið að undanförnu, en án þess að hafa valdið tjóni á mannvirkjum. Það stærsta féll í Ólafsfirði, sem mældist yfir 3,5 stig. Það þýðir að allt að þúsund tonn af snjó hafi skriðið fram, en það nægir til að kaffæra heilu vörubílana og valda skemmdum á húsum. Þrátt fyrir að engin flóð hafi fallið á Austfjörðum að undanförnu er talin töluverð hætta þar líka. Svo á enn að bæta í snjóinn á þessum slóðum, samkvæmt veðurspám. Það snýst svo í norðaustlæga átt í kvöld og mun bæta í vind um allt land. Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm á morgun og verður einna hvassast um landið norðan- og vestanvert. Með vindinum bætir í ofankomuna, einkum frá Tröllaskaga austur á Austfirði. „Það má kalla þetta dæmigert vetrarveður á Íslandi en það má nú aldrei vanmeta áður en lagt er af stað í leiðangur,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að hiti verður að mestu nærri frostmarki. Það dregur svo úr vindi og úrkomu á fimmtudag auk þess sem það kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma um landið N-vert, slydda með A-ströndinni, en þurrt að kalla annars staðar. Hiti um og undir frostmarki. Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Kólnandi veður. Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 12 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina. Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Heldur hlýnandi. Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.
Veður Tengdar fréttir Bíll með tengivagn fauk á hliðina Nokkrir ökumenn komust í hann krappan á suðvesturhorninu í nótt. 23. janúar 2018 06:22 „Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. 22. janúar 2018 06:48 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira
Bíll með tengivagn fauk á hliðina Nokkrir ökumenn komust í hann krappan á suðvesturhorninu í nótt. 23. janúar 2018 06:22
„Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. 22. janúar 2018 06:48